Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 11

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 11
EINAR BJORGVIN: cJ'ó l&óvein&þáttur. T itli jólasveinninn og stóri jóla- sveinninn eiga heima á stjörnu einni sem er langt í burtu héðan. Stjarna sú heitir Plíó. Það er lítil stjarna, enda ekki nema einn kóngur þar. Það er góður kóngur, og allir þegn- ar hans eru góðir þegnar. Þess vegna þarf kóngurinn aldrei að vera reiður við þegna sína og þegnarnir aldrei að vera reiðir við kónginn sinn. Og þar hjálpa allir öllum og þess vegna eru allir glaðir og ánægðir. En svo var það eitt sinn snemma morguns skömmu fyrir síðustu jól, þegar konungurinn var nýkominn á fætur, seztur í hásæti sitt og byrjaður að lesa brandarana í morgunblöðun- um, að tveir ungir þegnar hans gengu í salinn, hneigðu sig og mæltu því næst báðir í senn: „Góðan daginn, kóngur minn, við þurfum að tala við þig um alvarlegt málefni." „Góðan daginn piltar góðir — og hvaða málefni er það?“ svaraði og spurði kóngur. „Þannig er mál með vexti, kóngur minn, að nú eru litli jólasveinninn og stóri jólasveinninn búnir að vera jólasveinar í samfleytt tuttugu ár. Fyndist okkur því rétt, að um þessi jól væru einhverjir aðrir jólasveinar, en ekki litli jólasveinninn og stóri jólasveinninn alltaf,“ sögðu ungu þegnarnir báðir í senn. Kóngur tók ofan kórónu sína, klór- aði sér í skallanum og varð mjög hugs- andi. Þetta var satt að segja vandræða- mál. Eftir að hafa íhugað það mjög nákvæmlega skamma stund, komst hann á þá skoðun að þessir ungu þegnar hans höfðu rétt fyrir sér. Það var jú ekki sanngjarnt að litli jóla- sveinninn og stóri jólasveinninn væru alltaf jólasveinar. En kóngurinn vissi að þeir voru mjög vinsælir jólasveinar, og því alls ekki víst að þegnarnir yrðu yfirleitt ánægðir með að fá aðra jólasveina. Þess vegna lá það ljóst fyrir að hann 439 Palli var nábúi minn og ári eldri. Við vorum mjög samrýmd. Hann var skemmtilegur félagi, fann upp á ýmsu, söngvinn og músíkalskur, enda frændi og nafni Páls Isólfssonar. Við Páll lögðum undir okkur hænsnakofann lieima. Þar æfðum við söng. Eitt sinn var Páll að semja fallegt lag við gamla Nóa, þegar lianaskömmin, svarti Donald, stökk upp á prik og galaði beint framan í Palla. Þá reiddist Palli, þreif í dónann og fleygði honum út. En mamma komst að þessu, og eftir það bannaði hún okkur að æfa söng í hænsnakofanum. Við Palli vorum staðráðin í því að sjá, þegar huldufólkið flytti sig á gamlárskvöld. Við áttum erindi við það. Palla bráðvantaði tvíblaða vasahníf, og mig hugaði svo lifandi skelfing í blúndubuxur! Magga systir hafði fengið blúndubuxur í jólagjöf. Og huldufólkið hafði reynzt mér svo vel, að það hlaut að hjálpa mér um þetta lítilræði. Við Palli læddumst út á gamlárskvöld og settumst við sprunguna á Stóra- kletti. Hér hlutu höfðingjarnir að búa. Þetta var svo stór og fallegur klettur. Við héldumst í hendur, vorum víst hálfsmeyk. „Ég tala fyrst. Ég er karlmaður!" sagði Palli án þess að titra nokkuð. „Auðvitað!" svaraði ég og dáðist að karlmennskunni í Palla. En í þessu kom pabbi Palla og var heldur þungur á brúnina. Fólk var þá farið að leita að okkur. Það kallaði okkur flón! En daginn eftir fann nábúi okkar tvíblaða vasahníf, einmitt þar sem við Palli liöfðum setið kvöldið áður.’ Palli fullyrti að hann og enginn annar ætti hnífinn, huldufólkið hefði gefið sér hann — og hann fékk hann. En ég fékk aldrei neinar blúndubuxur. O, jæja! Ég varð víst að hugga mig við það, áð huldufólkið hafði einu sinni gefið mér skyrtu. Var hægt að heimta meira?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.