Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Síða 4

Æskan - 01.10.1968, Síða 4
konung skógarins - elginn, í þollilaupíð. — Arabar munu einnig senda sinn fótfráa og göfuffa hest til leikanna, en þeir halda því fram, að hann hafi verið skapaður úr sunnanblænum. Fuglum verður að skipa í sérflokk. Þá verður ábyggilega um geysispennandi keppni að ræða, einfaldlega vegna þess, að lærðustu fuglafræðingar og grúskarar geta engan veginn bent á hraðfleygasta fuglinn og þar er heimsmetið hvergi skráð, — eða í öllu falli ekki viðurkennt. Þó mun svalan mega teljast til valsins i flughraða. Talið er að indverslca turnsvalan nái allt að 300 km hraða á klst., en það eru um 100 metrar á sekúndu, með ræsingu, — þetta er næstum ótrúlegt. Ég lief séð á prenti, að örninn eigi viðurkenndan hraða um 200 km á klst. Franskur flugmaður hefur gert til- raunir með að ná flughraða nokkurra fuglategunda. Hann mældi hraða villigæs- anna 88 km á klst. og villianda 94 km. Eitt sinn elti hann hræfugl þar til hann náði 176 ltm hraða á klst, þá gafst fuglinn upp, steypti sér niður og beygði af. Sennilega kemur liann til greina í keppni. Þá skyldi engum sjást yfir konung fugl- anna — aibatrossinn. Hann er á annan metra á lengd og vængliafið er 4,5 metr- ar, sem er heimsmet! Hið hátignarlega flug hans hefur vakið aðdáun mannanna. Flug hans má teija hámark flugtækninnar. Ef verðlaun væru veitt fyrir svifflug, er hann viss með gullið. Albatrossinn hefur yfir- hurðahæfni í að notfæra sér loftstraumana, og getur flogið í ofsaveðri eins og logn væri — Dæmi eru til þess að hann hafi fylgt skipi eftir á opnu hafi um þriggja vikna skeið. Hann stakk sér endrum og eins, sem eldingu lysti niður að Iiaffletin- um, til að ná sér í fisk í gogginn til matar. I keppni í dýfingum koma til greina tvær fálkategundir, sem steypa sér með 300 km hraða. Þá mundi freigátufuglinn einnig sendur til leiks. Hafi hann náð sér í væn- an fisk, eru dæmi til um að hann sleppi honum tvisvar til þrisvar sinnurn og gripi liann aftur á fluginu, og er þá að hagræða lionum i gogginum. Ilann lilýtur að vera snar i snúningum. f fegurð og viðbraðsflýti slær kólibrí- fuglinn alla aðra út. Heimkynni hans eru miðhluti Suður-Ameríku. Hann er 4—5 cm á lengd. Hann flýgur eldhratt og vinnur eflaust á stuttuin vegalengdum. Svo getur hann líka flogið afturábak ef með þarf. Þá er það hástökkið. Þar verður um fjölbreytta keppni að ræða. Stærstu dýrin stökkva á borð við okkar frægustu stangar- stölikvara — og án stangar. Gíraffinn, 6 metra hár, verður að láta sér nægja að vera meðal áhorfenda og teygja álkuna. — Hann kemur ekki til greina. Margir menn hafa tillineigingu til að veðja á ljónið — konung dýranna. — í fræðiritum er það talið stökkva yfir þriggja metra háa girðingu með geit i kjaftinum, og mætti þá hæta cinum metra við það geitarlaust I Svipaða sögu má víst segja um tígrisdýrið. Það eru þessar tvær dýrateg- undir. Margar tilraunir hafa verið gerðar með Ijón og tígrisdýr í búrum og á leiksviði, en þar komast ]iau aðeins i rúma tvo metra — en auðvitað án tilhlaups. — Hins vegar lireinsaði svarti pardusinn og hlébarðinn sig af þrem melrum og það inni í stóru búri. Það er allt útlit fyrir að hlébarðinn gangi af liólmi með gullið, og til