Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1972, Side 30

Æskan - 01.01.1972, Side 30
INGIBJÖRG ÞORBERGS: TAL OG TÓNAR „Sjá dagar koma, ár og aldir liða . . Á nýársdag hefur þessi söngur hljómað í eyrum landsmanna árum saman. Enn einu sinni hefur enginn stöðvað timans rás... Ég þakka ykkur innilega fyrir árið, sem nú er liðið, og eins og alltaf vonum við, að þetta nýja ár — 1972 — færi okkur gæfu og gengi. I þessum þætti ætla ég m. a. að rabba svolitið við 9 ára yngismær. Hún heitir Oddrún Vala Jónsdóttir. Ljóshærð, bros- andi og borginmannleg. Mér finnst svo örstutt siðan Oddrún var 4 ára og kom upp i Útvarp með henni Ragnheiði systur sinni til að syngja. Lillagó, eins og hún er stundum kölluð, söng þá lagið „Allir krakk- ar“. Síðan hefur hún margsinnis komið fram opinberlega, en þá aðallega sem listdansmær. Annars hefur Oddrún Vala oft komið hingað f Útvarpið, því að pabbi hennar vinnur hér. Hann þekkja allir hér á landi. — Jájá, allir! Hann heitir Jón Múli Árna- son. Og nú er Oddrún komin og er að bíða eftir að fara í balletttlma upp i Þjóð- leikhús. Þeir, sem hlusta á þulina i morgunút- varpinu, vita áreiðanlega, hve veðrasamt er hér á Skúlagötunni. Þótt mesta blíða sé annars staðar í höfuðborginni, er hér hið versta rok. Ég vlnn í tónlistardeildinni, sem er á 6. hæð að Skúlagötu 4. Gluggarnir snúa út að sjónum. Útsýnið er fjölskrúðugt. Stundum er hér svo fagurt, að ótrúlegir þættu þeir litir í málverki, sem við sjáum hér út um gluggana. En oft er lika svo rosalegt, að maður stendur agn- dofa. Ég veit ekki, hvort gagntekur mann meira: Fegurðin, þegar friður hvflir yfir öllu, eða ofsinn þegar þrimið gengur yfir bryggjurnar, vitana — og götuna. Þótt stórfenglegt sé að horfa á þetta, þerum við okkur stundum heldur illa — og þá sérstaklega, þegar varla er stætt úti. Þá er oft erfitt að komast fyrir hornið hérna. Þegar verst lætur hafa jafnvel stærstu karlmenn tekizt á loft! Mörgum litlum stelpum finnst ágætt að „dobla" pabba sinn til að keyra sig öðru hverju, og það finnst Oddrúnu líka. í dag er það þrýn nauðsyn, jafnvel þótt maður sé hið mesta hörkutól og bjóði öllu Skúla- göturoki birginn. Það er kaffitimi hér í Útvarpinu núna. Kaffistofan er á næstu hæð fyrir neðan okkur, en allir virðast hafa gleymt kaffinu. — Ætli starfsfólk Útvarpsins sé svona vinnugefið? hugsið þið nú. — Jájá, það erum við, en ekki gleymum við kaffitím- anum í þetta skipti vegna vinnugleðinnar. Nei, þetta er einn af þessum stórkostlegu dögum, sem dregur okkur öll að glugg- anum. Úti er ákaflega hvasst, 8—10 vind- stig, þessi leiðinda vestanátt, sem gengur á með éljum. En Oddrún Vala fagnar hverju snjókorni, þvi að hún er snjódýrk- andi eins og flestir jafnaldrar hennar. Við horfum á ólgandi brimið. Þarna kemur skip, og flest erum við sammála um, að ekki vildum við vera um borð. Þetta er einn Fossinn okkar, og hann hallast svo mikið, að við rekum upp óp öðru hverju, þegar við höldum, að nú sé hann alveg að velta á hliðina. En brátt kemur dráttarbáturinn Magni, og margur er knár, þótt hann sé smár. — Magni er montinn, þegar hann hjálpar þessu stóra skipi í höfn! — Og mikið hljóta farþeg- ar að verða fegnir að fá fast land undir fót. Nú er skipið lagzt að bryggju, og