Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1968, Síða 26

Æskan - 01.10.1968, Síða 26
I— yTargir eru þeir lesendur Æskunnar, sem átt hafa sín fyrstu spor á menntabrautinni í hinum gamla og virðulega skóla, Miðbæjarskólanum í Reykjavík. Það er því ekki úr vegi að minnast í fá- um orðum á 70 ára afmæli hans, en það mun vera nú í haust. Ef við hyrfum einn mannsaldur aftur í tímann, eða til ársins 1898, þá mundi okkur ekki finnast Reykjavík stór borg. Barnafjöldinn var Jrá aðeins 270 og skólaskylda engin. En á Jreim tíma, eins og nú, vildu foreldrar koma börnum sínum til nokk- urs Jrroska og mennta, og Jrrátt fyrir fátækt bæjar- félagsins var ráði/.t í Jrað að byggja stórhýsi við Tjörnina til barnaskólahalds. Meðal annars vegna þess, að Jrá voru miklir jarðskjálftar nýafstaðnir, var hús Jretta byggt úr timbri. Segja má að Miðbæjarskólinn hafi verið byggður af mikilli framsýni, Jrví að enn í dag standast skóla- stofur lians kröfur tímans um lofthæð og birtu. Honum var líka valinn fagur staður í hjarta bæjar- ins við Reykjavíkurtjörn, þar sem fuglalífið blasir við úr gluggum skólans vetur og sumar. Það var hinn 19. október árið 1898 að skólahúsið var vígt. Þá var, eins og áður er sagt, engin almenn skólaskylda á landi voru, og lítil reynsla fyrir hendi um rekstur svo stórs barnaskóla sem Miðbæjarskól- inn var. Fyrsti skólastjórinn var Morten Hansen, guðfræðikandidat að menntun. Reyndist hann hinn bezti stjórnandi og skólamaður. í byrjun starfsins i skólanum var margt frumstætt á mælikvarða okkar í dag: Engin miðstöðvarhitun og ekkert rafmagn, til dæmis. Enginn var þá skólalæknir, tannlæknir eða hjúkrunarkona til þess að fylgjast með heilsu- fari barnanna. — Skólastjórinn var eini fastráðm starfsmaðurinn. Um 18 stundakennarar voru fengn- ir til þess að kenna hinar ýmsu námsgreinar og var kaup Jreirra 50 aurar fyrir hverja kennslustund. Vorpróf voru Jrá öll munnleg og Jrað er fyrst árið 1924 sem getið er um skrifleg próf í nokkrum grein- um. Reykjavík stækkaði ört á þessum árum og 1907 er lögleidd almenn skólaskylda og ný íræðslulög sett. Árið eftir, eða 1908 er suðurálma skólans tekin í notkun. Var Jrá talið, að hægt væri að kenna 1000 börnum í skólanum og var það hald skólanefndar, að nú væri vel séð íyrir skólahúsnæði bæjarins uffl næstu framtíð, því að Jrá voru skólaskyld börn að- eins 478 að tölu. Það leið Jró ekki langur tími þar til hvert sæti var skipað í skólanum og að 6 árum liðnum er barnafjöldinn kominn ylir 1000. Gripið var til Jress ráðs að fækka kennslustundum, en rúm- leysið óx og eru dæmi um Jrað frá Jressum árum, að börnum var vísað frá vegna þrengsla. Árið 1916 var fyrst rætt um byggingu Austui'- 402

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.