Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1972, Side 14

Æskan - 01.01.1972, Side 14
ROBERT L. STEVENSON: Gulleyjan (Stytt og endursögð) Höfundur þessarar heimsfrægu sögu er Robert Louis Stevenson. Hann fædd- ist í Edinborg í Skotlandi 13. nóv. árið 1850. Þegar í æsku varð hann mjög heilsuveill, en hann bjó yfir góðum gáf- um og hugur hans hreifst mjög af skozku þjóðsögunum. Það var ósk foreldra Roberts, að hann legði stund á laganám. Er hann hafði aldur til, innritaðist hann í háskól- ann í Edinborg, en skömmu áður en hann skyldi Ijúka embættisprófi, varð hann altekinn illum lungnasjúkdómi. Heilsu sinnar vegna neyddist hann til að yfirgefa föðurlandið, og hélt hann þá til suðlægra landa sér til heilsubótar. Þegar hann var 29 ára var hann á ferð i Ameríku, og enn var hann að leita heilnæms loftslags. Hann hélt vest- ur á bóginn, upp í fjöllin, til þess að njóta hins þurra fjallalofts i Kaliforníu. Dag nokkurn var hann á gönguferð á viðlendri auðn, en enn hafði hann ekki náð sér og þoldi ekki áreynsluna. Hann varð máttvana og hneig niður, og i tvær nætur lá Robert meðvitundarlaus úti í auðninni. Það vildi honum til lífs, að tveir hjarðmenn rákust þar á hann og íluttu hann til byggða. í nokkrar vikur lá hann milli heims og helju, en and- legt þrek hans var óbugandi, og hann komst á fætur aftur. Meðan Robert dvaldi hjá hjarðmönn- unum, vann hann að ritstörfum eins og honum var frekast unnt. Ári síðar kvæntist Robert Fanny Van de Grift frá San Francisco, stúlku, sem hann hafði lengi þekkt. Hafði hún verið gift áður og átti son, Lloyd að nafni. Robert og Lloyd urðu mestu mátar, og hafði Lloyd unun af því að hlýða á stjúp- föður sinn, sem sagði honum oft skemmtilegar sögur. Kvöld nokkurt dró Robert fram landabréf, og til þess að skemmta litla drengnum hóf Robert að segja honum sögu af sjóræningjum, huldum fjársjóðum, skipbroti og upp- reisn. Þeir höfðu landabréfið fyrir fram- an sig, og Robert bjó söguna jafnóðum fil og staðsetti atburðina á landabréf- inu. Þannig varð til þessi fræga saga, Gulleyjan. Þótt Robert hefði aldrei skrifað ann- að en þessa sögu, hefði hann samt skráð nafn sitt í bókmenntasöguna með þessari einu sögu. En Robert lét ekki staðar numið, því að nokkrum árum seinna kom út eftir hann bókin ,,Dr. Jekyll og Mr. Hyde“, og enn siðar „Kid- napped", sem margir töldu hans bezta verk. Robert lézt aðeins 44 ára að aldri. Það var þó ekki sjúkdómur sá, er hann hafði barizt við alla ævi, sem dró hann til dauða, heldur varð hjartaslag hon- um að aldurtila. I. Okunni sjómaðurinn g, sem skrifa þessa sögu, heiti Jim Hawkins og er 15 ára, þegar frásagan hefst. Trelavney dómari, Livesey læknir og hinir aðrir leitar- menn Gulleyjunnar hafa lagt að mér að skrifa upp og skrásetja alla atburði ferðarinnar þang- að og draga ekkert undan, nema legu eyjarinnar sjálfrar, með því að þar eru enn fjársjóðir fólgnir í jörðu. Saga mín hefst með því að segja frá föður mínum, sem rak veitingahúsið Benboga á Norður-Englandi, skammt frá sjónum. Þetta var um 1750, og var faðir minn þá orðinn aldraður maður og farinn að heilsu. Ég man það eins og það hefði gerzt i gær, þegar ókunni sjómaðurinn með örið á kinninni kom arkandi heim að húsinu okkar. Hann hafði með sér mjög stóra farmanns- kistu, sem tveir menn báru á börum. Hann lét mennina skáka kistunni inn í veitingastofuna, greiddi þeim síðan með silfurpeningum og lét þá fara. Hann kallaði á föður minn og mælti eitthvað á þessa leið: „Jæja, félagi! Fái ég egg og flesk, eitthvað að drekka og herbergi hérna uppi, þá mun ég una vel hag mínum hér. Vikin hérna er viðkunnanleg fyrir gamlan skipstjóra. Það er bezt, að þið kallið mig bara kaptein." Siðan rétti hann föður mínum nokkra gullpeninga og bað hann að segja sér til, þegar hann væri búinn að éta 12

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.