Æskan - 01.11.1963, Blaðsíða 37
Að þessu sinni birtast hér í blaðinu tvær myndir frá
jólafundum í barnastúkunni SAKLEYSIÐ nr. 3 á Akur-
eyri. Þetta eru fyrstu jólafunda-myndirnar, sem mér hafa
k°rizt, og er mér því mikil ánægja að birta þær. Gæzlu-
'íiaður Sakleysis er hinn kunni áhugamaður, Jón Krist-
Insson, rakarameistari.
í bréfi, sem gæzlumaður sendi mér í fyrra vetur, drep-
lIr hann á viss atriði, sem ég vil gjarna að komi hér
^ram, öðrum til athugunar. Segir þar meðal annars:
>»Við skiptum félögum stúkunnar í flokka og starfa nú
Sex slíkir, sem keppa sín á milli. Starfstímabilinu er skipt
1 Gennt og lýkur því fyrra nú á næsta fundi. Keppnin
er tvenns konar: Fyrir fundarsókn í hverri deild og fyrir
Vdagafjölgun. í hverri deild eru milli tíu og tuttugu
íélagar, og bezta deildin í vetur hefur t. d. 100% mæt-
lngu. Að keppni lokinni fær svo hver flokksmaður sigur-
^okksins og allir þeir, sem komið hafa með nýja félaga,
smá verðlaun. Vinsælustu verðlaunin eru aðgöngumiði
í Borgarbíó, sem bíóið hefur gefið. Hver keppandi sigur-
flokksins er kallaður upp, til að taka við verðlaunum
sínum, og fær þá um leið smá einkunn. Hafi hann mætt
á öllum fundum keppnistímabilsins, fær hann nokkur
þakkarorð og þá jafnframt á það bent, hve mikilvægt
það sé að gera skyldu sína. Hafi hann aftur á móti vantað
á einn eða fleiri fundi, fær hann ofurlitla áminningu
þess efnis, að hans hlutur hafi ekki verið heill og liann
livattur til að gera betur framvegis.
Jólafundirnir okkar eru alltaf með dálítið sérstöku
sniði. Á meðfylgjandi myndum er hægt að sjá ljósakross-
inn, sem er tákn jólafundarins. í sambandi við tendrun
hans fer fram athöfn, sem tengd er jólunum og boðskap
þeirra.“
Við sendum barnastúkunni Sakleysið nr. 3 beztu þakkir
og framtíðaróskir.
Höldum öll um kærleikann
í verkum vorum vörð,
svo veröld þjóni
konunginum mesta.
Þá stígur Friður konungur eitt skref
fram og mælir:
FRlÐUR:
sem vekur ófrið, vekur öldu, sem
ekki verður stöðvuð án sársauka.
FrELSI:
sem glatar frelsinu, veit þá fyrst,
flve dýrmæta eign hann hefur átt.
^ÆRleikuR:
^á, sem engum sýnir kærleika, er
sr»auður, þótt liann eigi gimsteina
°g gull.
Nú dansa dísirnar hægan og hátíð-
legan dans um sviðið í kringum kon-
ungana, en á meðan er leikið á bak
við á flygel eða orgel: „Friðarins Guð
er hæsta hugsjón mín“ o. s. frv.
Að lokum staðnæmast þrjár og
þrjár hjá hverjum konungi fyrir sig
og mynda eins konar pýramída með
uppréttum höndum.
FRIÐARDÍSIRNAR mæla eða
syngja:
— Friður fyrir alla.
Friður um eyjuna hvítra mjalla.
FRELSISDÍSIRNAR:
— Frelsi fyrir alla.
Frelsi um eyjuna hvítra mjalla.
KÆRLEIKSDÍSIRNAR:
— Kærleik fyrir alla.
Kærleik um eyjuna hvítra mjalla.
Þá stígur Friður konungur enn eitt
fet fram, lyftir veldissprota sínum
og mælir hátt: FRIÐUR.
Þá stígur fram konungurinn Frelsi,
lyftir veldistákni sínu og niælir hátt:
FRELSI.
Síðastur stígur fram konungurinn
Kærleikur, lyftir veldistákni sínu og
rnælir: KÆRLEIKUR.
Marglit ljós eru látin leika um
sviðið, en bak við er sungið fyrsta er-
indið af „Faðir andanna". Þegar því
er lokið, fellur tjaldið.
Ef sýningin er kölluð fram aftur,
er rétt, að konungarnir mæli aftur
orðin: Friður, frelsi, kærleikur.
317