Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 55

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 55
 Þegar skyldunáminu er lokið í barna- og unglingaskólunum, eruð þið orðin u. þ. b. 15 ára. Þá er líklegt, að í hugum ykkar vakni spurning eitthvað á þessa leið: „Hvaða lífsstarf á ég að velja mér? í hvaða fram- haldskóla á ég að fara til þess að búa mig undir það?“ Og þessari spurningu getur enginn svar- að, nema þið sjálf. Ekki getur til dæmis pabbi þinn sagt við þig: „Þú skalt verða skipstjóri, drengur minn“, eða mamman, gæti hún sagt við stúlkuna sína: „Þú skalt verða kennslukona?" Nei, aðeins þið sjálf verðið að velja og oft er það svo, að „sá á kvölina, sem á völina“. Og nú er það rétt að flana ekki að neinu, úr mörgu er að velja. Miklar breytingar hafa orðið hér á íslandi síðasta manns- aldurinn þannig, að nú er úr mjög mörg- um starfsgreinum að velja. Eins og vitað er, var það svo, að landfræðilegar og fjár- hagslegar aðstæður þrengdu mjög kosti unglinga, þegar um starfsval var að ræða. T. d. var það svo, að unglingar í sveitum áttu fárra annarra kosta völ, en að verða bændur eða vinnumenn og stúlkurnar bændakonur eða vinnukonur. Þeir ungling- ar, sem við sjávarsiðuna bjuggu, urðu tíð- ast sjómenn o. s. frv. Nú á dögum er þetta öðruvísi. Fjöldi iðn- greina hefur numið hér land, ef svo mætti segja og ekki nóg með það, heldur grein- ast margar þeirra í ýmsar sérgreinar. Tökum dæmi úr trésmíði. í þeim flokki manna, sem við hana fást, finnast: Húsasmiðir, húsgagnasmiðir, rennismiðir, tréskerar, módel-smiðir og skipasmiðir. Þannig er þetta í mörgum fleiri störfum, þau eru flokkuð niður í ýmsar og margvíslegar greinar, þótt skyldar séu í eðli sínu. Því er það, að unglingar ættu að hugsa sig um, vel og vandlega, áður en ákvörðun er iek- in um lífsstarf. Bezt er að reyna að þekkja sjálfan sig sem bezt og meðfædda hæfileika sína: Hvernig t. d. er heilsan? Ertu sterkbyggður og heilbrigður? Eru öll skilningarvit þín í fullkomnu lagi, sjón og heyrn þó sérstak- lega? Hér má skjóta inn í og segja frá manninum, sem settist í Stýrimannaskól- ann, en varð að hætta námi eftir nokkurn tjma, vegna þess, að þess varð vart, að hann var litblindur, þ. e. a. s. gat ekki greint lit á fánum skipa, sem sigldu í nokkurri fjarlægð. Þannig getur smágalli á sjón, heyrn eða málfari orðið þess valdandi, að ykkur hæfir betur eitt starf en annað. Svo eru það hinir meðfæddu hæfileikar, sem miklu máli skipta. Tökum aftur dæmi: „Siggi litli ólst up í sveit fyrir fimmtíu ár- um. Þegar systur hans voru að leika sér að brúðunum sínum, tók hann eftir því, að ein þeirra gat lokað augunum, þegar hún var lögð í rúmið sitt. Hvernig stóð á þessu? Hann langaði mjög til þess að gera „heila- skurð“ á brúðunni, til þess að sjá hvernig hún væri „innréttuð". Og tækifærið kom, þegar brúðan bilaði. Sigga tókst aðgerðin vel og brúðan tók aftur að loka augunum, þegar við átti. Einnig gerði hann við vekjaraklukkuna á heimilinu, þegar hún stanzaði eitt sinn. Núna er hann fyrsti vél- stjóri á einum af „Fossunum" okkar.“ — Sérhæfileikar koma snemma í Ijós hjá unglingum og geta þeir oft vísað leiðina. Leggið ýmsar spurningar fyrir ykkur sjálf, eins og t. d. þessar: „Ertu góð(ur) í leikfimi? Er jafnvægisskynið í góðu lagi?“ (Ballet, íþróttakennsla). „Ertu duglegur við bóklegt nám? Ertu minnisgóð(ur)?“ (Lang- skólanám). „Mundir þú þola að starfa alla daga á sjúkrahúsi og hefur þú þolinmæði í góðu lagi? (Hjúkrunarkonur og hjúkrunar- menn, læknar). „Fellur þér vel að vinna innan um margt fólk?“ (Kennarar, fóstrur, vinna í bönkum o. fl.) „Ertu viss um, að þú getir unnið í mikilli hæð?“ (Línumenn hjá síma og rafveitu, húsasmiðir). Ef svör við þessum spurningum beinast að einhverri sérstakri iðngrein eða starfi, þá skuluð þið grandskoða möguleikana í Hvað viltu verða? 483
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.