Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 21

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 21
ÞaS var skemmtisagnarit í Bandarlkjunum, sem birti fyrstu Tarzan- söguna í október árið 1912. Hún kallaðist „Apamaðurinn Tarzan". Síð- an hefur þessi merkilega söguhetja haldið áfram að sveifla sér milli trjá- toppanna i viðarfléttum og berjast við Ijón og krókódíla og vonda hvita veiðimenn í 23 skáldsögum, 35 kvikmyndum og myndasögum. Af hinum 23 skáldsögum hafa nú selzt um 35 milljón eintök og hafa þær verið þýddar á 60 tungumál og þegar Tarzankvikmyndirnar voru vinsælastar, meðan Johnny Weissmuller lék aðalsöguhetjuna, flykktust 140 milljónir kvikmyndahúsgesta á hverja mynd. Þótt Tarzan sé einkennileg sögupersóna, er hann þó lítt einkennilegri en höfundur hans, Edgar Rice Burroughs, sem fæddist í Chicago 1. september 1875. Hann var sonur auðugra foreldra, eyddi æskuárum sínum í áhugalaust nám í dýrum skólum og iðjuleysi. En þá gerðist það allt í einu á árinu 1894 að faðir hans varð gjaldþrota og dó skömmu síðar. Edgar var skilinn eftir bláfátækur, en hann lét það ekki á sig fá, og þótt hann hefði aldrei þurft að dýfa hendi í kalt vatn fór hann að vinna fyrir sér. Fyrst í stað kom honum þó ekki til hugar að fara inn á rithöf- undarbrautina. Hann fékk atvinnu sem nautarekstrarmaður við sláturhús, sem járnbrautarvörður, skrifstofumaður, umferðarsali o. m. fl. Flestum störfum hans lauk þó á einn veg: hann var rekinn úr starfi fyrir kæruleysi. Nú var Burroughs orðinn 37 ára og enn einu sinni staddur í sömu sporunum að vera atvinnulaus. Hann var mjög hnugginn yfir þessum forlögum sínum og tók þá upp á því að skrifa stuttar skáldsögur til birt- ingar í skemmtisagnablöðum, sem fjölluðu um tækni, vísindi og geim- ferðir með miklu hugmyndaflugi. Hann skrifaði þá meðal annars fram- haldssögu, sem fjallaði um ferð til Mars. Þá skrifaði hann sína fyrstu Tarzan-sögu og fékk hana strax birta. Sagan féll lesendunum svo vel i geð, að hann var béðinn um að skrifa fleiri sögur um Tarzan, og fékk góða borgun fyrir. Yfirleitt gildir það um rithöfunda, að þeir þurfa að þekkja umhverfi skáldsagna sinna allvel. En það átti ekki við um Burroughs. Hann kom aldrei til Afríku og hafði enga þekkingu á svörtu álfunni aðra en þá, að hann hafði lesið Afríkulýsingu Stanleys. Vanþekking hans á Afríku kemur oft fram, meðal annars hefur tígrisdýrum skotið upp í sögum hans, sem eiga að gerast I Kongó, en allir vita að tígrisdýr eru aðeins í Asíu. Sálfræðingar hafa oft tekið Tarzan-sögurnar til athugunar. Hvað veld- ur því, að fólk sækist svo mjög eftir að lesa þessar bókmenntir? Þeir komast að þeirri niðurstöðu, að á bak við það liggi sama hvötin og knýr fullorðna menn til að fara í veiðiferð út I skóga og út að ánum með stangirnar slnar. í hverjum dreng og hverjum karlmanni býr þessi löngun til að dveljast úti í hinni villtu náttúru, oft í veiðihug. Kringum 1930 var Burroughs orðinn margfaldur milljónamæringur á Tarzan-sögunum. Hann keypti risastóra landareign í Kaliforníu og kall- aði búgarðinn Tarzan. Þar* lifði hann sem virðulegur búgarðseigandi, en tók sér frí tvisvar á ári til að skrifa nýja skáldsögu. Hann andaðist í marz árið 1950, 74 ára að aldri. Söguhetjan TARZAN stjórann vissi ekki með vissu livar skipið var statt. — Hins vegar sá hann um að búa þau hjón vel út til landgöngunnar. Hann lét bera í bátinn, sem flutti þau til lands, brauð, kjöt, byssur og skotfæri, segl og kaðla og sitthvað fleira er að notum mætti verða. „Þið komizt upp á að búa vel hér,“ sagði Mikael, „hlustaðu á öskur villidýranna og fuglakliðinn í skóg- inum. Hér verður nóg um villibráð fyrst um sinn handa ykkur.“ Nokkrir af hásetunum reru bátnum með ensku hjón- *,-------------——------------------------------------ unum að landi og báru farangur þeirra upp fyrir fjöru- borðið. Síðan flýttu þeir sér um borð í skip sitt. John Clayton og Alice kona hans stóðu eftir á ströndinni og horíðu á „Fuwalda" fjarlægjast land fyrir hægum blæn- um. — Að baki þeim, inni í jaðri frumskógarins mátti heyra gargið í smáöpunum og fuglasöng. En þau veittu jrví enga athygli. Ofþreyttar taugar ungu konunnar létu nú undan og liún féll grátandi að barmi manns síns. „Hvað eigum við að gera?“ kjökraði hún, „hvað eigum við að gera?“ ------—---- 449
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.