Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Síða 32

Æskan - 01.11.1968, Síða 32
3. marz er hátíðlegur haldinn í Japan, sá dagur er kallaður dagur ungu stúlkunnar. Þann dag klæðast allar litlar stúlkur sínum beztu fötum, og það eru nú regluleg stássföt. Það eru hinir fegurstu klæðnaðir, sem þeir í Japan kalla kimono, og eru oft úr fínasta silki og mjög skrautlegir. Þennan dag eru bornar fram beztu veitingar, salt, hvítvín og græn hrísgrjónakaka, sem er ákaflega þjóðlegur réttur í Japan. Stúlkurnar raða brúðunum sín- um á hillur, sem hafa 7 þrep, en talan 7 er hamingjutala í Japan. Efst í hillunni standa brúður, sem eiga að tákna keisarann og keisaradrottninguna, í næstu hillu er svo hirðfólkið, þar næst koma svo brúður, sem tákna hljóð- færaleikara, þjónustufólk og hermenn. Á tveimur næstu hillum ersvo raðað brúðuhúsgögnum, sem eiga að tákna húsgögn litlu stúlknanna, þegar sá tími kemur, að þær gangi í hjónaþand, og uxakerru vantar ekki. Þannig kerrur voru nefnilega notaðar fyrr á tfmum sem brúðu- vagnar. í þá daga voru þessar brúður úr pappa og hin upprunalega meining var, að þær áttu að fæla illa anda á braut, sem sagt að verja litlu stúlkurnar gegn illum öndum. Við giftingu stúlknanna fylgdu þessar brúður þeim í hjónabandið og gengu svo í arf frá móður til dóttur. Þessi gamli siður hefur siðan haldizt í Japan, þótt hin upprunalega meining hafi kannski eitthvað breytzt, og brúðurnar eru nú verulega fallega gerðar úr vönduðum efnum, oft af hreinustu list. Drengirnir í Jap- an eiga líka sinn hátíðisdag, sem er haldinn 5. mai, og þá skrýðast þeir sínum þjóðlegu búningum. Dagur ungu stúlkunnar í Japan „Ósköp voru á þér barn,“ segir kerling, „þú áttir að segja: „Léttist meir og meir.“ „Ég skal gera svo á morgun, mín góða móðir.“ Síðan fer drengurinn heim í kóngsríki daginn eftir og sér að verið er að vega gull. Hoppar hann þar í kring og segir: „Léttist meir og meir.“ En mennirnir sem voru að vega gullið reiddust honum fjarskalega því gullið vóst svo illa og kenndu þeir það ummæl- um hans og ráku hann síðan burt. Kemur hann svo heim til móður sinnar og segir henni hvað hann hafi nú heyrt og séð og sagt. „Ósköp voru á þér, barn,“ segir hún; „þú áttir að segja: „Þyngist meir og meir.“ „Ég skal gjöra svo á morgun, mín góða móðir,“ segir drengurinn. Daginn eftir fer hann heim í kóngsríki og mætir líkfylgd í borginni. Hann verður þess áskynja, að þar er kóngur sjálfur borinn til grafar. Segir þá drengur það, sem móðir hans kenndi honum daginn áður: „Þyngist meir og meir.“ Varð kistan þá svo þung að hún ætlaði að sliga þá sem hana báru. Ráku burðarmenn strák þá burtu og fer hann heim og segir alh af sínum ferðum og hvað hann hafi sagt. „Ósköp voru á þér, barn,“ segir kerling. „Þú áttir að segja: „Sælar eru sálir framliðinna sem í drottni dánar eru.“ „Ég skal gera svo á morgun, mín góða móðir,“ segir drengur. Daginn eftir fer drengur enn heim í kóngsríki og sér hann þar að verið er að kæfa hvolp. — Hann segir þá: „Sælar eru sálir framliðinna sem í drottni dánar eru.“ Fór hann svo heim og sagði móðir sinni allt af ferðum sínum. Hún lét illa yfir og bað hann ekki venja komu sína í kóngsriki framar. íslenzkar pjóðsögur og cevintýri. Vörutalning. Kona ein, klædd fínum loð- feldi, kom eitt sinn inn i stóra verzlun og gekk jjar milli deiid- anna og rótaði í öllum vörum og lét afgreiðslufólkið umsnúa öllu fyrir sig, en keypti ekki agnarögn. Verzlunarfólkið kunni illa slíku háttalagi, en vissi þó ekki hvað gera skyldi. Loks sneri einn afgreiðslumaðurinn sér hæversklega að konunni og spurði: „Ætluðuð þér ef til vill að kaupa eitthvað, frú?“ „Já, auðvitað,“ svaraði kon- an hvatskeytlega. „Til hvers hélduð þér að ég væri komin?" Afgreiðslumaðurinn varð orð- laus um stund, en svo sagði hann ofur kurteislega: „Ég hélt þér væruð ef til vill sendar hingað til að gera vöru- talningu, frú.“ 460
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.