viðbótar hpfur hann mjög glæsilegan stökkstíl. En stöklcgeitin verður að öllum líkindum hættulegur keppinautur. Hún stekkur auð- veldlega þrjá metra. Evrópumenn munu binda vonir sínar við gemsuna. Hún klifrar í Alpafjöllunum allt að snjólinunni. Maður nokkur varð vitni að því að geinsa stökk eitt sinn yfir fjögurra metra háa girðingu og lenti á bakinu á stúlku, sem gætti naut- gripa hinum megin. Sami náungi mældi eitt sinn sjö metra langstökk gemsu, svo að liún Itemur einnig til greina í þeirri keppni. í liástökld munu Ástralíumenn hik- laust veðja á kengúruna sína. Ilún á lieima á liástökksbrautinni og stekkur áreynslu- laust fjóra metra — en ]iá notar hún lial- ann í svinginn, og er þá eftir að vita hvort Ólympíunefndin tekur stökkið gilt. En þa nær hún kannslci i einhvern pening í þol- lilaupi. í Englandi tóku menn eftir því, að laxar léku sér að því að stökkva foss, sem var 4,35 m hár og féll fram af þverhniptu bjargi. Þó var talið að laxinn stykki ekki alla hæðina, heldur synti liluta hennar. En hvað um það. Laxinn kemur vart til greina á þurrum vettvangi. í langstökki verður spennandi keppni milli kengúranna, ljóns- ins, antilópunnar og gasellunnar. Ljónið getur sannanlega stokkið allt að átta metrum, en stærstu kengúrurnar munu liafa vinninginn með allt að 10 m, og þar með slá þær út gamla heimsmetið lians .Jesse Owens, sem var 8,13 metrar. Menn telja að pala-antilópan slagi liátt upp í kengúruna, og verður þar liörð keppni. •— Ástralíumenn liafa fulla ástæðu til að vænta þess að kengúran þcirra hirði flest gullin. Hún er mjög líkleg að vinna i grindahlaupi og hindrunarhlaupi. Við mælingu á þristökki frosksins hefur liann stokkið samanlagt um fimm metra. Tvö síðustu stökkin eru drjúgum spöl Jengri en hið fyrsta. Froskurinn sem slikur verður þó sennilega að láta i minni pok- ann fyrir kengúrurottunni, sem stekkur mjög glæsilega, og liarða keppni fær liann lijá afrikönsku stökkmúsinni, sem er að- ein 10 til 12 sentimetra löng, en stekkur hátt í fimm metra. Ef farið væri út í að gefa smæstu dýrun- um aðgang að leikunum, mundi flóin óef- að setja ólympíumet bæði í hástökki og langstökki. Þó mundi engisprettan og fleiri stökkvandi skordýr gjarnan vilja mæta til leiks. í Itúluvarpi verður aðeins um innhyrðis keppni að ræða meðal apanna. Þeir hafa lialdgóða æfingu í því að kasta kókos- hnetum og fáir jafnast á við þá í hnit- miðuðu lengdarkasti. Þeir hitta ávallt í mark. Reyndar væri ekki útilokað að lama- dýrið heimtaði aðgang. Það getur með einkar sakleysislegu yfirbragði sent skjól- góða klessu í andlit áhorfenda á fimm metra færi. Hver veit nema dýrið heimt- aði aðgang að „kúluvarpi“. í lyftingum í smærri stærðum verður sig- urvegarinn skilyrðislaust litla hetjumúsin frá Kongó. Hún getur umyrðalaust borið um eitt liundrað og fimmtíu pund. Ef við leitum meðal smærri dýra, verða bjöllurn- ar — Bitlurnar -— nærtækastar. í þeim hópi er herkúlesbjallan — hún er flöt eins og lilað í bók. Þessi bjalla og aðrar tegundir geta staðið undir hlutum, sem eru allt að fjögur hundruð sinnum þyngri en eigin þyngd. — Þrátt fyrir þetta skulum við ekki líta framlijá býflugunni, sem lyftir tuttugu og átta sinnum eigin þyngd. 380

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.