Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1972, Síða 4

Æskan - 01.01.1972, Síða 4
TÓBAKIÐ ER EITUR! Rétt er að hafa eftirfarandi meginatriði í huga: 1. f tóbaki er mjög sterkt eitur, sem heitir nikótin. Við tóbaksnotkun fer það út i blóðið og berst með því um allan líkamann. Sá, sem notar tóbak að staðaidri, hefur þetta eitur stöðugt í líkamanum. 2. þegar sígaretta brennur, myndast efni, gem getur valdið krabbameini. Krabbamein í lungum er nærri 11 sinnum algengara í sigarettureyklngamönn- um en þeim, sem reykja ekki. Sígarettureykingar hafa stöðugt farið i vöxt & undanförnum áratugum, og krabbamein í lungum fer stöðugt í vöxt. Krabbamein í ýmsum öðrum líffær- um er líka aigengara meðai reykingamanna. 3. Sigarettureykingar valda smám saman hósta, mæði og ýmiss konar annarri vanlíðan. Miklu fleiri reykingamenn deyja úr lungna- kvefi en menn, sem reykja ekki. 4. Mikiar likur eru til, að reykingar getl átt þátt í ýmsum öðrum sjúkdómum, t. d. sjúkdómum í æðum hjartans, en þeir sjúkdómar virðast aukast stöðugt. 5. Tóbaksnotkun er hættulegust börnum og ungiingum. Ýmislegt þykir benda til þess, að börn og unglingar, sem reykja mikið, þroskist seinna bæði andlega og líkam- iega. 6. Reykingar eru mikill sóðaskapur. I>ær spilla andrúmsiofti bæðl fyrir reykinga- mönnunum sjálfum og öðrum. á þvi að rifa niður heilbrigði og viljastyrk ungs fólks? Auk skaðvænlegra áhrifa, sem vindlingareykingar hafa örugg- lega i för með sér, eru þær ægilegur peningaþjófur. Venju- legur reykingamaður eyðir ekki minna en 20.000 krónum — TUTTUGU ÞÚSUND KRÖNUM — á ári i reykingar. Hvað snertir heilsutjón af völdum reykinga, er rétt að benda á fræðslurit um þau efni, sem Krabbameinsfélagið hefur gefið út. Ég fæ ekki betur séð en aukning lungnakrabba af völdum reykinga sé augljós staðreynd. Ég vil hvetja ungt fólk til alvarlegrar yfirvegunar. áður en það byrjar að venja sig á tóbaksnotkun, hafandi bæði skaðsemina og kostnaðinn i huga. Ég tel höfuðskyldu fullorðna fólksins gagnvart æskunni vera þá að muna eftir sinum eigin unglingsárum og breyta i samræmi við það, taka þátt i störfum og leikjum æsku- fólks á þann hátt, sem hverjum hentar. Það er óréttmætt að ásaka ungt fólk fyrir áhugaleysi og jafnvel kæruleysi gagnvart samfélaginu og hreyfa siðan hvorki legg né lið til samstarfs og jákvæðra áhrifa. Að lokum langar mig til að segja nokkur orð um Barna- blaðið Æskuna. Frá þvi að ég var barn að aldri hefur Æskan verið mér tryggur og góður heimilisvinur og boð- skapur blaðsins i bindindis- og æskulýðsmálum verið mér hugstæður. Ég minnist frá bernskudögum minum tákn- rænna mynda i blaðinu. mynda, sem sýndu tvær leiðir. önnur var slysavegur skaðariautnanna, hin leið þroska og lífshamingju. Sú siðarnefnda krefst reglusemi, félagsvit- undar, árvekni, þjálfunar og sjálfsaga. Sú fyrrnefnda virðist ef til vill auðveldari. en innan skamms sljóvgar hún eðlilegt mat á rikjandi aðstæðum einstaklingsins og félagslegum samskiptum manna. Sú er ósk min til lesenda Æskunnar, að þeim auðnist sem flestum að velja fyrri leiðina, þroska- og hamingjuleiðina. Til þess hefur Æskan alltal viljað hjálpa lesendum sinum. Æskan er sérstaklega lifandi blað og hefur alltaf verið. Þegar ég var í barnaskóla norður á Húsavík á árunum fyrir strið, lékum við leikrit og lásum upp sögur. sem birtust i Æskunni. Enn i dag gera börn min það sama i barnaskóla sinum i Kópavogi, nota jafnvel sömu sögurnar og leikritin. Ég þakka Æskunni og árna henni heillarikrar framtiðar. Versti óvinur pinn Ég er máttugri en allt heimsins sameinaða herafl. Ég hef eyðilagt fleiri sálir en allt herveldi þjóðanna sam- anlagt. Ég er hættulegra vopn heldur en byssukúlan, og ég hef tortímt fleiri heimilum en all- ar fallbyssur heimsins. Ég — aðeins ég — get tafið framvindu allra þinna áætl- ana um framfarir. Ég orsaka hrun — eyðileggingu — og dauða. Ég vinn á bak við tjöldin. Ég deyði kærleikann til Guðs og manna. Ég hef verið hjá þér — og ég kem attur. Ég er versti óvinur þinn — hinn miskunnarlausi og hættulegi óvinur. Ég er kæruleysi þitt. — KÆRULEYSIÐ.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.