Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1998, Page 29

Heima er bezt - 01.06.1998, Page 29
Umsjón: Ingvar Björnsson 4 iSKDIFANDI HðKDUNGSINS Annar ársfjórðungur 1998 Landshluti: Vesturland Verðlaunaáskrifandi: Kristjana Sigríður Vagnsdóttir, Sveinseyri, 471 Þingeyri. Verðlaun: Faðir minn... 6 binda ritsafn. Að þessu sinni er viðmælandi minn Kristjana Sigríður Vagnsdóttir, að Sveinseyri við Dýrafjörð, fædd að Osi í Mosdal við ArnarQörð, 8. mars 1931. Kristjönu segist svo frá: „Foreldr- ar mínir voru hjónin Vagn Þorleifs- son bóndi, fæddur 23. ágúst 1899 í Hokinsdal við Arnarfjörð og Bjarney Sólveig Guðbjörnsdóttir frá Bæ í Bæjarnesi á Barðaströnd, fædd 22. september 1904. Foreldrar íoður míns voru hjónin Þorleifur Jónsson frá Steinanesi við Arnarljörð og kristín Egilsdóttir. Foreldrum mínum varð 12 barna auðið en auk þess átti faðir minn einn son frá fyrra kærleikssambandi, móðir drengsins andaðist er hann var aðeins þriggja nátta. Eiginmaður minn var Elías Mikael Vagn Þórarinsson, fæddur 2. maí 1926 að Hrauni í Keldudal við Dýra- Qörð. Foreldrar hans voru Sigríður Mika- elsdóttir, er fædd var að Móum í Keldudal og Þórarinn Vagnsson frá Fjarðarhorni á Barðaströnd. Elías var mikill hagyrðingur og skáld, þjóðhagasmiður, smíðaði marga súðbirta trébáta. Við eignuð- umst 8 börn, sem eru nú á aldursbil- inu 31-46 ára. Elstur er Páll Sveinbjörn, búsettur í Reykjavík, Skúli Arnbjörn, skipstjóri við Nýfundnaland, Gunnhildur Björk, búsett á Þingeyri, Þorgerður Herdís, búsett í Reykjavík, Kristín Auður, býr á Þingeyri, Sigþór Valdi- mar, skipstjóri við Nýfundnaland, Hrólfur Arnþór, netamaður, á leið til Nýfundnalands, Hrafngerður Ösp, búsett á Þórshöfn. Elías andaðist 6. júlí 1988. Á ferli sínum smíðaði hann ljölmarga báta og að Sveinseyri nýtti hann sér hlöðu- og pakkhúsplássið sem þar var til staðar. Stærsti báturinn sem hann hóf smíði á var 9,9 smálestir en við hana lauk hann ekki. Sök á því átti hin marg umtalaða fiskstýringarsteína yfirvalda, er kippti grundvelli undan þeim atvinnuvegi sem smíði minni fiskibáta hafði verið um dagana, allt frá fyrstu Islandsbyggð. Aðalstörf mín í gegnum ævina voru eftir röð þessi: Unglingsárin fóru í hefðbundin sveitastörf í föðurgarði, þá fór ég í vist, síðan komu húsmóður- og land- búnaðarstörf, og nú er þetta blandað kerfi, eins og sagt er, ég er húsmóðir, bóndi og fiskvinnslukona. Til gamanS langar mig til að rekja þetta ögn nánar. Að Ósi í Mosdal átti ég heima til 13 ára aldurs en þá fluttu foreldrar Heima er bezt 229

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.