Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 8

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 8
Guðlaug Narfadóttir: Bernskuminningar. Fyrir 50—60 árum. — Hafnarfjörður skömmu eftir síðustu aldamót. Já, við skulum hverfa 50—60 ár aftur í tímann! Það eru engar götur í bænum aðrar en þær, sem fætur kynslóðanna hafa troðið. Við göngum malarkambinn með- fram sjónum. Þarna eru nokkur hús á strjálingi. Það eru kaupmannahúsið og verzlanirnar. Hingað og þangað liggja götuslóðar um hraunið. Víða má sjá lágreista en vinalega bæi. Það er blæjalogn og reykinn leggur beint upp af bæjunum. Fólk er á stjái og margir að sækja vatn. Vatnið er sótt í Læk- inn. Hann er í hjarta þorpsins og rennur til sjávar í fjörðinn. Fólkið hefur stanzað til þess að spjalla saman og segja fréttir. Það er sitthvað að gerast. Það á að fara að leggja götur um þorpið og byggja brú yfir Lækinn. Nýi læknirinn vill leggja Lækinn niður sem vatnsból og byggja vatnsveitu. Tauga- veikin er í algleymingi í Firðinum og margir hafa horn í síðu Lækjarins. Fólkið horfir vantrúað í föturnar en sér ekkert nema tárhreint vatnið. Nei, það gat ekki verið! Galdramaðurinn. — Og svo var það galdramaðurinn hann Jóhannes Reyk- dal. Hann gat smíðað allt mögulegt, og svo gat hann tendrað ljós af hreint engu. Hann þurfti enga olíu og lampaglösin voru bara kaldar kúlur! Þetta kallar hann rafljós! Fólkið er steinhissa á þessum ósköpum. Svo tekur hver sínar fötur og röltir heim á leið. En Tóta gamla, mesta fréttakonan í bæn- um, hefur líka tíðindi að segja. Og aftur er stanzað og masað yfir fötunum. Já, Tóta hafði nefnilega bara rétt sem snöggvast litið inn í nýja húsið á Bala. Þar var komið kokkhús, tvö verelsi og spisekamelsi! Og sjálfur galdra- maðurinn var þarna staddur og var að leggja köldu ljósin inn í húsið. Og Tóta gamla hafði ekki séð annað en eitthvert band hangandi niður úr miðju loftinu inni! Og loftið hafði verið málað hvítt og þiljurnar grænar og meira Hafnarfjörður 1810. Meðferð jólatrjáa. Til þess að fá sem mesta ánægju af jólatr'énu sínu, er rétt meðferð á því mikils virði. Nauðsynlegt er að gegnbleyta tréð í vatni tveim til þrem dögum fyrir jól, til þess að tréð hafi tekið í sig sem mest- an raka áður en það er sett upp. Þar sem um miðstöðvarkynd- ingu er að ræða, er heppilegast að láta tréð standa í vatni. Hit- ann í herberginu, þar sem tréð stendur, skal taka af á nótt- unni, svo að tréð þorni ekki upp. Brunahættu ber ætíð að hafa í huga. Þinurinn er mjög hættulegur hvað þetta snertir, því að hann er með afbrigðum eidfimur ef hann nær að þorna eitthvað að ráði. Jólagreinar eru mjög auðveldar í meðför- um. Rétt er þó að vefja um sárið á furugreinum, þar1 sem það vill smita frá sér, einkum ef greinarnar eru hengdar upp á vegg. Fyrir síðustu jól voru flutt hingað til lands um 14 þúsund jólatré, ÖII frá Danmörku. Dan- ir hafa lagt mikið kapp á rækt- un jólatrjáa og selja þau suður um alla Evrópu, allt suður til ítaliu, en stærsti markaðurinn er í Þýzkalandi. 436
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.