Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 3

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 3
 T> ærinn Betlehem stendur á lágu fjalli, en undirhlíðar fjallsins eru klæddar görðum og olíutrjám. í þess- um bæ fæddist Jesú í helli einum og var lagður í jötu, en hellar voru oft á þeim tímum notaðir til fjárgeymslu. Þegar hinn kristni keisari Konstant- in tók sér fyrir hendur árið 330 að láta reisa minningarkirkju á fæðingarstað Jesús lifði sú helgisögn, að fæðingar- staðurinn hefði verið í einum ákveðn- um helli, og var kirkjan reist þar. Síðan hefur Betlehem nokkrum sinnum verið eydd í styrjöldum. En hvað sem á hefur gengið hefur fæðing- arkirkjunni jafnan verið þyrmt. Hún stendur því þarna enn og er ein elzta kirkja í heimi. Ekki er hún þó i sinni upprunalegu mynd, heldur hafa við- byggingar stöðugt verið að bætast við hana. Hefur útlit hennar því ger- breytzt, í staðinn fyrir litla kirkju er komin ólöguleg og óskipuleg hvirfing húsa, þar sem hverri viðbótinni hefur verið klastrað utan á aðra. Fæðingarkirkjan er nú sameiginleg eign grísk-, armensk- og rómversk- kaþólsku kirknanna. Að innanverðu einkennist fæðing- arkirkjan af einfaldri fegurð. Hún er krogslaga og langkirkjan er sett saman af þremur skipum. Miðskipið markast af tveimur korintskum súlnaröðum og má sjá á súlunum leifar miðaldamál- verka. Kirkjuhiminninn er skreyttur mósaik-myndum frá því á tólftu öld. Þar er meðal annars mynd af postul- unum tólf og er það óvenjulegt við myndina að þeir bera ekki geislabaug um höfuð. Háaltarið er hin fegursta smíð, skrýtt margvíslegum djásnum. Tveir lágir tröppugangar liggja sitt hvorum megin við altarið, niður í hellinn, sem er beint undir altarinu. Þar er sagt að Jesúbarnið hafi komið i heiminn. Hellirinn er einfaldur og frumstæður en í honum miðjum hefur verið reist lítið altari. Við altarið hefur hellirinn verið klæddur marmara og í miðja marmaraklæðninguna hefur verið grópuð fjórtán arma silfurstjarna og er henni ætlað að marka fæðingarstað- inn. Á hana eru skráð þessi orð: Hér er Jesús Kristur fæddur af Maríu mey. Yfir stjörnunni hanga skrautleg ljós og reykelsishylki, sem hinýmsukirkju- félög nota við helgiathafnir sínar. Hingað að þessu altari stefna hinir mörgu pílagrímar að fæðingarstað Jesús, hér krjúpa þeir og biðja hljóða bæn. Ekki langt frá þessum helga stað má enn sjá sauðahjarðir á beit og hjarð- mennina sem vaka yfir þeim með hirð- ingjastafinn alveg eins og hirðingjarn- ir sem stóðu þar yfir fé sínu fyrir 1968 árum og sáu furðusýnina miklu á himninum og engilinn sem birtist þeim og sagði: Ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yð- ur er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. ★ ☆ ★ ☆ ★ ☆ ★ ☆ ★☆★☆★☆★^’* 431
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.