Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1968, Qupperneq 36

Æskan - 01.11.1968, Qupperneq 36
Margt er svo skrftið. Það er ótrúlegt en satt að þessi japanski drengur, sem þið sjá- ið hér á myndinni, er aðeins 6 ára! Hann er 75 kg og drekkur 20 lítra af mjólk á dag. Hann er alinn svona og æfður til þess að verða meistari í japanskri glímu. Þessi drengur, sem heitir hinu skrítna nafni Matsusaka, er mjög sterkur og liðugur, og gagnstætt við alla, sem eru offeitir, hefur hann fulikomið vald yfir öllum sínum hreyfingum og er ótrúlega snar í snúningum. takka hugsaði Jiún með sér, að þótt liún væri í sex ár að læra á þessi flóknu tæki, mundi hún ekki geta það. Flugstjórinn var mjög vingjarnlegur og skýrði fyrir lienni lrvaða tæki gerðu Iivað. En Stína skildi livorki upp né niður í öllum þessum flóknu útskýringum. Það var miklu betra útsýni úr stjórnklefanum en úr farþegaklefanum, því að gluggarnir voru svo miklu stærri. Annars var ekkert markvert að sjá núna, ekkert nema sjó og aftur sjó. Aðstoðarilugmaðurinn flaug vélinni á meðan flugstjór- inn talaði við Stínu. En svo tók hann við aftur og Stína þakkaði fyrir sig og hélt til sætis síns og tók til við sögu- hetjuna sina, sem þurfti að berjast við svo marga glæpa- menn. Nu var fanð að þykkna í lofti og brátt sást ekki til hafs. Himinninn var einnig hulinn skýjum. Þegar Stína hafði lokið við bókina, fór hún að virða fyrir sér skýin, sem tóku á sig ýmiss konar kynjamyndir. Stundum komu eins og fjallatindar upp úr skýjunum, og nú sagði Sól- veig henni að þau væru komin inn yfir England, enda var klukkan orðin hálfsex. Stínu hefði langað til að sjá landslagið, en það var bara því miður ekki hægt. En allt í einu renndi flugvélin sér niður úr skýjunum og þá sá Stína Lundúnaborg framundan breiða úr sér í allri sinni stærð. Hún var eins og risavaxin mauraþúfa, sagði Stina seinna, er hún var að lýsa borginni fyrir foreldrum sínum. Flugvélin flaug einn hring yfir flugvellinum og settist síðan. Hún ók mjúklega eftir flugbrautinni og stanzaði síðan hjá flughöfninni. Farþegarnir tóku að leysa af sér sætisbeltin og gengu út hver af öðrum. Stína fylgdist með Sólveigu hálfa leiðina að flughöfninni, en þar kvaddi Sólveig hana og hélt í gagnstæða átt. Síðan gekk Stína áfram að larþegaafgreiðslunni og var eftirvæntingarfull og spennt yfir því sem í vændum var. 3. KAFLL Þegar Stína kom inn í afgreiðslusalinn sá hún hvergi frænku sína, eða nokkurn, sem gæti verið hún. Hún hugsaði með sér að líklega hefði hún tafizt á leiðinni. Það var ys og þys þarna inni, ferðalangarnir þurftu að láta skoða vegabréfin sín, og þeir Englendingar, sem voru að koma erlendis frá, þurftu að fara í tollskoðun með farangur sinn. Stína rétti manninum fyrir innan af- greiðsluborðið vegabréfið sitt og hann skrifaði eitthvað í það. Síðan fékk hún það aftur. Stína settist á stól og litaðist um eftir frænku sinni. Allt í einu kom hún auga á konu, sem gekk hröðum skrefum til hennar. „Eruð þér ekki Stína Ólafsdóttir?" spurði hún. Stína stóð upp þegar konan var komin alveg til henn- ar. „Jú, það er nafnið," sagði hún dálítið hikandi. Samt var hún nokkurn veginn viss um að þetta væri frænka sín. „Komdu sæl og blessuð og vertu velkomin. Ég er hún frænka þín og þú verður að fyrirgeía hvað ég kem seint. Ég tafðist dálítið á leiðinni." Frænka rétti Stínu hönd- ina og brosti. Hún kallaði því næst á bílstjórann og bað hann að ná í farangur Stínu. Síðan gengu þær að bílnum og settust inn í hann. Ökumaðurinn kom að vörmu spori með töskuna og setti hana í farangurs- geymsluna aftan á bílnum. Svo var haldið af stað. Það var kalt og hráslagalegt í London þennan dag, og útlit fyrir rigningu. Stínu fannst það skrítið að vera 464
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.