Æskan - 01.07.1968, Side 33
til að styrkja liin ýnisu líffa’ri
líkamans og þá fyrst og fremst1
lijarta, lungu, vöðva og sinar.
Öll liffæri likamans þ’urfa að
fá súrefni og næringu til að
geta starfað eðlilega. Lungun
sjá um að afla súrefnis úr and-
rúmsloftinu. Hjartað dælir
blóðinu um líkamann og það
flytur súrefnið og næringuna.
Við aukið erfiði, i iþrótta-
keppni eða við vinnu, þurfa
vöðvarnir aukið súrefni og nær-
ingu. Það er því nauðsynlegt að
hafa stór lungu og stórt hjarta
til að vöðvarnir geti fengið
þessa aukningu, þegar þeir
þurfa hennar með. Lungu og
hjarta þjálfum við hezt með
þvi að fara i göngu- og skíða-
ferðir eða stunda sund, iijól-
reiðar, knattleiki eða lilaup. Þið
hafið ef til vill einhvern tima
gengið eða hjólað sömu vega-
lengd daglega nokkurn tíma.
í fyrstu fannst ykkur þctla erf-
itt, þið urðuð móð og þreytt i
fótunum. En svo varð þetta
sifellt léttara og léttara. Þetta
stafaði af þvi, að lungu ykkar
°g hjarta stækkuðu við áreynsl-
una og gátu ]>ar af leiðandi
flutt meira súrefni og næringu
til vöðvanna.
Með regluhundnum æfingum
verða vöðvar ykkar sifellt
stærri og sterkari. Við getum
])jálfað ])á á tvennan hátt. Á
mynd A sjáið þið dreng, sem
er að þjálfa liandlcggjavöðva
sína með því að bcygja og rétta
um olnhogann. Vöðvarnir eru á
sífelldri hreyfingu. Á inynd B
sjáið þið hins vegar dreng,
scm stendur kyrr og ýtir bæði
á dyrastafinn fyrir framan sig
og aftan. Allir vöðvar eru
spenntir, cn þeir hreyfast ekki.
Báðar æfingarnar eru góðar að
þvi leyti, að þær styrkja vöðv-
ana. En siðari æfingin er ]>ó
lakari, vegna ]>ess að vöðvarn-
ir eru spenntir í langan tima
í einu og þrengja að æðunum,
sem um þá liggja. Þeir fá því
ekki alit það blóðmagn, sem
þeir þurfa á að halda og þreyt-
ast því fljótlega.
Erfitt er að finna æfingu,
sem þjálfar alla vöðva líkam-
ans samtimis. Við verðum því
að gera margar æfingar, ]>egar
við þjálfum okkur.
Margar stúlkur haía skrifað íþróttasíðunni og spurt,
hvar hægt sé að læra fimleika. Fimleikar eru ekki nálægt
því eins mikið stundaðir hér á landi og á liinuin Norður-
löndunum. Þó eru mörg íþróttaféfög hér á landi, sem
kenna fimleika. Bezt er fyrir ykkur að sniia ykkur til
næsta íþróttafélags og fá þar upplýsingar. Skrifstofa
Iþróttasambands íslands, sími 30955, mun einnig áreiðan-
lega gefa ykkur góðar leiðbeiningar, ef þið leitið til
hennar.
Meðfylgjandi mynd sýnir fimleikastúlkur úr Glímu-
félaginu Ármanni í Reykjavík, en flokkar frá því félagi
hafa sýnt fimleika víða erlendis og lilotið mikið lof
fyrir.
ÞRÍÞRAUT F.R.Í. OG ÆSKUNNAR
£ MUNIÐ HIN glæsilegu verðlaun FLUGFÉLAGS ÍSLANDS OG
ÆFIÐ ykkur nú vel frarn að keppninni.
245