Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1968, Page 6

Æskan - 01.07.1968, Page 6
^yilji var lítill drengur, sem vissi, að hann var hugrakkur. Oft sat hann niðri á ströndinni, skammt frá heim- ili sínu, og dreymdi dagdrauma um öll hin dásamlegu afrek, sem hann gæti unnið. „Ef aðeins eitthvað gæti skeð,“ hugsaði Vilji, „svo ég gæti sýnt öllum, hve hugrakkur ég er.“ Ekkert skeði samt — ekkert, það er að segja þangað til daginn, sem lival- urinn kom. Gamli vitavörðurinn, hann herra Vakur, varð fyrstur til að sjá hvalinn. Rétt um það bil, sem sólin var að koma upp, trúði herra Vakur varla augum sinum. Hann nuddaði þau og horfði aftur niður í fjöruna. Jú, vissulega! Þarna var raunvertdegur hvalur. Elann hafði eiginlega strand- að þarna, því að hann var hállur uppi á sandi og hálfur úti í sjó. Hann virt- ist ungur og því ekki óskaplega stór, en lifandi hvalur var það samt. Herra Vakur hringdi strax til bæj- arins, og brátt vissu allir hvað um var að vera. Bæjarbúar hópuðust niður að ströndinni, til þess að horfa á hvalinn, en enginn vissi, hvað átti að gera — ekki einu sinni herra Oddur, sjálfur bæjarstjórinn. Allir voru eig- inlega hálf hræddir við hvalinn. Sjálfur var hvalurinn ennþá hrædd- ari en fólkið. Ótti hans stafaði af því, að hann sat fastur í sandinum og gat ekki synt í burtu. Einnig fór mjög illa um hann. Honum fannst höfuð sitt vera að skrælna af þurrki, og hann klæjaði undan sandinum. Og þegar hann sá allt fólkið þyrpast niður á ströndina, varð hann mjög órólegur. Hann reyndi að gefa frá sér hljóð til að fæla fólkið frá. Vegna hávaðans virtist hvalurinn mjög æðisgenginn, og bæjarbúar, sem voru allir í upp- námi, urðu sífellt spenntari. „Við verðum að gera eitthvað, og það strax!“ kölluðu allir, en engir komu sér saman um, hvað ætti að gera. Sumir vildu láta lögregluna skjóta hvalinn, en aðrir vildu að slökkviliðið næði í vatnsslöngurnar sínar og dældi vatni á ströndina, svo að hvalurinn gæti synt í burtu. Meira að segja fannst einum manni, að reynandi væri að veiða hvalinn í net og láta hann í dýragarðinn. Meðan á þessum látum gekk, fylgd- ist Vilji litli nákvæmlega með öllu, og hann ákvað, að þarna væri tæki- færi til að sanna dugnað sinn. Allt í einu kallaði hann: „Ég skal sjá um hvalinn!“ Og hann þaut af stað niður í fjöruna, áður en nokkur gat stöðvað hann. Eftir því sem Vilji nálgaðist hval- inn, hljóp hann hægar og hægar — og brátt gekk hann í rólegheitum og velti því fyrir sér, hvað hann ætti að gera, þegar hann væri kominn alveg að hvalnum. Honum fannst hann ekki vera sérlega hugrakkur lengin', og nú sá hann eftir að hafa farið fra fólkinu, þar sem hann hafði verið öruggur. En hann gat ekki verið þekktur fyrir að snúa aftur. Vilji datt alveg fast við andlitið á hvalnum. 218

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.