þá muna allir hér allt í einu eftir kaffinu. Ingibjörg: — Finnst þér ekki heldur ó- hugnanlegt að sjá sjóinn núna? Oddrún: — Neinei! Ég vaeri alveg til í að stökkva hér ofan af 6. hæð og beint út í sjó. Ég held, að það væri gaman að þvælast um i briminu. Ingibjörg: — Þú gætir leikið þér með sel- unum okkar, sem eru stundum hérna við Kolbeinshaus. Heldurðu, að fólk tryði honum pabba þinum, ef hann segði i útvarpið, að Ijóshærð hafmey væri að leika sér með „syndaselum útvarpsins"? Hún hefur bersýnilega búizt við, að ég mundi mótmæla þessari hugmynd hennar og lítur á mig forviða. Ingibjörg: — Annars held ég, að þú ættir að láta þér nægja að stökkva ofan af háa brettinu i Sundhöllinni! Oddrún: — Ég man þegar ég stökk i fyrsta sinn. — Þá var ég líklega 6 ára. Ingibjörg: — Og ég man þegar þú varst 4 ára. Þá komstu hingað ákaflega kát, sýndir okkur hring, sem þú áttir, og sagðir: „Ekta rúbin!“ Er rautt kannski upþáhaldsliturinn þinn? Oddrún: — Nei! Svarti liturinn finnst mér fallegastur! Það er kröftugasti liturinn! Ingibjörg: — Svart? Það eru liklega ekki margar 9 ára ungfrúr, sem segja, að það sé fallegasti liturinn. Oddrún: — Ja, mér finnst það nú samt. Þú ættir að sjá, hvað það er fallegt að sjá sólina skína á svart hár! Ingibjörg: — Þetta segirðu af þvi, að þú ert sjálf með „gullhár"! En finnst þér þá líka fallegt svart fólk? Oddrún: — JáF Það þarf ekki að liggja i sólbaði allan daginn! Ingibjörg: — Þú ert svei mér ákveðin! — Er gaman í ballettskólanum? Oddrún: — Mér finnst skemmtilegast þeg- ar við fáum að gera erfiðar æfingar. Það er svo gaman að reyrja við allt, sem er ekki mjög auðvelt. Ingibjörg: — Hefur nokkuð kátlegt komið fyrir við sýningar, sem þú hefur tekið þátt í? Oddrún: — Ég var i upptöku i Sjónvarp- inu og var að leika mús. Það var búið að mála svartan blett framan á nefið á mér. Þá nuddaði ég nefið óvart og svert- an klesstist út um allt. Það varð að mála mig aftur! Ingibjörg: — Auðvitað hefur mýsla orðið að vera með ,,hreint“ trýni! — En ég veit, að þú fórst til Grænlands í sumar. Segðu mér frá þvi. Oddrún: — Ég fór til Kúlúsúk. Þú ættir að sjá hafisinn! Sumir jakarnir sýnast litlir, en þá eru þeir stórir neðansjávar. Og þeir, sem eru stórir ofansjávar — alveg eins og kristallshallir — eru litlir ofaní. En sem betur fer sá ég engan isbjörn! Og grænlenzku hundarnir voru dálítið svakalegir. Þó held ég, að grænlenzku krakkarnir séu ekkert hræddir við þá. Ingibjörg: — Svo að þú hefur ekki fengið þér hvitabjörn eða grænlenzkan hund i ferðinni. — Enda ekki sérlega fýsileg gæludýr! En hvernig leizt þér á krakk- ana þar? Oddrún: — Ágætlega. Ég held samt, að þau séu öll fátæk. Þau eiga áreiðanlega engin fin föt. Það var ein stelpa í ný- legum fötum. en það er annars allt ógurlega fátæklegt. Ég sá engin snjóhús þar. Það eru timburhús — og það er kirkja þar — og ein þúð. Eg sé það á svip Oddrúnar, að hún reynir að rifja eitthvað upp, og svo kallar hún: — Pabbl! Hvað heitir nú aftur búðin. sem við fórum i á Grænlandi? Jón Múli þylur upp feikna-býsna-hrika- ganta-gríðar-langt orð á dönsku, sem þýð- ir liklega Konunglega grænlenzka verzlunin. Oddrún: — Þar fást minjagripir, sem Græn- 28

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.