Æskan - 01.01.1972, Qupperneq 55
Ljósm.: Ólafur K. Magnússon.
Ljósm.: Arngrímur Sigurðsson.
marksflugtaksþyngd: 1.160 kg. Arðfarmur: 203 kg. Farflughraði:
240 km/t. Hámarkshraði: 296 km/t. Flugdrægi: 1.450 km. Flug-
hæð: 5.700 m. 1. flug: 1952. TF-HIS: Model 1953.
NR. 78 TF-ATC
ERCO 415-C ERCOUPE
Skráð hér 25. marz 1954 sem TF-ATC, eign flugklúbbsins
Gands (starfsmenn Flugturnsins í Rvík). Hún var keypt af Ralph
De Yoreo, Little Ferry, N.Y. í Bandaríkjunum (NC 99450). Ætluð
hér til einkaflugs.
Ljósm.: N. N.
Hún var smíðuð 20. júní 1946 hjá Engineering and Research
Corporation (ERCO), Riverdale, Maryland. Raðnúmerið var 2073.
3. ágúst 1954 nauðlenti flugvélin (bensíndæla brotnaði) við
Galtaból (Húnavatnss.). Flugvélin stakkst fram yfir sig og skemmd-
ist mikið. Flugskólinn Þytur keypti flugvélina (4. jan. 1955) i því
ástandi, sem hún var eftir nauðlendinguna. Hún var gerð upp
og varð flughæf 7. janúar 1958. Skráð eiQn Þyts 8. jan. 1958.
27. júní 1958 stórskemmdist flugvélin, er hún rann mannlaus
eftir gangsetningu og lenti i lægð. Hún var ekki gerð upp.
Afskráð 16. nóv. 1962.
ERCO 415-C ERCOUPE: Hreyflar: Einn 85 ha. Continental C-85-12
(áður C-75-12). Vænghaf: 9.14 m. Lengd: 6.30 m. Hæð: 1.80 m.
Vængflötur: 13.20 m’. Farþegafjöldi: 1. Áhöfn: 1. Tómaþyngd:
396 kg. Hámarksflugtaksþyngd: 573 kg. Arðfarmur: 42 kg. Far-
flughraði: 165 km/t. Hámarkshraði: 228 km/t. Flugdrægi: 800 km.
Flughæð: 4,700 m. 1. flug: Okt. 1937 (Erco 310).
Ljósm.: N. N.
NR. 79 TF-HGS
PERCIVAL PROCTOR
Skráð hér 19. mai 1954 sem TF-HGS, eign Lárusar Óskarssonar
og Ágústs Sæmundssonar. Flugvélin var keypt i Bretlandi. Þar
hafði hún verið skráð G-AHGS, fyrst i einkaeign, síðan eign
Patrick Motors Ltd. í Birmingham og þar á eftir eign Aerocontacts
Limited. Hér var flugvélin ætluð til einkaflugs.
Hún var smíðuð 1946 hjá Percival Aircraft Co., Luton, Englandi.
Framleiðslunr. var Ae 57. Fyrsta reynsluflugið fór hún 26. 6. 46.
26. júní 1954 rakst nef vélarinnar í jörð við Stóra-Fossvatn,
en skemmdist lítið og var flogið af staðnum eftir skrúfuskipti.
5. des. 1959 er Pétur Filippusson orðinn meðeigandi Lárusar,
en síðar seldu þeir þeim Ólafi Magnússyni og Hilmari A. Kristjáns-
syni flugvélina.
Lofthæfisskírteini flugvélarinnar var ekki endurnýjað eftir 3. jan.
1960.
PERCIVAL PROCTOR V: Hreyflar: Einn 208 ha. Gipsy Queen II.
Vænghaf: 12.00 m. Lengd: 8.60 m. Hæð: 2.21 m. Vængflötur:
18.76 ms. Farþegafjöldi: 3. Áhöfn: 1. Tómaþyngd: 1.110 kg. Há-
marksflugtaksþyngd: 1.590 kg. Arðfarmur: 259 kg. Farflughraði:
220 km/t. Hámarkshraði: 360 km/t. Flugdrægi: 800 km. Hámarks-
flughæð: 4.000 m. 1. flug: Des. 1945.
49