Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 20

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 20
Nýja framhaldssagan okkar heitir TARZAN apabróðir. Fylgizt meö frá upphafi. tsrzan npabróðir Jlf rikuf ííriii. Á síðari hluta 19. aldar áttu stórþjóðir Evrópu ný- lendur víðs vegar um heim, en flestar þeirra voru þó í Afríku. — Englendingar, Hollendingar, Þjóðverjar og Frakkar áttu liverjir um sig margar nýlendur og höfðu jafnan landstjóra og oft allfjölmennt starfslið í þeim. Ekki er því að leyna, að stundum urðu árekstrar milli þessara nýlendna úti þar, en venjulegast voru þó málin jöfnuð eftir „diplomatiskúm" leiðum heima i Evrópu milli stórþjóðanna. — Stundum varð þó að senda sérstaka menn lil þess að kippa þessum deilumálum í lag og því var það árið 1888, að Englendingar sendu ungan lávarð, John Clayton að nafni, til vesturstrandar Afríku. Átti hann að dvelja þar alllengi, ef til vill svo árum skipti. Tók hann því með sér dálitla búslóð, þar á meðal nokk- uð af bókum sínum. Að sjálfsögðu var kona hans, Alice, með x förinni, en þau voru þá nýlega gift. John Clayton lávarður af Greystoke var mjög hár maður vexti, fríður maður og karlmannlegur og frjálsmannlegur í frarn- komu. Hann var greindur maður í bezta lagi og fljótur að taka ákvarðanir. — Lávarðurinn ungi var dálítið hikandi við að fara í þessa sendiför inn í hina svörtu og lítt þekktu Afriku, ekki þó svo mjög sjálfs sín vegna, því að hann var ekkert á móti því að lenda í ævintýrum. Hins vegar stóð þannig á að kona hans átti von á fyrsta barni sínu eftir nokkra mánuði og ef hún hefði ekki sjálf verið fýsandi þessarar farar, hefði hann afþakkað og hætt við hana og þessi saga aldrei orðið til. — Þau hjón bjuggu sig út, sem bezt þau gátu, með dvöl í hilabelti Afríku fyrir augum og einn fagran vormorgun stóðu þau svo á þilfari skips, sem var að láta úr höfn í Englandi. — Venz.la- fólkið veifaði til þeirra í kveðjuskyni og óskaði þeim —"■—"—■■—■■—■■—■■—■■—>■—■>—■•—>■—■■—■•—■■—*■—■■—■*—■■—■"—■■—■ góðiar ferðar. Enginn vissi þá, hvaða örlögum þessi hjón voru að sigla á móti. Skipið fjarlægðist England og fjór- um vikum seinna stigu þau hjón á land í Freetown, en þar leigðu þau sér lítið seglskip, Fuwalda, sem, flytja átti þau á leiðarenda. — Þetta var ekki stórt skip, rúmlega 100 smálestir, og skipshöfn þess, bæði hásetar og yfirmenn, voru ekki af beztu tegund sjómanna. Skipstjórinn var illa liðinn af undirmönnum sínum og stjórnaði hann skipi sínu með skammbyssu í belti sér, og járnfleini í hendi. Fljótlega urðu árekstrar um borð. Varð John Clay- ton eitt sinn til þess að bjarga einum hásetanna frá misþyrmingum af hendi skipstjóra. Þessi háseti varaði John við, nokkrum dögum síðar. „Haldið yður sem mest í klefa yðar,“ sagði liann. „Hér getur allt mögulegt kom- ið fyrir, sem betra er fyrir yður að komast hjá.“ Eftir nokkra daga lieyrðu þau hjón úr klefa sínum, að skotið var af byssum og að orusta var hafin uppi á þilfari. Þessari uppreisn lauk þannig, að allir yfirmennirnir féllu, en hásetarnir tóku við stjórn skipsins. Til allrar hamingju fyrir hjónin var það hásetinn, sem Clayton hafði bjargað úr klóm skipstjóra, sem var foringi uppreisnarmannanna, og liélt hann hlífiskildi yfir þeim. Að nokkrum dögum liðnum kom liann til þeirra, lil þess að láta þau vita, að þau mundu verða sett í land fljótlega, eða næst, þar sem sæist til lands. Ekki vissu þau Jolm og Alice livar skipið var statt, þótt séð væri af hæð sólar, að ekki var langt til miðjarðarlínu. Snemma næsta morgun var skógi vaxin Afríka fram- undan. — Lítil vík skarst þarna inn í landið og virtist þar vera þægileg landtaka. Greystokehjónin fengu skip- un um að taka saman dót sitt, því að nú yrðu þau sett á lancl. Clayton reyndi að malda í móinn og óskaði eftir að verða fluttur nær mannabyggðum, en á ]rað var ekki hlustað, enda kom það upp úr kafinu, að Mikael, háset- inn sem John hafði hjálpað í viðureign hans við skip- ——— -------------------------—+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.