Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 7

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 7
göfuglyndan, en guð tók liann frá mér ungan að aldri.“ „Áttir ])ú aðeins þennan eina dreng?" spurði Egill, og kerindi sárt i brjósti um gamla manninn. „Já, bara þennan eina dreng,“ mælti gamli maðurinn. „En er mamma hans dáin líka?“ spurði Egill hikandi. „Já, ég missti hana fyrir tíu árum, guð tók liana líka til sín. Það var góð kona, sem öllum vildi gera gott, cins og hún móðir þin, sem þú varst að segja mér frá.“ Og gamli maðurinn ]>urrkaði sér um hvarmana. „En gerir þú það ekki líka?“ spurði Egill. „Ha, ég? Nei, nci, drengur minn. Eftir að ég missti allt, sem mér þótti vænzt um hér á jörðu, sneri ég baki við með- bræðrum mínum, og hafði ekkert sam- an við þá að sælda. Eg varð önugur og fáskiptinn, og trúði ]>ví, að þeir, sem vildu mér vel, gerðu það i eiginhags- munaskyni." „Og trúir þú því ennþá?" spurði Eg- ill. „Ég veit ekki, drengur minn.“ Allt i einu datt Agli litla dálítið i liug. „Heyrðu annars, viltu nú ekki vera jólagestur okkar inömmu i kvöld?“ „Hver, ég?“ Gamli maðurinn varð steinliissa. „Já, gerðu það,“ mælti Egill hinn ákafasti. „Á hverju aðfangadagskvöldi höfum við reynt að ná í einhvern, sem er ein- mana og snauður og boðið honum að snæða með okkur jólamatinn. Og við mamma liéldum áfram þeim sið eftir að pabbi dó. Stundum var það nðeins svangur hundur stundum bara horaður köttur, því við náðum ekki í neina manneskju. En ég held nú það skipti engu máli, hvort það er dýr eða mað- ur, sem gefið er að borða, — eða heldur ]>ú það?“ Gamli maðurinn þurfti nú að snýta sér liraustlega, svo varð liann að taka ofan gleraugun og þurrka af þeim móð- una. Þegar því var lokið, mælti hann hrærðri röddu: „Nei, drengur minn, það skiptir engu máli. Dýrin eiga líka íilverurétt hér á jörðu, eigi síður en maðurinn, og ég ætla að þiggja þitt góða boð. En held- ur ])ú að liún móðir þín veiti móttöku tveimur jólagestuin ?“ Og gamli maður- inn benti á köttinn, sem malaði Vært í liandarkrika Egils. „Já, mamma verður svo hjartans feg- in, ]ivi að lijá okkur er alltaf nóg rúm og nægur jólamatur handa þeim gestum, sem að garði ber,“ mælti Egill fast. „Jæja, vinur minn, ])á skulum við lierða okkur, mig er farið að langa til að kynnast lienni móður þinni." Og nú var allt önuglyndið horfið úr rödd gamla mannsins. Þeir hertu förina, og brátt voru þeir komnir að stóru fjölbýlishúsi. Egill leiddi gamla manninn niður brotnar kjallaratröppur og kallaði hátt til móð- ur sinnar. . Myndarleg kona um ]>ritugt, góð- mannleg ásýndum, ltom til dyra, með Iitinn dreng í fanginu. Hún kyssti Egil, og bauð gamla manninn velkominn. Hún tók við yfirhöfn hans og leiddi hann til slofu. Þar stóð uppljómað jólatré. I5orð var á miðju gólfi, og á því stóð borðbúnaður fyrir fjóra. Hún bauð gamla manninum sæti við borðið, og sagði honum frá þvi, live liún væri ánægð með komu hans. Svo tók hún brosandi við kisu, og har liana að mat- araski, sem var hjá ofninum, en Egill lilli flýtti sér að skipta um föt. Móðir hans kveikti nú á jólatrénu, og brátt liljómaði „Heims um ból, helg eru jól“ um stofuna. Þau óskuðu hvert öðru gleðilegra jóla og settust svo að snæðingi. Gamli maðurinn neytti Jiinnar fá- brotnu máltlðar af beztu lyst. Litli bróðir undi sér við lcikföngin sín, sæll og glaður, og kisa svaf vært og malaði af vellíðan. Þarna dvaldi gamli maðurinn i góðu yfirlæti fram eftir kvöldinu, og hlýjan og velvildin yljaði honum um hjarta- ræturnar, sem hann mætti hjá snauðu fjölskyldunni, er þð var svo rik, að hún gat miðlað öðrum. Þegar hann kvaddi þau klultkan rúmlega ellefu, þakkaði liann fyrir sig með fögrum orðum, cn móðirin bað guð að hlessa hann. Egill litli vildi endilega fylgja honum áleiðis, og það var þakksamlega þegið af gamla manninum. Er þeir nálguðust eitt af hetri hverf- um borgarinnar, staðnæmdist gamli maðurinn og kvaddi litla gestrisna vin- inn sinn. Egill liorfði á eftir honum, þar sem liann gekk styrkum skrefum eftir strætinu. Svo flýtti hann sér hcim. Gamli maðurinn nálgaðist eitt feg- ursta stórhýsið við enda götunnar. Hann gekk upp tröppurnar og studdi á bjölluhnapp. Einkennisklæddur dyravörður kom til dyra og tók lotningarfullur við yfirhöfn lians. Svo lokuðust dyrnar. Og nokkrum vikum eftir jól skeði dálítið á heimili Egils, sem gerði litlu fjölskylduna forviða. Þau fengu nefnilega hoð um að mæta á þekktri lögfræðiskrifstofu. Og undr- un sinni áttu ]>au engin orð til að lýsa, er þeim var sagt ]>að af lögfræðingi gamla mannsins, að hann væri látinn, og liefði eftirlátið þeim allar cigur sín- er, sem væru milljóna virði. 435
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.