Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1968, Síða 35

Æskan - 01.07.1968, Síða 35
Garðy rkjuþankar Þegar vel viörar að sumrinu, þroskast fræ blómanna. Til dæmis eru sum blóm mjög lit- fögur eins og stjúpmæður. Get- ur maður valið fræ af falleg- ustu afbrigðunum og þurrkað og geymt til næsta vors eða sáð því undir gler í sólreit. Þegar krónublöðin eru fallin, vex fræið hraðar. Venjulega er það seinni hluta ágústmánaðar, sem líta má eftir fræi. Þegar fræbelgirnir eru orðnir dökkir, er fræið fullþroskað. Má þá liafa pappír undir og klípa ut- an um fræbelgina. Springa þeir þá og fræið hrynur niður á blaðið. Fræin, sem eru ljós eða glæ, eru ekki þroskuð og því ekki örugg til sáningar. Ef ekki er sáð að haustinu, verður að þurrka fræið, en ekki við eld. Síðan er það geymt á rakalaus- um stað til vors. Þá fáum við blóm með sömu litum og þau, sem fræið var tekið af. Þetta er ágætt ráð við lúpin- ur, til dæmis Russelslúpínur, sem eru mjög litfagrar og hafa fjölbreytilega liti. Af lúpínum eru bér nokkrar tegundir: Poliantlúpínur, sem mest er af bjá okkur, Alaskalúpínur, bláar að lit og harðgerar, Regnboga- lúpínur, sem eru smávaxnari. Fallegasta en veikgerðasta af- In'igðið er svo Russelslúpínan. Eitt afbrigði liefur verið rækt- að hér af einærum tegundum, sem er mjög litið varið í. Lúpínur mega helzt ekki fá að blómstra fyrsta árið, þær þurfa að fá að þroskast áður. Víðast livar á landinu vaxa villt ber, krækiber og bláber. Ef mögulegt er, ættu menn að hagnýta sér berin eftir föng- um. Berin eru hoR. í þeim er mikið af nærandi efnum, sem líkaminn á ekki auðvelt með að ná í annars staðar. Þau eru rik af A, B og C vítamínum. Krækiberjasaftin er miklu holl- ari en tilbúin saft, þó að hún sé auglýst með ýmsum fögrum orðum. Hana er hægt að geyma til vetrarins án þess að hún skemmist. Þeir, sem geyma skyr til vetrarins, ættu að fara að eins og gert var i gamla daga: fylla skyrið með kræki- berjum. Þessi náttúrugróður er ódýr en afar hollur, og er sjálf- sagt að nota liann eftir föngum. Bláberjamauk eða sulta er mjög ljúffeng og ættu menn ekki að taka útlenda sultu fram yfir. „Hollt er lieima hvat,“ segir i kvæðinu. Landið okkar á ærinn auð, öllum til að gefa. Það er óhætt að reiða sig á gæði þess og óhætt að treysta þeim. Að undanförnu hefur Sjón- varpið flutt kvikmyndaþætti úr skáldverki Charles Dickens, Davíð Copperfield, og hafa þættir þessir vakið mikla at- hygli og umtal. Margir lesend- ur ÆSKUNNAR hafa ósltað eft- ir upplýsingum um höfundinn og spurt, hvort bókin Davíð Copperfield hafi komið út á ís- lenzku. Barnablaðið ÆSKAN iiefur gefið út tvö af verkum Dickens: Oliver Twist og Davíð Copper- field, og fást báðar bækurnar enn hjá blaðinu. Fyrir áskrif- endur blaðsins kostar hvor bók um sig aðeins 105 krónur, og er hægt að fá þær sendar hvert á land sem er gegn greiðslu eða gegn póstkröfu. Charles Dickens fæddist í Portsmouth 7. febrúar 1812. Foreldrar lians fluttust til Lon- don, er hann var á bernsku- skeiði. Efnahagur þeirra varð síðar mjög bágur, og kynntist Dickens því miklu fátæktar- Charles basli á æskuárum sinum. En liann kynntist einnig merkileg- um bókmenntum, því að faðir lians átti dálítið safn úrvals- bóka, og í þeim las Dickens oft, þegar jafnaldrar lians voru að leikum.Þegar Dickens komst til íullorðinsára, gerðist hann l)laðamaður, en tók jafnframt að rita skáldsögur, er brátt vöktu fádæma atliygli og vin- sældir um gervallt Bretland og víða um lönd. Hafa skáldsögur lians verið þýddar á mörg tungumál. Dickens var skáld af Guðs náð. Skyggni lians á mannlegt lif var frábær, enda eru lýsingar hans bráðlifandi. Hann var meinfyndinn og bit- ur i senn, enda auðnaðist lion- um að skapa sögulietjur, sem seint munu gleymast. Dickens andaðist 9. júni 1870. Var lík hans, samkvæmt ósk ensku þjóðarinnar, flutt til West- minster Abbey í London, þar sem jarðneskar leifar ýmissa Jón afi. ; Fyrir áskrifendur ÆSKUNNAR kostar hvor bók um sig aSeins 105 krónur. * Davið Copparlield. CHARLES DICKENS. frægustu sona Bretlands eru geymdar. Sagan Davið Copperfield er talin vera ævisaga Dickens sjálfs, klædd í skáldlegan bún- ing. Margt í lienni styðst við raunverulega atburði úr lífi Dickens. skáldsins, og fyrirmyndir ým- issa söguhetjanna eruvel kunn- ar. Sagan er að vissu leyti merkilegri fyrir bragðið. Þar er lýst örðugri lifsbaráttu ungs manns, og er sagan víða álirifa- mikil og vel til þess fallin að vekja viðbjóð á liarðýðgi og ruddaskap, en jafnframt trú á sigur hins góða.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.