Æskan - 01.01.1972, Síða 46
Drottning Hollands heitir Júlíana. Eig-
inmaður hennar er Bernhard prins. Þau
eiga fjögur börn, prinsessurnar Beatrix,
Irene, Margriet og Mariu. Júlíana drottn-
ing tók við völdum 4. september 1948,
þegar móðir hennar, Vilhelmína, sagði
af sér aldurs vegna. Vilhelmína drottn-
ing andaðist 28. nóvember 1962.
Þjóðfáni Hollands er þrjár láréttar
rendur, rauð, hvit og blá. Þjóðhátiðar-
dagur landsins er afmælisdagur Júlíönu
drottningar, 30. april.
Meðal stærstu borga Hollands (utan
Haag og Amsterdam) eru Rotterdam,
Utrecht, Groningen og Arnhem.
Gjaldmiðill Hollands heitir florin, og
um 8,60 florinur eru í einu ensku sterl-
ingspundi.
Hinn sérkennilegi þjóðbúningur Hol-
lendinga er þekktur víða um heim, og
kannski mest af frægum málverkum.
Búningur þessi er þó ekki mikið not-
aður nú, en þó má enn sjá hann al-
mennt í nokkrum héruðum landsins og
einkum við hátiðleg tækifæri.
Myndin sýnir karl og konu i hinum
almenna þjóðbúningi Hollendinga.
2.
Amsterdam er stærsta borg landsins
og er staðsett í einu af norðurhéruðum
Hollands við Amstel-fljót.
Þar sem landið er fenja- og mýrar-
land, er borgin að verulegu leyti reist á
staurum, og elzta svæði borgarinnar er
á landi, sem nefnt hefur verið stíflu-
hleðslan.
Mikið er um síki og skurði í Amster-
HOLLHND
dam, og þess vegna hefur borgin oft
verið nefnd „Feneyjar norðursins". Einn
þekktasti og nýtízkulegasti skurðurinn
er Amsterdam-Rín skurðurinn. Hann var
tekinn i notkun árið 1952, og um hann
geta allt að 4.500 tonna stór skip siglt
hindrunarlaust.
Árið 1602 var Hollenzk-Austurindia-
skipafélagið stofnað, og það varð til
þess að gera Amsterdam að einni mestu
siglingaborg Evrópu.
Konungshöllin er mikilfengleg bygg-
ing; hún var reist af Jakob van Kamp-
en á árunum 1648—55 sem ráðhús
borgarinnar. Skammt frá þessari höll
er Nieuwe Kerk, þar sem konungsfjöl-
skyldan býr nú á dögum.
Amsterdam var fyrr á tímum fræg
fyrir gimsteinaslipun, en mikið af þeirri
starfsemi hefur nú flutzt yfir til Ant-
werpen.
Myndin sýnir hluta af Amsterdam.
\
3.
Aðaliðnaður Hollands er framleiðsla
á sviði vélfræði og rafmagnsfræði,
skipasmiði, stál, húsgögn, leðurvörur,
áfengi, bjór og gúmmíafurðir. Akuryrkja
er veigamikill þáttur í atvinnulifi lands-
manna. Kartöflur, sykurrófur, hveiti, rúg-
ur, bygg, hafrar, baunir, ávextir og blóm-
laukar eru ræktaðir í stórum stil, og
hollenzkir túlipanar eru viðfrægir.
Meðal landbúnaðarafurða ' Hollend-
inga eru smjör og ostar, sem seldir eru
um alla Evrópu og þykja mikið hnoss-
gaeti.
Myndin, sem hér fylgir, er frá osta-
markaði i Hollandi.
Áður fyrr var demantaslípun mjög
mikilvæg atvinnugrein. Hún er ennþá
allverulegur iðnaður, en hefur þó nokk-
uð dregizt saman á síðari árum.
Holland á langa sögu sem mikið
verzlunarþjóðríki. Vegna landfræðilegr-
ar legu sinnar er það tengiliður í milli-
rikjaverzlun — vörum ér umskipað i
hollenzkum höfnum á leið þeirra til ann-
arra landa álfunnar.
4.
Holland (eða Niðurlönd, eins og það
er stundum nefnt) er konungsríki i
40