Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1972, Side 47

Æskan - 01.01.1972, Side 47
\ Sögur af Sæmundi fróða „UPP f GARÐ TIL SÆMUNDAR" Einu sinni átti Sæmundur fróði mikið af þurri töðu undir. en rigningarlega leit út. Hann biður því allt heimafólk sitt að reyna að ná heyinu saman und- an rigningunni. Kerling eiri var hjá hon- um i Odda, mjög gömul, er Þórhildur hét; prestur gengur til hennar og biður hana að reyna að haltra út á túnið og raka þar dreifar. Hún segist skuli reyna það, tekur hrifu og bindur á hrífuskafts- endann hettu þá, sem hún var vön að hafa á höfðinu, og skjöktir svo út á túnið. Áður en hún fór, segir hún við Sæmund prest, að hann skuli vera í garðinum og taka á móti heyinu, því vinnumennirnir verði ekki svo lengi að binda og bera heim. Prestur segist skuli fylgja ráðum hennar t þvi, enda muni þá bezt fara. Þegar kerlingin kemur út á túnið, rekur hún hrífuendann undir hverja sátu, sem sætt var, og segir: „Upp t garð til Sæmundar." Það varð að áhríns- orðum, því hver baggi, sem kerling renndi hrifuskaftinu undir með þessum ummælum, hvarf jafnóðum heim í garð. Sæmundur segir þá við kölska og ára hans, að nú sé þörf að duga að hlaða úr. Að skömmum tíma liðnum var allt heyið komið í garð undan rigningunni. Á eftir sagði Sæmundur við kerlingu: „Eitthvað kannt þú, Þórhildur min.“ Hún segir: ,,Það er nú lítið orðið og mestallt gleymt, sem ég kunni í ung- dæmi mínu." PÚKABLÍSTRAN Sæmundur fróði átti pípu eina, sem hafði þá náttúru, að þegar í hana var blásið, þá komu einn eða fleiri púkar til þess, sem í hana blés, og spurðu, hvað þeir ættu að gjöra. Einu sinni hafði Sæmundur skilið píp- una eftir i rúminu sínu, undir höfðalag- inu, þar sem hann var ætíð vanur að hafa hana á næturnar. Um kvöldið sagði hann þjónustustúlkunni að búa um sig, eins og vant væri, en tók henni vara fyrir því, að ef hún fyndi nokkuð óvana- legt í rúminu, þá mætti hún ekki snerta það, heldur láta það vera kyrrt á sínum stað. Stúlkan fór nú að búa um og varð heldur en ekki forvitin. þegar hún sá pípuna. Hún tók hana óðar, skoðaði hana í krók og kring, og seinast blés hún í hana. Kom þá óðar til hennar púki einn og spurði: ,,Hvað á ég að gjöra?" Stúlkunni varð bilt við, en lét þó ekki á því bera. Svo stóð á, að um daginn hafði verið slátrað tíu sauðum hjá Sæ- mundi, og lágu allar gærurnar úti. Stúlkan segir þá púkanum. að hann eigi að telja öll hárin á gærunum, og ef hann verði fljótari að þvi en hún að búa um rúmið, þá megi hann eiga sig. Púkinn fór og kepptist við að telja, og stúlkan hraðaði sér að búa um. Þegar hún var búin, átti púkinn eftir að telja á einum skæklinum, og varð hann þá af kaupinu. Sæmundur spurði síðan stúlkuna, hvort hún hefði fundið nokkuð i rúminu. Hún sagði frá öllu eins og var, og lik- aði Sæmundi vel ráðkænska hennar. Vestur-Evrópu og liggur að Norðursjó. Stærð landsins er 13.500 fermílur og íbúatala landsins var í ársbyrjun 1969 12.810.000. Meginhluti landsins er algjört flat- lendi, og um það renna margar ár og fljót. Stærstu fljótin eru Maas, Yssel, Scheidt og Rín. Ríkisstjórnin hefur aðsetur í Haag, og er íbúatala borgarinnar um 576.000. Hún er rúmlega 20 kílómetra norðvest- ur af Rotterdam. Tungumál Hollendinga er hollenzka. Hún er mjög skyld lág- þýzku og forn-ensku. Hún er töluð um allt Holland, en einnig í nokkrum hlut- um Belgíu og nokkuð í löndum þeim, sem voru fyrrum nýlendur Hollands. í Hollandi eru gefin út tíu þjóðar- dagblöð, en auk þeirra kemur út mikið af dagblöðum fylkja og héraða. Myndin sýnir kort af Hollandi. Sæll er sá maður, sem stenzf freist- ingu, þvi að þegar búið er að reyna hann, þá mun hann öðlast kórónu lifs- ins. JAKABS BREF. Drykkjuskaparbölið hefur eyðilagt líf fleiri manna en nokkuð annað. ANDREW CARNEGIE. Áfengið gerir ekkert nema illt. TOLSTOJ. Ekkert stríð hefur orsakað eins mikla eymd, kvöl og dauða og áfengisnautnin. CHARLES DARWIN. 41

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.