Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1972, Side 5

Æskan - 01.01.1972, Side 5
Fuglakallið komu fljúgandi einhvers staðar úr fjarlægð i fölbláum himinbjarmanum. Eftir fáar minútur dýfðu sér og skvömp- uðu tugir svana innan um kornmola, sem dreifðir voru um vatnsflötinn. Endur syntu innan um svanina. eins og ysmiklir dráttar- bátar innan um fyrirferðarmikil hafskip. Rúmlega hundrað og stöku sinnum yfir tvö hundruð svanir bregða við. er þeir heyra kall Phillips. Þeir saekjast eftir korn- inu á sama hátt og þeir leita venjulega að fæðu — með því að dýfa höfðinu og löngum hálsinum niður i grunnt vatn og tina bita upp af árbotninum. ,,Þeir leyfa mér að koma nokkuð nærri sér," sagði Phillips, ,,en þeir halda sig i hæfilegri fjarlægð frá ókunnugum. Sonur minn, Andy, þaut fram af ákafa til að sjá þessa fögru sjón. Stór og glæsilegur fugla- hópurinn færði sig aftur á bak þannig að milli þeirra og lands myndaðist hindrun. kalt, autt vatnssund." Þetta eru ekki tamdir svanir, sem hafðir eru sem gæludýr. Þetta eru villisvanir. Að vetrarlagi eru heimkynni þeirra i vogum og á skipaskurðum nálægt Chesapeake- flóa, svo og á túndrum eða freðmýrum og Svanirnir halda sig i hæfilegri fjarlægð frá ungum gesti, meðan þeir leita að gómsætum kornmolum á botni Choptank-fljótsins. Albanus Phillips likir eftir svanasöng til að lokka fuglana að heimili sinu á fljóts- bakkanum i Cambridge i Maryland. Áður en Phillips sendi frá sér fugla- kallið, var fljótsyfirborðið rennislétt og glitrandi, og ekkert þar að sjá nema hring- iður, sem mynduðust á við og dreif undan vindgusti. Er fuglakall Phillips hafði kveð- ið við, birtist fjöldi stórra hvitra fugla, sem Myndin sýnir svanina svifa á hijóðið, er Phillips gefur frá sér. Vænghaf hvers svans er allt að tveimur metrum. hæðum Norður-Kanada og Alaska á sumr- um. Phillips og kornið hans var einfaldlega orðið þáttur í árlegum lifsháttum þeirra á vetrum. Svanirnir koma venjulega á Cambridge- svæðið i nóvember og dveljast þar til i marz. Vetrarheimkynni þessara svana eru á svæði því, sem teygir sig frá Chesapeake- flóa suður á bóginn langt meðfram strönd Norður-Carolina að austan og frá Alaska inn i Bja i Kaliforniu að vestan. Phillips benti okkur á, að fölgráu ung- svanirnir hefðu sennilega flogið þessa löngu leið i fyrsta sinn. Þessir svanir verða ekki snjóhvitir fyrr en á öðru ári. En fugl- arnir, sem dvelja veturlangt á Choptank- fljótinu, vita, þegar þeir eiga að leggja til flugs. þvi Alþanus Phillips gefur þeim merki — hút-HÚT-hút. Hút-HÚT-hút! Hljóðið rauf skyndilega kyrrðina i vetrarrikinu meðfram Choptank- fljótinu. Albanus Phillips i Cambridge í Maryland var að bjóða nokkrum gestum heim til snæðings. Það var heimboð, sem gestir hans. tign- arlegir svanir, skildu vel. i rúmlega tólf ár hefur Phillips hermt eftir kalli fuglanna og beint þeim til heimilis sins til að gæða þeim á slatta af korni. 3

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.