Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Síða 54

Æskan - 01.11.1968, Síða 54
Ég hafði aðeins verið í vökinni tæpar tíu mínútur. En í'rostið var 25 gráður og hver mínúta var sem heil eilífð. Ég var að því kominn að örmagnast og gat varla haldið mér uppi. Ef hjálpin bærist ekki skjótt, mundu handleggir mínir missa allan mátt, og straumurinn bera mig undir ísinn. Ég var að gefa upp alla von, er ég heyrði til vinar míns. Jafnskjótt og hann tók eftir mér þar sem ég lá í vökinni augliti til auglitis við hjörninn, varð hann svo æstur, að hann stökk af sleðanum og öskraði hátt um leið og hann þaut í áttina til mín. Ég vissi, að mér var borgið. Eítir eina til tvær mínútur yrði mér bjargað upp úr vökinni. En nú var einmitt tími lil þess að hugsa um gefið loforð. Ég safnaði síðustu kröftunum og hrópaði til vinar míns: „Skjóttu ekki björninn — skjóttu ekki björninn.“ Tennurnar glömruðu svo i munni mér, að ég varð að endurtaka orðin aftur og aftur, áður en hann skildi mig. Loks laukst það upp fyrir lionum og hann kallaði til mín: „Nei, auðvitað — ég ætla að hjálpa þér fyrst.“ Hann sleppti öllum hundunum lausum, sem stukku þegar í stað til vakar- innar, þar sem björninn var. Hann greip langt reipi, sem hann liafði meðferðis og kastaði því til mín. Ég greip reipið, sneri mér við, lét hnakkann nema við ísskörina og hafði því báðar hendur frjálsar. Þannig batt ég reipið utan um mittið á mér, svo að hann gæti dregið mig upp. Það síðasta, sem ég sá til bjarnarins, var að hann reyndi að stökkva upp á ísinn, en hundarnir vörnuðu honum þess, svo að hann rann aftur niður í vökina. Ég var varla kominn upp á ísinn, er kuldinn iieltók mig svo, að mér lá við að missa meðvitund þegar í stað. Ég reyndi að segja eitthvað, en það var sem orðin stirðnuðu á vörum mér og enduðu aðeins með lágu hvísli: „Skjóttu ekki .... skjóttu ekki . . . . “ og síðan varð allt svart og dimmt í kringum mig. Þegar ég kom til sjálfs mín, lágu fötin mín gaddfreðin við hlið mér á ísnum, en ég lá í hlýjum svefnpoka. Qolutanguaq stóð brosandi fyrir framan mig og hélt á rjúkandi tebolla í hendinni. Síðan rétti hann bollann að vörum mér. En nú komst ekkert fyrir í huga mínum nema björninn. „En björninn — hvar er björninn?" Eskimóinn hló hjartanlega. Hann gladdist yfir því, að sá, sem fyrstur rekur spor bjarnarins og kemst að honum, verður ekki alltaf banamaður hans. „Hafði ekki áhyggjur af birninum," svaraði hann stríðnislega, „ég hef þegar flegið hann.“ (Þýtt og endursagt úr „Historier fra Grönland). Þ. S. G. Barnahjal.CS Tóta litla var óhuggandi lit af dauða kanarifuglsins síns, og til ]>ess að reyna að hugga hana l)juggu foreldrar hennar fugl- inum hátíðlega útför. Hann var iagður i vindlakassa og jarð- aður í garðinum. Þegar athöfn- inni var iokið, hvíslaði Tóta iitla að pabba sínum: „Heldurðu að litii fuglinn minn fari íil himnaríkis?“ „Það tel ég víst,“ svaraði liann. „Af liverju spyrðu?" „Mér datt bara i hug,“ sagði sú litla, „að sankti Pétur yrði kannski vondur þegar hann sér að ]>að eru ekki vindlar i kass- anum.“ Heilræði. Frestaðu því aldrei til morg- uns, sem þú getur gert í dag. Kvabbaðu aidrei á öðrum með að gera það, sem þú getur gert sjálfur. Vertu aldrei hrokafullur. Það getur hefnt sín. Teldu þér aldrei trú um, að þú hafir borðað of lítið. Ekk- ert, sem maður vinnur fúslega er þreytandi — og þar af leið- andi er það ekki leiðinlegt. Teldu upp að 10, ef þér renn- ur í skap, en upp að 100, ef þú reiðist. Svaraðu þá aldrei taf- arlaust. Vendu þig á að líta á allt með velvild. Það verður bæði þér og hinum aðilanum til góðs. +------------------------------------------+ 482
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.