Æskan - 01.01.1972, Síða 51
Þó að myndir Goða hafi borið af, þá eru nokkrar myndir verð-
launahæfar og við geymum þær um sinn og sjáum til, hvort
nýjar myndir koma, sem slá þær út.
Ég tek hér eina mynd úr bunkanum, sem aldrei getur orðið
verðlaunamynd, en hún er skemmtileg á sínn hátt, og það er
bréfið líka frá honum Pétri Rúnari Kjartanssyni, Vesturvegi 31,
Vestmannaeyjum. Hann segir:
Kæra Æska!
Ég var i s.veit i sumar í Gröf á Höfðaströnd. Mamma gaf mér
myndavél þegar skólinn var búinn. Ég tók mikið af myndum,
sumar voru góðar og aðrar slæmar eins og gengur. Mig langar
til að senda þér þessa mynd, mér þykir hún góð, en auðvitað
tók ég hana ekki sjálfur, því að ég er með á henni. Bóndinn á
bænum á þessa hesta. Ég er næstaftastur, en fyrir aftan mig er
sonur bóndans, og fremst er heimasætan á bænum, hún er kölluð
Kiddý. Hún er bara 5 ára. Þriðji drengurinn á myndinni er úr
Reykjavik, og hann var þarna í sveit eins og ég. Mig langar til
að senda þér fleiri myndir seinna. Að lokum vona ég, að myndin
verði birt i Æskunni og ég þakka allt það mikla efni sem Æskan
hefur flutt mér í máli og myndum. Það er ekki bara ég einn,
sem les Æskuna, mamma og pabbi hafa líka gaman af henni.
Kærar kveðjur.
Þetta var fallegt og skemmtilegt bréf, og við sendum Pétri
dálítið að launum. — S.J.
MYND MÁNAÐARINS
Allir áskrifendur Æsk-
unnar, 14 ára og yngri,
mega senda inn myndir.
Gaman væri að fá bréf
með. Merkið umslagið:
ÆSKAN, Box 14, Reykja-
vík, og neðst í hornið
MYND MÁNAÐARINS.
Hver fær verðlaun
næst? Hvaða myndir
verða birtar næst?
HRÆÐILEG
HUGMYND
'Prestur nokkur hitti mann, sem Magnús
hét, á förnum vegi.
— Hvernig liður þér núna, Magnús
minn? spurði prestur.
— Illa, svaraði Magnús. — Allir fara
með mig eins og seppa. Ef einhver þarf
að láta sækja eitthvað eða gera, þá er
strax kallað á mig, svo að ég hef aldrei
frið eða hvíldarstund.
Prestur vildi hughreysta hann og sagði:
— Láttu ekki hugfallast, Magnús minn.
Þú veizt, að þessi jörð er mæðudalur og
hér er aldrei friðar að vænta. En sú kemur
tíðin, að þér verður endurgoldin þessi
mæða með ævarandi friði í himnaríki.
Magnús hristi höfuðið og sagði: — Það
held ég nú að seint rætist, prestur minn.
Undir eins og menn sjá mig þar, kallar
hver sem betur getur: Kveiktu á sólinni,
Magnús! Mokaðu frá tunglinu, Magnús!
Taktu skarið af stjörnunum, Magnús! Gerðu
þrumur og eldingar, Magnús! Hleyptu út
stormunum, Magnús! Smalaðu saman skýj-
unum, Magnús!* Láttu rigna yfir jörðina,
Magnús! Og svona munu þeir halda áfram.
Nei, þá vil ég heldur vera kyrr hérna.
Notuð eru venjuleg spil.
Bjóðið einum áhorfanda að
taka stokkinn, stokka spilin og
draga síðan eitt spil úr. Síðan
afhendir hann þér stokkinn,
og meðan hann sýnir félögum
sínum spilið, sem hann valdi,
snýrð þú baki að þeim, svo
að tryggt sé, að þú getir ekki
séð neitt. Síðan snýrðu þér að
þeim og biður þann, sem dró
spilið að stinga því inn í stokk-
inn aftur. Þú stokkar því næst
spilin um stund og leggur þau
síðan á borðið með framhlið
(myndhlið) upþ. Þá kemur það
skrítna í Ijós, að eitt spilið snýr
bakhliðinni upp, og siðan reyn-
ist það einmitt vera spilið, sem
áhorfandinn dró úr. Hvernig
má það vera?
45