Æskan - 01.01.1972, Síða 26
ÚTVARPIÐ BJARGAÐI
Barnabrautin við Lvov.
stjórar. Eftir þriggja ára nám verða þeir svo lestarstjórar, umferðarstjórar,
stöðvarstjórar og vinna að ýmsum viðgerðum.
Við sumar barnabrautir geta nemendur úr 9. og 10. bekk bætt við sig tveim
árum til sérmenntunar að eigin vali. Auk þjálfunar á barnabrautum, þar sem
þeir skipa helztu embætti, fá krakkarnir að vinna við raunverulegar járnbrautir
sem aðstoðarmenn hinna fullorðnu starfsmanna.
Er þvi námi er lokið, fá drengirnir afhent við hátíðlega athöfn skirteini um
að þeir séu lærðir i þessari eða hinni sérgrein járnbrautarstarfsmanna og
þiggja minjagjafir.
Unga fólkið, sem byrjaði við barnabrautirnar, gerði samgöngur að iífsstarfi
sinu. Sumir fóru i tækniskóla og sérstofnanir og eru nú meðal yfirmanna i
samgöngumálum þjóðarinnar. Við skulum t. d. hlusta á Vladimir Sorokin, einn
af stjórnendum farþegaflutninga í Moskvu:
„Nú eru nýlega liðin 30 ár siðan ég fór að starfa að samgöngum. Þá tel ég
þó ekki fjögur ár, sem ég vann við Litlu Moskvubrautina, þar sem ég byrjaði
sem umsjönarmaður með vögnum og endaði sem lestarstjóri. En þar fékk ég
einmitt áhugann á járnbrautum, sem hafði úrslitaáhrif á stöðuval mitt. Eins
og margir af starfsbræðrum mlnum minnist ég þessara ára með þakklæti og
ánægju."
ígor Tvérskoj, fréttamaður APN.
f-
"\
Frægur þýzkur prófessor átti greindan
hund. Eitt sinn var hundinum stolið af um-
renningi nokkrum, sem fór með hundinn
í aðra borg. Hundurinn átti illa ævi og
strauk fljótt úr vist umrenningsins. Verka-
maður nokkur fann hundinn og sá, að hann
var gæðagripur, svo að hann tók hann að
sér.
Verkamaðurinn átti útvarpstæki. Kvöld
eitt átti visindamaður nokkur að halda
fyrirlestur. Verkamaðurinn hlustaði á er-
indið, en hundurinn var inni hjá honum.
Undir eins og fyrirlesturinn byrjaði, spratt
hundurinn upp og fór að gelta inn i út-
varpstækið og lét ýmsum fagnaðaríátum.
Verkamanninum þótti þetta einkepnilegt
og skrifaði strax til ræðumannsins. Kom
þá i Ijós, að hann var eigandi hundsins,
og hundurinn á útvarpinu það að þakka,
að hann komst aftur til húsbónda síns.
ÞJÓÐTRÚ OG ÞJÓÐ-
SIÐIR í AUSTURRÍKI
Þjóðtrú og þjóðsiðir haldast mjög viða
við i Evrópu. Hér koma nokkrir, sem bænd-
ur i Austurriki hafa enn dálæti á:
Þegar elzti sonurinn tekur við búinu af
föður sinum, leiðir faðirinn hann hringinn
i kringum landamerki jarðarinnar. Við hvern
merkjastein gefur hann piltinum kinnhest
og segir: ,,Á landamerkjum stendur merkja-
steinninn. Hafðu hann í heiðri, eins og tiu
boðorð guðs. Sá, sem flytur merkjastein,
fær ekki ró í gröf sinni. Hann verður bund-
inn með glóandi hlekkjum við steininn, þar
til steinninn er kominn á sinn stað aftur."
Sama dag flytja gamli bóndinn og kona
hans í lítið hús spölkorn frá bæ sínum og
eyða þar ellinni. Þegar annaðhvort þeirra
deyr, er sá látni lagður á líkfjöl, sem letrað
er á nafn, fæðingar- og dánarár þess látna.
Eftir greftrunina er likfjölin geymd ásamt
öðrum likfjölum ættarinnar.
Þegar búféð er rekið til fjalla á vorin,
eru blómvendir og bjöllur bundnar við
horn þess. Kýrnar bera stórar, hljómsterk-
ar bjöllur, en kálfar og geitur minni. Er
það mikill samhljómur. Þannig er það lika,
þegar búpeningurinn er rekinn heim frá
seljunum.
----------------------------------------^
24