Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 29

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 29
t Dægradvöl. Til J)ess að geta iðkað þessa þraut verðum við að eignast fjórar smákúlur og loklausa pappaöskju, sem má helzt ekki vera minni en tíu sentimetrar á hvern veg. Innan á hliðar öskjunnar eru iimdar fjórar milligerðir, og má bilið á milli endanna á þeim ekki vera minna en tveir sentimetrar. Nú lætur maður allar kúlurnar i eitt hornið á pappaöskjunni og reynir síðan, með því að snúa öskjunni, að koma sinni kúlunni í hvert horn. Þetta er alls ekki eins auðvelt og þið haldið, — en nú skuluð þið reyna sjálf. Hann tók ]oris úr búrinu og fór upp á hæsta tind dranganna. „Ef ég dett munt þú líka, detta,“ rumdi illyrmislega í honum. „Þú verður að standa uppi á þessum kletti,“ sagði Joris. Risinn hlýddi því. „Sérðu hvítu smáblómin þarna milli tveggja steina? Þarna er það.“ Risinn beygði sig og var farinn að teygja sig í áttina, en náði ekki alveg nógu langt. „Notaðu heldur hina höndina," sagði Joris. „Með hendinni sem ég sit á geturðu teygt þig svo langt, að ég gæti teygt mig eftir því úr hendi þinni.“ Risinn fór að ráði hans. „Gott, gott,“ kallaði Joris, „svolítið lengra, ofurlítið enn, já, þetta er gott.“ „Er þetta nóg?“ stundi risinn sem nú hékk hér um bil beint yfir hyl- dýpinu. „Já,“ hrópaði Joris um leið og hann beit af öllu afli í þumalfingur risans. „Æ, æ!“ öskraði risinn og missti takið á piltinum í ofboðinu sem greip hann, svo Joris féll ofan í kjarrið undir hann. Sjálfur missti hann svo jafn- vægið og steyptist ofan í liyldýpið fyrir neðan. Og það var nú mikið bomsara boms og þar drukknaði risinn. „Ja, það er nú það,“ sagði Joris og klifraði upp hinn rólegasti. Hann hafði aðeins fengið smáskrámur eftir þetta og fór sér að engu óðslega upp að turninum, til að sækja prinsessuna. „Ertu ekki prins? Ekki svo mikið sem riddari?" sagði prinsessan. „Ef þú ætlar að vera með einhverjar vífilengjur," sagði Joris, „skil ég þig hér eftir og þú verður sjálf að bjarga þér heim.“ „Nei, nei, lrjálpaðu mér heim sem fyrst,“ flýtti hún sér að segja. Joris setti hana svo á herðar sér og hélt með hana ofan af fjallinu. „Sjáið hver kemur þarna!“ hrópaði kóngurinn fagnandi þegar þau kornu. „Kæra dóttir mín! Nú verður þú að giftast honum, þú hlýtur að skilja það?“ „Já, og ég vil það,“ sagði prinsessan. Strax næsta miðvikudag fór hjónavígslan fram, og það var haldin svo stórkostleg flugeldasýning að hún lifir í manna minnum enn þann dag í dag. K. G. sneri úr esperanto. K VEÐJUHÆTTIR Það er langt í frá, að menn heilsist eða kveðjist alls staðar á sama hátt í heiminum, heldur á sér einmitt hið gagnstæða stað, og fara sllkir siðir ekki hvað sízt eftir eðliseinkennum og hugsunarhætti hverrar einstakrar þjóðar. Það er siður hjá Hindúum á Indlandi, að þegar einn heilsar öðrum varpar hann sér flötum til jarðar, einu sinni ef jafningi hans á í hlut, en tvisvar, ef um æðri mann er að ræða. Hjá Aröbum er kveðjusiðir svo ástúðlegir, að þeir leggja andlitin hvor að öðrum þegar þeir heilsast og strjúka kinnunum saman. í Evrópu eru kveðjusiðir með ýmsu móti. Sums staðar kyssast menn, sums staðar taka menn hönd- um saman, sums staðar taka menn ofan og hneigja sig, sums staðar kyssa konur sín I milli og karlmenn sín í milli. Japanir heilsast þannig, að þeir taka af sér skóna, kross- leggja hendurnar og hrópa: „Vægðu mér!“ Sums staðar á Suðurhafseyjum er það siður, að þegar alúðarvinir hittast, hella þeir fullri skál af vatni hvor yfir höfuðið á öðrum. Þegr Tyrkir heilsast, staðnæmast þeir eigi alllangt hvor frá ÝMISSA ÞJÓÐA öðrum, krossleggja hendurnar á brjóstinu, hneigja sig því dýpra, sem þeir nálgast meira, og fer það eftir tign þess, sem heilsað er, hversu djúpar hneigingarnar að slðustu verða. Það er siður með Márum í Norður-Afriku, að þegar heldri menn mætast á förnum vegi ríðandi, keyra þeir hesta sína til stökks, er þeir sjást langt að og hleypa hvor móti öðrum á harða spretti, og er þeir koma hvor móts við annan, skjóta þeir af skammbyssum upp í loftlð. Á Kyrra- hafseyjum heilsast menn þannig, að þeir rétta fram hend- urnar og strjúka svo andlitinu hvor við annars hönd. Hjá Siamsbúum í Austur-Asíu er það siður, að þegar menn heilsa yfirmönnum sínum eða höfðingjum, kasta þeir sér á kné og bíða þess svo, að hinn reisi þá á fætur. Kal- múkar og Eskimóar aftur á móti kasta sér á kné hvor fyrir öðrum, þegar jafningjar eiga í hlut, og mjaka sér því næst á hnjánum unz þeir ná hvor íil annars, en þá leggja þeir nefin fast hvort að öðru og nudda þeim saman. 457
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.