Vorið - 01.10.1974, Page 59

Vorið - 01.10.1974, Page 59
sem brunnið gat. Hér var engu hægt að bjarga. Kofinn, eina skýlið, sem dreng- urinn hafði, var að brenna til ösku, og hvergi mundi nú fást efni í annan kofa, það vissi hann best sjálfur. Það logaði lengi í rústunum, og smátt og smátt lygndi, og undir dagmál var allt brunnið til ösku. Alek hafði setið við vatnsbólið og horft á eyðilegginguna. Honum hafði súrnað í augum, en svo gjör- samlega höfðu honum fallist hendur, að hann gat ekki hreyft sig, fyrr en hann sá lýsa af degi. Með komu hins nýja dags var eins og aftur færðist kjarkur og lífsþróttur í drenginn. Hann ætlaði ekki að gefast upp. Hann skyldi koma sér fyrir aftur og þó hann ætti að sofa úti undir berum himni, þá skyldi hann gera það eins og hesturinn. Hver vissi nema gnægðir rekaviðar hefði borið á land í storminum um nótt- ina. Áður en varði var drengurinn kom- inn af stað niður í fjöru. Kolskeggur fylgdist með og fór loks á undan hon- um. Hvað var nú að? Hesturinn reis upp á afturfætuma, frísaði og kom svo brokk- andi á móti drengnum. Alek flýtti sér upp á næsta hól. Þaðan sá hann yfir strandlengjuna. Þarna lá skip fyrir fest- um, svo sem þrjú hundruð faðma frá landi! Hann heyrði mannamál. Nú sá hann, hvar bátur var í fjörunni, og hjá bátn- um stóðu fimm menn, sem voru að draga bátinn á þurrt. Hann gat ekki trúað þessu — honum var svo mikið niðri fyrir, að hann gat ekki hrópað — hann hljóp niður eftir. „Pú hafðir á réttu að standa, Pat, það er einhver hér á eynni!“ heyrði Alek, að einn maðurinn sagði. Sá, sem ávarpaður var, svaraði á grófri írsku: „Já — ég vissi þetta svo sem, ég sá, að þetta var eldur frá báli!“ Björgunin. Alek sortnaði fyrir augurn og hann datt endilangur í sandinn. Hann stóð upp aftur, en hann gat ekki staðið á fótun- um, og var gripinn styrkum höndum. „Pú heilagur Patrekur/' muldraði mað- urinn, sem kallaður var Pat. „Petta er drenghnokki!“ Alek fékk kökk í hálsinn og hann kom ekki upp nokkru orði, en nú sá hann þessi augu, sem öll störðu á hann. Loksins gat hann stunið upp: „Það er búið að bjarga okkur!“ hrópaði hann. „Pað er búið að bjarga okkur, Kol- skeggur . . . bjarga okkur!“ Sjómennirnir störðu á hann — þetta var alveg ótrúlegt! Rauða hárið á drengnum var orðið sítt og úfið, andlit- ið og kroppurinn sólbrennt. Þeir mundu hafa haldið, að hann væri af villimönn- um kominn, ef ekki hefði mátt sjá á fataræflunum, að þeir voru af öðrum uppruna. Einn mannanna hafði orð fyrir þeim. Af fötum hans að dæma gat hann verið skipstjórinn. „Nú er þér borgið dreng- ur minn,“ sagði hann og tók undir hand- legginn á Alek. Loks fór Alek að jafna sig. „Nú líð- ur mér ágætlega aftur.“ Sjómennirnir flykktust nú í kringum 59 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.