Æskan - 01.07.1968, Qupperneq 29
99P
Olympíuleikar
Sigurður Helgason:
Ibróttir
^jrikkl and er elzta menningarland
Evrópu á sviði íþrótta og lista.
'iagan greinir frá íþróttahátíðum, sem
Grikkir héldu löngu fyrir Krists burð.
Meira að segja er vitað um hátíðleg-
an kappleik, sem fram fór árið 1453
f. Kr., eða fyrir 3421 ári.
Grikkland hét í þá daga Hellas og
var skipt niður í smáríki og borgir.
Þessi smáríki, og einnig ýmsir ætt-
flokkar, héldu íþróttahátíðir í sam-
bandi við fórnir og tilbeiðslu til guð-
anna, en algengastar voru þær í sam-
f>andi við jarðarfarir til að skemmta
liinum ósýnilega anda hins látna.
Fyrstu Ólympíuleikar, sem sögur
fara af, voru haldnir í Grikklandi
árið 776 f. Kr. Nafnið er dregið af
nndurfögrum stað við ána Alfeus á
Fimm íslendingar tóku þátt í síðustu Ól-
ympíuleikunum, sem fram fóru í Japan ár-
iS 1964: Jón, Guðmundur, Valbjörn, Ingi
og Hrafnhildur.
999
Leikvangurinn í Mexíkó, þar sem næstu
Ólympíuleikar fara fram.
Peloponnesskaga, sem valinn var fyr-
ir leikana. Staðurinn var vígður guð-
inum Seifi, og liermir þjóðsagan, að
Herakles sonur hans hafi stofnsett
leikana og rnælt út leikvanginn með
skrefum sínurn.
Aðalhátíðasvæðið hét Altis og var
umgirt háum múrurn. Á því miðju
stóð musteri Seifs, mjög falleg súlna-
bygging úr gulli og fílabeini. Ýmsar
aðrar fallegar byggingar stóðu þarna,
en í norðvesturhorni hátíðasvæðisins
logaði hinn helgi Ólympíueldur. Inn
á þetta heilaga svæði fengu aðeins
keppendur og starfsmenn að koma.
Utan þess var sjálfur leikvangurinn
og margir æfingasalir.
Allir frjálsir karlmenn af hreinu
grísku blóði höfðu rétt til þátttöku.
241