Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1968, Qupperneq 25

Æskan - 01.07.1968, Qupperneq 25
10 þúsund ungherjalýðveldi. ■J^Jorgunn í búðum ungherjanna liefst með löngu, óm- sterku kalli hornþeytarans. Búðirnar fyllast á auga- bragði af masandi börnum, og kyrrðin víkur fyrir glamri í þvottaskálum, hrópum og hlátrasköllum. Síðan halda öll börnin til pallsins í miðjum tjaldbúðunum og fylkja sér um hann. Þar er hornið þeytt öðru sinni og bumbur e>u barðar um leið og rauði fáninn er dreginn að húni. Þegar vorar taka skólabörnin að bíða þess júnídags með óþreyju, er blómum og fánum skrýddir langferða- bílarnir leggja af stað með þau til sumarbúðanna. Sérhvert skólabarn í Sovétríkjunum á aldrinum 9—14 ‘U'a getur gerzt ungherji — meginskilyrðið er, að barnið sjálft vilji ganga í félagsskapinn. Krakkarnir ákveða sjálfir, hvort félagi þeirra á skilið að fá að verða ung- öerji. Þeir eru tregir til að samþykkja inntöku krakka, Sem eru of montnir eða skrópa í skólanum og eru latir. *Jegar drengurinn (eða stúlkan) gengur í ungherjahreyf- 'Uguna, verður liann (eða hún) að strengja þess heit í v>ðurvist félaga sinna að vera duglegur í skólanum, ^lýðinn, heiðarlegur og hugrakkur og hjálpa þeim, Sem eru minni máttar. Nú eru 22 milljónir pilta og stúlkna í ungherjasam- Varðeldar og söngvar i kvöldhúminu Morgunninn í búðum ungherjanna hefst með löngu, ómsterku kalli hornþeytarans. tökunum í Sovétríkjunum. Ungherjarnir hafa yfir að ráða meira en 3 þúsund ungherjahöllum og húsum, 170 ferðamannastöðvum, 2 þúsund íþróttasvæðum og jneira en 5 þúsund barnabókasöfnum. Allt þetta nota þeir ókeypis. Á hverju ári opna verkalýðsfélögin meira en 10 þús- und ungherjabúðir í íallegu landslagi víðs vegar um Sovétríkin, á bökkum fljóta og stöðuvatna, í fjalladölum og við sjávarströndina. Og þegar börnin halda til búð- anna, greiða verkalýðsfélögin megnið af kostnaðinum. í tjaldbúðunum skipta ungherjarnir börnunum í flokka eftir aldri. Flokksforingi stýrir hverjum flokki og yfir- foringi öllum búðunum. Foringjarnir eru venjulega nem- endur við kennaraskóla, ungir verksmiðjustarfsmenn eða skrifstofumenn. Hverjar búðir hafa sína eigin íþrótta- þjálfara, lækna, leiðbeinendur í ýmsurn áhugamálahóp- um o. s. frv. Urn morguninn, þegar fáni búðanna hefur verið dreg- inn að húni, ræða ungherjarnir mál sín og leggja á ráðin um, hvernig deginum verði bezt varið. Börnin fara í leiki, leiðangra um umhverfið, göngu- ferðir og bátsferðir. Þau reisa bráðabirgðatjaldbúðir inni í skógi eða einhvers staðar á árbakkanum, skipta svo liði og keppast síðan um, hver flokkurinn er fyrstur að 237

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.