Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 10

Æskan - 01.10.1968, Blaðsíða 10
Síðasta kveðja þeirra Emils og Þorkels, áður en lagt var af stað. Emil og Þorkell ásamt skyld- fólki á Reykjavíkurflugvelli. Til sögustaða á þotuöld iginlega byrjaði ævintýrið i fyrravetur. Þegar Æsk- an barst dkkur i hendur og innihélt meðal annars spurningasamkeppni blaðsins og Flugfélags íslands, varð uppi fótur og fit á heimilinu. Tvcir bræðranna ákváðu jægar að taka þátt í keppninni og var nú hafizt handa við svörin. Sum voru auðveld og iágu ljóst fyrir, en að öðrum varð að leita. Bræðurnir vissu að margir aðrir unglingar glímdu við sama verkefni um jætta leyti. Það var því kannski meira af áhuga fyrir að taka ])átt i drengilegri keppni og glöðum leik, og um leið að rifja upp ýmis atriði úr almennum fréttum, sögu og landafræði, heldur en að þeir gerðu sér von um að hreppa glæsilegu verðlaunin, sem heitið var: Fyrstu verðlaun voru fjögurra daga ferð til Noregs með binni glæsilegu ])otu Flugfélags Islands, Gull- faxa. En bréfin voru send og kannski ieyndist i I)Ugskoti bræðranna á Kiðafelli örlítill vonarneisti um að annarhvor þeirra yrði hinn heppni. Lífið hélt áfram sinn gang og veturinn leið. Það voraði og grænu grösin skutu kolli upp úr grassverðinum. Það leið að sauðburði. Litlu lömbin fæddust og gengu i fyrstu á óstyrkum fótum, en fóru brátt að hoppa og skoppa og leika sér og voru mikið yndi barnanna á bænum. Það var i mörgu að snúast i sambandi við sauðburðinn, en síðan tóku Við önnur störf. Þegar vorannirnar voru í algleym- ingi og verðiaunasamkeppni FUugfélagsins og Æskunnar næstum gleymd, hringir síminn einn góðan veðurdag. Það var spurt eftir Hjalta bónda og í símanum var Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Fiugfélags íslands. Hann til- kynnti Hjalta að piltur á bænum liefði orðið hlutskarpast- ur i verðlaunasamkeppni Æskunnar og F'lugfélagsins. Pilt- urinn l)éti Þorkell Hjaltason. Sveinn spurði hvort Þorkell væri reiðubúinn að takast ferðina á liendur. Hjalti iiélt að siikt tækifæri myndi pilturinn ckki iáta ganga sér úr greip- um. Sveinn sagðist myndi láta þau foreldra Þorkels vita nánar um ferðaiagið að stuttum tíma liðnum. Samtalinu siitið. Þarna hófst annar kafli ævintýrisins. Af yfir ])úsund ráðningum, sem Æskunni bárust i þessari samkeppni, voru 816 réttar. Síðan var dregið úr þessum 816 ráðningum, og það var stór bunki. En nú vikur sögunni að Kiðafelli. Hjalti kallaði á börnin og sagði þeim fréttirnar. Þorkell ætlaði varla að trúa sín- um eigin eyrum: að hann hefði hlotið hnossið! Eidri bróð- ir hans, sem einnig hafði sent rétta ráðningu, óskaði bróð- ur sínum til hamingju með heppnina. Og svo hófst undir- búningurinn. Þau fengu fljótlega að vita, að lagt yrði upp i ferðina til Noregs þriðjudaginn 9. júli. Allt var klappað og klárt og um hádegi var heimilisfólkið á Kiðafelli saman komið til að kveðja ferðalanginn þegar hann héldi úr hlaði. Hjalti ákvað að fylgja syni sínum sjálfur á flugvöllinn. Eftir að hafa kvatt mömmu sína, systkini og annað heim- ilisfólk, klifraði Þorkell upp í Landroverinn og síðan var ekið af stað til Reykjavikur. Þetta var sólbjartur dagur og fagur, og Þorkeli fannst að nú væri hann að fara í l'yrsta sinn þessa leið, sem hann hafði þó ekið með foreldrum sínum svo ótal ótal sinnum áður. Ferðahugurinn sagði til sín og hann hafði ekki borðað mikið áður en lagt var af stað. Ekki fann hann til svengdar og pabbi hans sagði, að sennilega fengju ]>eir eitthvað gott að borða eftir að komið væri um borð í Gullfaxa. Þeir óku rakleitt til afgreiðslubyggingar Flugfélags ís- iands á Iteykjavikurflugvclli. Þar bitti Þorkell ferðafélaga sina, þá Grím Engilberts, ritstjóra Æskunnar, Emil Þor- steinsson frá Hornafirði, sem bafði unnið ritgerðarsam- keppni á vegum Flugfélags íslands og barnablaðsins Vors- ins, og Svein Sæmundsson, blaðafulltrúa. Það kom í Ijós Emil og Þorkell borða gómsætan mat um borð í Gullfaxa. Æskan var skemmtilegt lestrarefni í 11 km hæð. 386

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.