Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1972, Blaðsíða 52

Æskan - 01.01.1972, Blaðsíða 52
SKÁTAOPNAN Ritstjórn: HREFNA TYNES ið áramót er oft gott að nema staðar augnablik og lita aftur til liðins tima áður en ný stefnu- mið eru tekin á nýju ári. Þetta á jafnt við um félög sem einstak- linga. Alltaf er breytinga þörf, en þær þarf að byggja á íhugun og reynslu, sem við höfum fengið á liðnum árum. Þegar við erum ung, er reynslan ekki löng, en breytingar örar. Því er okkur mikil nauðsyn á að athuga vel okkar hag og notfæra okkur reynslu annarra. Foreldrar okkar og skólinn eru oftast bezta athvarfið i þeim efnum, en timann, sem þið hafið afgangs frá heimili og skóla, köllum við tómstundir. i islenzku máli getur tóm- þýtt tvennt. annað hvort auðn eða eyðimörk, eða þá fristundir og tækifæri til að eyða þeim. Fátt skapar frekar framtið ungra drengja og stúlkna, en hvernig þau verja tómstund- um sinum. Fari tómstundirnar til einskis — í auðn — er hætt við að margt fari ekki eins vel og búizt var við. Það býður heim þeirri hættu, sem iðjuleysið er með innantómum skemmtunum og þá sótt ávallt lengra á þau mið. — Og árangur þess i bezta falli — enginn! Sé tómstundunum varið til starfa að gagnlegum málum, til að kynnast nýjum viðhorfum eða leggja stund á iþróttir, sem Fyrrverandi torseti islands og Páll Gislason skátahöfðingi á skátamóti i Botnsdal. þroska likama og sál til átaka, þá verður það hið bezta vegarnesti hvérjum ungum manni til að mæta lífinu með gleði og ánægju. Fjölhæfni daglegs lífs nú á dögum býð- ur upp á mörg tækifæri fyrir ungt fólk, en það býður líka heim mörgum hættum. ,,Það þarf sterk bein til að þola góða daga," segir máltækið. En það mætti lika segja, að þá þyrfti að styrkja þau áfram og reyna á þau með hæfilegum verkefnum. Til að hjálpa unglingum til að nota og njóta tómstunda sinna á hollan hátt hafa verið stofnuð mörg félög, sem hafa unnið og vinna mikið starf fyrir ungt fólk. Eitt af þeim er skátafélagsskapurinn, sem á þessu ári hefur starfað i 60 ár á islandi. Skátar veita ungu fólki tækifæri til að fylla tómstundir með störfum, sem miða að því að þjálfa ungt fólk andlega og likamlega með útilegum og gönguferð- um, auk ýmissa verkefna, svo að skátar geti staðið við kjörorð sitt: Vertu viðbúinn, en þar á ég við það að geta veitt aðstoð, ef slys ber að höndum eða óvæntir erfið- leikar verða á vegi. Til þess leggja skátar stund á hjálp við sjúka og slasaða — hjálp i viðlögum, — kunnáttu í hnútum, mat- reiðslu, tjöldun og margt fleira. En skátastarf er lika skemmtilegt með varðeldum, kvöldvökum og skátamótum, þar sem hver leggur fram sitt skemmtiatriði og aðkeyptra skemmtikrafta er ekki þörf. Skemmtunin býr i okkur sjálfum og við þurfum aðeins að ná henni fram og hagnýta hana sameiginlega. Skátar starfa i skátaflokkum, 6—8 skát- ar, undir stjórn foringja síns. Þar er hver maður ómissandi og hefur sitt mikilvæga hlutverk, sem ekki má bregðast. Þetta er aðalsmerki skátastarfs. Þar kynnast skát- arnir i starfi og leik og þar myndast þau vináttubönd, sem hafa mest að segja. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.