Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1968, Page 49

Æskan - 01.11.1968, Page 49
NJETURGM.UR heilogs morteins Þetta er drengjakórinn „Les Rossignolets de Saint-Martin“, eða Hinir litlu næturgalar heilags Marteins, frá Roubaix. Það er franskur iðnaðarbær með um 111.000 íbúa, skammt frá belgísku landamærunum. Kór- inn var stofnaður árið 1952 af ábótanum Paul Assemaine. Stjórnandi Litlu nætur- galanna nú er J. M. Braure ábóti og hefur verið tvö undanfarin ár og kennari hans og leiðbeinandi. í kórnum eru 35 drengir og ungir menn á aldrinum 9 til 21 árs en að jafnaði eru yngstu drengirnir ekki með á ferðalögum kórsins. Litlu næturgalarnir syngja jöfnum höndum sígilda franska söngva, þjóðlög frá ýmsum löndum, pólífón- ískar mótettur, negrasálma og verk gömlu meistaranna, eins og Bachs, Scarlattis, Ra- meaus, Mozarts og Palestrina. Einnig verk eftir tónskáld, sem standa nær okkar tíma, eins og Grieg og Ravel. Auk þess sem Litlu næturgalarnir hafa sungið um gjörvallt Frakkland, hefur kór- inn farið mjög víða um Evrópu, meðal ann- ars sungið á Norðurlöndum, í Belgíu, Hol- Spurningar: 1. Hvað hétu foreldrar tvíburanna? 2. Hverju svaraði Jakob, er faðir hans spurði: „Ert þú þá Esaú, sonur minn?“ landi, Austur- og Vestur-Þýzkalandi, Aust- urríki, Sviss, Luxembourg, Portúgal, Eng- landi, Skotlandi, Júgóslavíu, á ítallu og Spáni. Þá hefur kórinn farið vestur um haf og sungið í Kanada, þar ferðuðust þeir um í einn mánuð og er það lengsta utan- ferð kórsins. Kórinn hefur heimsótt meira en 100 erlendar borgir, þar á meðal allar helztu borgir og höfuðborgir Evrópu. Víða hafa borgarstjórnir haft fyrir þá opinberar móttökur og sýnt þeim ýmsan sóma, enda hafa litlu söngmennirnir hvarvetna sungið sig inn i hjörtu áheyrenda með sínum óm- þýðu röddum og einlægni. Á jólum 1961 voru þeir kjörnir til þess að koma fram í Frakklands nafni á Alþjóð- legri sönghátíð þjóðanna í Róm, borginni eilífu. Hljómplötufyrirtækið þekkta RCA lét gera hljómplötu frá þessari hátíð, þar sem Litlu næturgalarnir komu fram ásamt öðr- um beztu söngsveitum Evrópu. Eftir þessa sönghátíð buðu ítölsk stjórnarvöld Litlu næturgölunum formlega að taka þátt I hinni Alþjóðlegu helgihátíð I Loretto bæði 3. Hver var þáttur móðurinnar í svikunum? (Geymið svörin svo vel og sendið þnu öll i einu). 1962 og 1963. Þar komu þeir enn fram sem fulltrúar lands síns og sungu ásamt nafn- kunnum kórum, svo sem kór Sixtínsku-kap- ellunnar, Múnchen-kórnum og drengjakórn- um fræga Les Petits Chanteurs á la Croix de Bois. Litlu næturgalarnir hafa sungið í útvarp I mörgum löndum og sungið inn á átta hljómplötur. Kórinn hefur hlotið frábæra dóma fyrir söng sinn og grípum við niður I nokkra þeirra: La Vita Casalese: „Enginn gæti gerzt svo djarfur að halda því fram, að Næturgalar heilags Marteins hafi ekki efnt loforðin og staðfest lofgjörðirnar, sem hafa birzt um þá I dagblöðum hálfrar Evrópu. Það gerðist kraftaverk á tónleikunum. Kraftaverk, þann- ig að áheyrendur sátu og hlýddu agndofa I hinni fögru kirkju Casale, sem var troð- full. í hverju laginu á fætur öðru náði túlk- un kórsins ótrúlegri fullkomnun I stílnum.“ Venezia: „Núna þekkja Feneyjar þá líka, áheyrendur hlýddu á þá I upphafinni þögn (það segir talsvert í svo íónelskri borg) og voru innilega þakklátir hinum litlu, snjöllu „artisti di Dio“, listamönnum Guðs.“ Rems-Zeitung: „Söngskrá hinna frönsku næturgala — og þeir eiga það nafn skil- ið — bauð hið fjölbreytilegast úrval fyrst og fremst úr sígildri kirkjutónlist." Göppinger-Zeitung: „Söngur frönsku Næturgalanna var stórviðburður í tónlistar- lífinu." Action í Québec segir, að áheyrendur hafi tekið drengjakórnum frábærlega vel: „Hreinleiki raddanna samstilling kórsins og raddfimi, sem var oft með mestu ólíkindum, þetta voru helztu kostir í túlkun hinna ungu söngvara frá Roubaix. I söng þeirra var bæði örlæti og einfaldleiki ......“ Fyns Stifts tidende: „Tónleikarnir, sem stóðu í tæpa tvo tima, náðu fullkomnun, einkum voru hinir fögru einsöngsþættir hrífandi, þar nutu hinar björtu, hreinu drengjaraddir sín til fulls." Litlu næturgalarnir munu nú um jólin heimsækja island í annað sinn og halda hér nokkrar söngskemmtanir. 477

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.