Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1972, Síða 29

Æskan - 01.01.1972, Síða 29
óndi var úti i haga með hjörð sína. Lítil og falleg stúlka var þar hjá honum, Florence að nafni. ,,Hvar er hundurinn þinn?" spurði hún. ..Hann er heima." sagði maðurinn dapur í bragði. ..Hundurinn minn get- ur aldrei framar hjálpað mér að smala. Það henti strákur i hann steini i gær og fótbraut hann. Ég ma til með að skjóta hann i kvöld, svo að hann kvelj- ist ekki meira." Litla stúlkan kvaddi og hljóp heim að bæ bóndans. Þar fann hún hund- inn liggjandi á gólfinu. Fyrst urraði hann að henni. En hún talaði bliðlega til hans, þangað til hann lofaði henni loks að skoða fótinn. Þegar hún var búin að skoða fótinn vandlega, sagði hún: ..Seppi. hundur- inn minn. Þér er ósköp illt í fætinum, en hann er þó ekki brotinn. Ég ætla að lækna hann. Skilur þú mig, seþþi?" Seppi virtist skilja hana, því að hann leyfði henni að baða fótinn úr heitu vatni og binda um hann. afið þið nokkurn tima spilað spil. sem heitir Asni? Flest ykkar hafa sjálfsagt gaman af að spila og kunna ýmis- legt fyrir sér i þeirri list. En ef þið kunnið ekki að spila Asna ætla ég að kenna ykkur það, og ég þori að full- yrða. að ykkur finnst spilið skemmti- legt. Þátttakendur geta verið frá þremur og upp i þrettán. Þið byrjið á þvi að taka frá fjögur spil af hverri tegund. t. d. fjóra ása, fjóra kónga, fjóra þrista o. s. frv. fyrir hvern þátttakanda. Ef þið erum fimm. sem spilið, notið þið 20 spil. Siðan verðið þið að útvega ykkur einhverja hluti (korktappa eða eldspýtur), sem eiga að vera einum færri en þátttakendur. og hafa þá á Þegar Florence litla sá bóndann koma, hljóp hún á móti honum. Hún leiddi hann inn og sýndi honum. hvað hún hafði gert. ,,Hann er ekki fótbrotinn," sagði hún. ,,Líttu á, hvernig ég hef bundið um meiðslið. Þú þarft ekki að skjóta hann. Hann verður orðinn heilbrigður eftir fáa daga." „Þakka þér fyrir, Florence," sagði bóndinn. „Ég ætla að biða með að skjóta hann, ég vona, að þú hafir rétt fyrir þér." miðju borðinu. Spilin eru nú stokkuð vandlega og síðan gefið eitt og eitt i einu. þar til allir hafa fjögur spil á hendi. Nú eigið þið að safna einni teg- Næsta dag vitjaði hún hundsins aft- ur. Hann þekkti hana og varð feginn komu hennar. Hún þvoði fótinn og batt um hann, eins og daginn áður. Eftir fáa daga var honum batnað, svo að hann gat hjálpað húsbónda sin- um með féð. Upp frá þessu þótti honum innilega vænt um Florence. Hann hljóp til henn- ar, hvar sem hann sá hana, og sýndi henni alls konar vinahót. Ástin og þakk- látssemin skein úr augum hans. Bónd- inn sagði: „Ég get aldrei þakkað þér, Florence, eins og þú átt skilið. Það er þér einni að þakka, að ég missti ekki bezta hund- inn minn." Þessi litla stúlka hélt áfram að vera góð og hjálpfús. Hún fór burt úr land- inu og þangað, sem strið og styrjöld geisaði og margir særðir menn þurftu hjúkrunar. Þar vann hún mikið verk, hjálpaði og huggaði og frelsaði lif margra manna. Hún er þekkt um allan heim. Nafn hennar er Florence Nightin- gale. und, til dæmis öllum ásum eða tvistum. Ef enginn hefur fjögur eins spil á hendi i byrjun, laumar hver þátttakandi einu spili til næsta manns, og verður það auðvitað að ganga i hring. Þannig gengur það þar til einhver hefur feng- ið fjögur eins spil, og þá tekur hann ósköp laumulega einn hlutinn af borð- inu, og eiga þá allir þátttakendur að reyna að ná i hina hlutina. En auðvitað verður einn útundan, þar sem hlutirnir eru einum færri en spilamenn. Sá óheppni hefur tapað í þessari umferð og hjá honum er skrifað A. Þegar hann tapar næst, fær hann S. síðan N og I. Og þá er hann orðinn A-S-N-l og verður nú að standa upp og hneggja eins og asni þrisvar sinnum. 27

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.