Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 16

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 16
Jólaævintýri. Langt í burtu í höllinni, þar sem allir draumar rætast, bjó einu sinni konungur sem hét Glaður. Eins og nafnið hans gefur til kynna var hann alltaf í góðu skapi og hamingju- samur. Á hverjum morgni vaknaði hann brosandi og glaður. En dag einn, já, það var einmitt á sjálfri Þorláksmessu, vaknaði Glaður konungur óvenjulega seint. Hann var eitthvað svo undarlegur og bros- laus með hrukkur á enni. Þjónarnir og allt hirðfólkið sá undir eins hvað var á seyði. Konungurinn hefur misst draum- inn sinn, hvíslaði það hvert að öðru. „Hvaða gleði getur maður átt þó mað- ur búi í glæsilegri höll, ef maður á engan draum!“ hrópaði konungurinn. Það varð eitthvað að gera, og það í hasti. Umurinn af smákökum og alls konar jólakökum fyllti alla króka og kima í höllinni og á öllum heimilum í borginni, og börnin í nágrenninu voru byrjuð að syngja með sínum skæru röddum, því að jólin eru tími gleðinnar og friðarins. Konungurinn bað hestasveinana að beizla hvítu gæðingana sína og spenna þá fyrir töfrasleðann sinn, því nú lá mikið við. Svo lagði hann af stað. Fyrst ætlaði konungurinn að hitta gamla konu, sem talin var vitrasti þegninn í öllu ríki hans. Gamla vitra konan bjó í turninum á hæsta húsinu í öllu konungsríkinu. Gamla konan var orðin svo gömul og hrum að í mörg ár hafði hún ekkert farið, og hún gat alls ekki gengið niður stigana til að hitta konunginn, svo hún opn- aði gluggann í turninum, þegár henni voru færð þau tíðindi, að konungur- inn væri kominn til að finna hana. Þegar konungurinn sá, að gamla konan ætlaði að tala við hann frá glugganum sínum, hrópaði hann: „Veizt þú um drauminn minn?“ Gamla konan leit íhugandi niður til hans. „Hvers konar draum hefur þú misst?“ spurði hún. „Er það einn af þessum draumum, sem skapa hin fegurstu ævintýri? Eða þeirra, sem benda til einhvers, sem getur skeð í framtíðinni, eða eitthvað, sem felst i bylgjum hafsins?" Við hverja spurningu hristi Glað- ur konungur höfuðið. „Draumurinn var ekki þannig,“ sagði hann hryggur. Að lokum gafst vitra, gamla konan upp og sagði við konunginn: „Þú ættir að reyna að hitta konunginn af Matamos." Glaður konungur steig nú upp í töfrasleðann sinn. Leiðin lá yfir fjöll og dali að ríki konungsins aí Matamos. Borgarhliðin stóðu opin upp á gátt, því að frétt hafi borizt um ferð konungsins, og að hann væri á hraðri ferð. Þegar Glaður konungur kom að höllinni stóð konungurinn af Mata- mos í hallardyrunum og bauð Glað konungi að ganga í höllina og vera velkominn. Glaður konungur heilsaði og bar svo strax upp spurningu sína: „Hef- ur þú séð drauminn minn?“ Konungurinn af Matamos horfði á hann og hugsaði sig um andartak. „Hvers konar draumur var þelta, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.