Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1968, Page 59

Æskan - 01.11.1968, Page 59
Ef þú átt að gasta ungbarns að kvöldi, meðan foreldrarnir eru að heiman, og þú er sem sagt ein og berð alla ábyrgðina, væri rétt að muna eftirfarandi: 1. Að þú verður að kunna rétt tök við að taka þarnið upp úr rúmi sínu, og skipta bleyju á því. 2. Að ef þarnið vaknar og hefur svitnað, verður þú að geta skipt á því, svo að því verði ekki kalt af því að liggja I blautum fötunum. 3. Að þú þarft að kunna að hita pelann mátulega. Ef barnið sefur eða er rólegt, þá getur þú lesið eða gert eitthvað í höndunum, ef þú situr þar, sem þú getur fylgzt með barn- inu. Ef barnið er blautt af svita eða hefur bleytt sig svo mikið, að nauðsyn er að skipta á þvf öllu, þá munið að þerra það vel áður en sett er púður eða krem, og muna það, að aldrei má setja krem á þá staði, sem þið hafið púðrað. Þannig áttu að halda barninu, þegar þú gefur þvf pelann, og mundu að gefa þér góðan tíma, þá verður þarnið rólegt og eins þegar það hefur lokið við að drekka að lyfta því upp á eftir, svo það losni við það loft, sem það saug til sín um leið og það drakk úr pelanum. FIMM ÆYINTÝII Hér birtast fimm ævintýri í einni bók eftir Jóhönnu Brynjólfsdóttur. Höfundurinn hefur áður skrifað mörg fögur ævintýri fyrir börn og unglinga, sem hafa á undan- förnum árum birzt í blöðum og mörg þeirra verið flutt í barnatíma Ríkisútvarps- ins. — Hin fimm ævintýri, sem hér birtast, heita: Svanurinn, Hamingjublómið, Snæljósið, Vinirnir og Biómaríkið. Auk ritstarfa hefur Jóhanna Brynjólfsdóttir teiknað og málað mörg fögur lista- verk og haldið sýningar á verkum sínum. Hún stundaði myndlistarnám í Reykjavík, nám við listaháskóla í Kanada, og síðan við Ríkisháskólann í Norður-Dakota. Fimmtán teikningar Jóhönnu prýða þessa nýju bók hennar. Kynnist þessum nýja ævintýrahöfundi og gefið börnunum eintak af „Fimm ævintýrum". í lausasölu kr. 53.75. Til áskrifenda ÆSKUNNAR kostar bókin aSeins kr. 37.00. 487

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.