Vorið - 01.10.1974, Síða 61
urinn var heljarstór — villtur graðhest-
ur!
Alek tók höndunum utan um háls-
inn á hestinum og grúfði andlitið í fax-
inu. „Við erum að fara héðan, Kol-
skeggur minn — við báðir saman!“
Hann talaði rólega, lágt og af miklum
innileik. Svo sneri drengurinn sér við
og lagði af stað niður kambinn og hest-
urinn á eftir honum, en brátt hægði
hann á sér og tók að prjóna og sparka.
Skipstjórinn og Pat stóðu höggdofa
við þessa sjón. Peir hörfuðu undan.
Allir hinir voru komnir um borð í bát-
inn og þóttust vel settir.
Kolskeggur leit af drengnum og síðan
á mennina. Alek strauk honum og róaði
hann, en hesturinn hljóp ýmist út undan
sér eða tók eitt skref í áttina að bátn-
um.
Pegar þeir voru komnir allnærri bátn-
um, stansaði hesturinn alveg, og Alek
stóð við síðuna á honum og hélt hend-
inni í faxið. ,,Pér megið til með að
taka okkur báða með, ég skil hann ekki
eftir hér,“ sagði hann ákveðinn.
,,Hann er alveg ótaminn, alveg villtur
Við getum alls ekki tekið hann með,
— við ráðum ekki við hann,“ svaraði
skipstjórinn.
„Ég skal sjá um hann að öllu leyti,
sjáið þið bara!“
Kolskeggur horfði fram á víkina, það
var engu líkara en að hann skildi, að
skipið þarna úti væri komið til að sækja
þá. Drengurinn tók nú báðum höndum
um hálsinn á folanum. „Hann bjargaði
mér, skipstjóri. Ég get ekki skilið hann
eftir!“
VORIÐ
Skipstjórinn sneri sér að mönnunum
í bátnum. Svo kallaði hann: „Það er
ekki nokkur leið að koma hestinum um
borð.“ Svo hikaði hann andartak.
Hvernig ætlar þú að koma honum um
borð?“ Skipstjórinn benti á skipið.
„Hann getur synt,“ svaraði Alek.
Skipstjórinn talaði nú lengi við menn
sína og þegar hann sneri sér að drengn-
um aftur, var hann all-þungbrýnn og
röddin hörð. „Jæja, drengur minn!“,
sagði hann. „Pú skalt fá að ráða — en
þú verður að koma hestinum um borð
sjálfur!“
Hjartað barðist í brjósti drengsins
og hann starði á hestinn. „Komdu þá,
Kolskeggur!“ Alek sté nú eitt skref á-
fram, Kolskeggur hikaði, en fylgdi hon-
um svo eftir. Þannig fikraði drengurinn
sig áfram skref fyrir skref. Þegar þeir
voru alveg að nálgast mennina, reis sá
svarti enn upp á afturfæturna og titraði
allur.
„Farið þér bara upp í bátinn, skip-
stjóri!“ hrópaði Alek. „Þér skuluð vera
fram í, svo fer ég upp í síðastur, um
leið og þið eruð búnir að snúa skutn-
um að landi.“ Skipstjórinn skipaði
mönnunum að leggja frá og snúa bátn-
um. Svo biðu þeir svona á floti.
Alek sneri sér nú aftur að hestinum.
„Þetta er eina tækifærið sem við fáum,
Kolskeggur minn. Nú máttu ekki bregð-
ast mér!“ Hesturinn titraði. Að vísu
hafði hann sýnt það margsinnis, að hann
bar fullt traust til drengsins, en eðlis-
ávísun hans sagði honum að varast ó-
kunnu mennina. Þegar Alek var búinn
að lokka hestinn með sér alveg að flæð-
61