Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Síða 19

Æskan - 01.11.1968, Síða 19
 Búðarglugginn var mjög fagurlega skreyttur. Hann var alveg fullur af kertum . . . kertum af öllum mögu- legum stærðum og litum; mjóum kertum, hvítum kertum, tif að setja í kertastjaka, stuttum, digrum og skrítnum kertum, sem voru í laginu eins og hjörtu, jólasveinar og afls konar kynjagripir. Þar voru líka pappakassar með smákertum, sem lágu hvert við annars hlið. Fyrir utan gluggann stóð fólkið og skoðaði kert- in, sumir fóru inn í búðina og keyptu kerti, en þeir fengu ekki þau kerti, sem voru í glugganum, því að þau voru þar bara tii sýnis. Um nóttina fóru kertin að tala saman. „Við erum fallegustu kertin í allri búðinni,“ sögðu nokkur hárauð kerti. „Þegar veizlur eru haldnar, erum við látin standa á borðinu. Okkur hefur verið sagt, að í fínum veizlum séurn við notuð eingöngu en ekki raf- magnsljósin." „Svei því öllu,“ sagði eitt kertið ■hlæjandi, en það var eins og jóla- sveinn í laginu. „Þegar fólk ætlar að skemmta sér reglulega vel, notar það okkur. Okkar ætt er gríðarlega stór, og í lienni eru til kerti fyrir hvaða veizlu sem vera skal. í vor var notað heilmikið af okkur, það er að segja, þeim okkar, sem eru í laginu eins og egg; það var á páskunum.“ „Það kærir sig sjálfsagt enginn um okkur,“ hvíslaði lítið kerti, sem lá í kassa við hlið sjö annarra lítilla kerta. „Við erum svo lítil og leiðin- ieg.“ „Já, og þess vegna eigið þið að þegja,“ sagði guh og digurt kerti. „Mín ætt er miklu virðulegri. Við erum stutt og digur, en það getur log- að ákaflega lengi á okkur. Þegar veizl- ur eru haldnar, kveikir fólk á okkur, og kveikir svo í sígarettunum sínum við ljósið á okkur, því við endumst alla nóttina. Við erum kerti, sem tal- andi er um! Við erurn bæði til skrauts og gagns.“ „Bara við gætum sagt það sama,“ sögðu litlu, hvítu kertin átta og and- vörpuðu, og rauðu systkinin þeirra, sem lágu í öðrum kassa, hugsuðu á sömu leið. „Ég skil ekkert í því, hvers vegna fólk býr okkur til,“ sagði eitt þeiiTa, „okkur, sem erum svo lítil og leiðin- leg.“ „Eigum við ekki að velja okkur kóng og drottningu?“ spurði eitt af hárauðu kertunum. „Ég er viss um, að ég væri góður kóngur, því að ég er rauður eins og kápan kóngsins, og svo mundi ég kjósa mér hvíta kertið fyrir drottningu." En lrin kertin voru ekki á sama máli. Þau fóru að tala öll í einu, svo að af því varð mikill hávaði og ókyrrð. „Viljið þið ekki þegja?“ heyrðist allt í einu sagt með djúpri röddu uppi yfir þeim, og þeim brá svo við, að þau steinþögnuðu. Þau höfðu öll gleymt einu kertinu, en það var það, sem nú lét að sér kveða. Innst í glugganum stóð gríðarlega hátt og digurt hvítt kerti — það var altariskerti, sem átti að standa í kirkju og loga þar tímunum saman. „Ég hef hlustað á allt, sem þið haf- ið sagt, og þið eruð mestu heimskingj- ar og hrokagikkir, flest ykkar,“ sagði altariskertið. „Ekkert ykkar er öðru betra. Ykkur er ætlað sitt starfið hverju ... og skemmtilegasta starfið, það starf, sem mesta gleði vekur, er ykkur ætlað, litlu hvítu og rauðu kerti í kassanum." „Áttu við okkur?“ spurðu litlu kertin undrandi. „Hvað getum við gert til gagns? Við, sem erum svo lítil og mjó.“ „Hlustið þið nú á,“ sagði altaris- kertið. „Eitthvert kvöldið verður reist tré, fallegasta tré, sem hægt er að hugsa sér. Það verður alskreytt fán- um, sveigum, lrjörtum, kramarhúsum og stjörnum, og börnin taka hvert í höndina á öðru og dansa í kringum það, og syngja um grænar greinar þess, þar sem Ijósin tindra eins og stjörnur á himninum, og það eruð þið, sem þau syngja um.“ „Er það mögulegt, að börnin syngi um okkur?“ hvísluðu kertin undr- andi. „Já, þau gera það,“ svaraði altaris- kertið, „og þið sitjið á greinum fal- lega trésins, og ljómið skærar en nokk- ur önnur ljós, þegar þið endurspegl- izt í glöðum augum barnanna, því þið eruð jólakerti." 447
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.