Vorið - 01.10.1974, Page 74
HÉR FER Á EFTIR LÍTIL JÓLASAGA, SEM EINN LES-
ANDI VORSINS SENDI BLAÐINU FYRIR 27 ÁRUM EÐA
ÁRIÐ 1947.
JÓLIN
Það var farið að líða að jólum. Syst-
kinin í Holti hlökkuðu mjög mikið til.
F*au höfðu hjálpað foreldrum sínum þá
um daginn og feðgarnir voru að koma frá
kindunum. Hans litli leit hvað eftir annað
upp í himininn.
— Ósköp er himininn fallegur núna.
hugsaði hann. En hvers vegna var hann
svona fallegur núna? ÞaÞð vissi hann
ekki.
Aðfangadagur jóla rann upp.
Það var frostlítið og dálítill snjór.
Börnin biðu óþreyjufull eftir að jólahelg-
in byrjaði. Loks var klukkan orðin sex.
Börnin gengu inn í stofuna. Hún var
fátækleg, en þó hreinleg. Lítið jólatré
stóð á litlu borði í einu horninu. Páll
bóndi kveikti á kertunum á jólatrénu.
Þau gengu kringum það og sungu sálm.
Þá var barið að dyrum.
Jóna litla fór til dyra.
Úti stóð maður, hann hélt á körfu á
handleggnum.
74
„Komdu sæl, stúlka litla,“ sagði hann.
„Færðu föður þínum þetta. Gleðileg jól!“
Að svo mæltu hvarf hann út í nátt-
myrkrið.
Jóna hljóp inn. „Lítið þið á,“ sagði hún
„Það kom maður og sagði mér að fá þér
þetta.“ Hún rétti föður sínum körfuna.
Karfan var nú opnuð. Efst kom kjóll
handa Önnu, hálsbindi handa Páli
bónda og myndabækur, bílar og sitthvað
smávegis handa börnunum.
Allri fjölskyldunni bar saman um, að
þetta hefðu verið skemmtilegustu jól,
sem þau hefðu lifað. En aldrei vissi neinn
hver með körfuna kom. En krakkarnir
sögðu, að það hlyti að hafa verið Jesús.
Brynhildur Lilja Bjarnadóttir
(11 ára).
VORIÐ