Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1972, Side 66

Æskan - 01.01.1972, Side 66
1. Niðri í hallargarðinum hafði verið mikill hlátur og gauragangur, þar sem öll börnin hlupu fram og aftur til þess að finna felustaði. En skyndilega varð allt hljótt. Afmælisgestir Þyrnirósar lögðust til svefns hér og þar I höllinni, saddir af saftblöndu og kökum. Þeir höfðu alveg gleymt, að þeir voru að leika sér. — 2. Kanarífuglarnir urðu alveg steinhissa á kyrrðinni, og þeir fengu mjög syfjulegt svar, þegar þeir kvökuðu við gullfiskana til þess að fá að vita, hvað hefði komið fyrir. Klukkan, sem var svo framúrskarandi iðin, stoppaði líka. — 3. Drottningin varð auðvitað mjög undrandi á því, að allt hljóðnaði svo skyndilega. Hún hafði einmitt ætlað út til þess að athuga, hvað hefði orðið af öllum börnunum, en þá syfjaði hana svo, að hún gleymdi öllu og kom sér þægilega fyrir i bezta stólnum og dottaði. Hún hafði ekki einu sinni tóm til að verða undrandi. 4. Hún geispaði hástöfum, þó að það væri harðbannað við hirðina, hallaði höfðinu upp að stólbakinu og svaf vært. Skömmu seinna hraut hún lika svolitið. Hvað mundu hirðmeyjarnar segja? En þær sögðu ekkert, því að þær hrutu þegar sjálfar, meira að segja dálítið hærra en drottningin. — 5. Niðri í hallareldhúsinu var einmitt verið að matreiða afmælismatinn, sem átti að vera allir uppá- haldsréttir prinsessunnar. Minnsta eldasveininum var falið að hræra í ídýfunni, en auðvitað stóð hann, starði út í loftið og hugsaði um eitthvað annað. Hann dreymdi um, að honum væri haldin afmælisveizla, sem væri eins og þessi. — 6. Áður en hann gat áttað sig, hafði ídýfan brunnið við, og þá var meistaramatsveinninn þegar kominn á vettvang og rétti út höndina til þess að löðrunga drenginn. En áður en af því gæti orðið, varð hann að leggja höndina fyrir munninn og geispa. Á næsta augnabliki steinsvaf hann.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.