Æskan - 01.01.1972, Síða 10
Þeir flugu með Caravelleþotu frá SAS frá Dússeldorf til Kaup-
mannahafnar. Farþegar voru frekar fáir, en það fór vel um þá í
þotunni, sem var mjög hreinleg að innan. Geir hafði mun meira
álit á SAS flugfélaginu eftir þessa flugferð en áður. Sannast að
segja hafði honum verið lítið um SAS gefið eftir skrif einhverra
blaða heima á íslandi, en við nánari kynni breyttist álitið félaginu
mjög í hag. Þeir lentu í Kaupmannahöfn kl. 13:15 í glampandi
sól. Hér var stormur og alls ekki eins heitt og suður frá, eitthvað
um 20 gráður. Þeir héldu sem leið lá frá flugstöðinni í Kastrup
niður í bæinn og síðan ( verzlanir. Það vildi svo vel til, að Geir
gat fengið jakka, sem hann vantaði, og þeir áttu að koma og
sækja hann svolítið síðar um daginn, en á meðan skoðuðu þeir
lífið á Strauinu. Mestu athyglina vakti stór, rauðhærður íslend-
ingur, eða að minnsta kosti var hann sagður íslendingur, og
höfuðfatið var eins og nýútsprungið blóm. Sjálfur var maðurinn
allur hinn vörpulegasti, eins og gamall vikingur til að sjá með
rautt skegg, og seldi hann alls kyns prentaðan litteratúr úr
barnavagni. Það var mikil þröng í kringum hann, og Grímur
sagði, að hann væri búinn að græða mikla peninga á þessari
vitleysu.
Geir ætlaði að kaupa sér jakka í ferðinni, og hér mátar hann
jakkann með aðstoð hr. Möllers, sem er mörgum íslendingum
að góðu kunnur fyrir lipurð og hjálpsemi.
Dómkirkjan í Köln. Geir virðir þetta tignarlega guðshús fyrir sér,
og hann undraðist stærð þess og mikilleika.
Á göngu sinni datt Geir ( hug það, sem hann hafði lesið um
Kaupmannahöfn gamalla daga í Nonnabókunum. Þegar Nonni
kom fyrst til Kaupmannahafnar á seglskipi og sá allan mann-
fjöldann, allt götulifið. Það kom honum mjög á óvart, drengnum
sem kom úr fásinninu á íslandi. Konurnar tvær, sem þeir höfðu
hitt í járnbrautarlestinni á leiðinni frá Köln til Dússeldorf, sögð-
ust einnig vita heilmikið um Island vegna þess, hvað þær höfðu
lesið í Nonnabókunum. Enginn vafi lék á því, að sú landkynning
var íslandi verðmæt, því fátt var þar skrifað, »em ekki var landinu
til sóma. Eftir heimsókn á skrifstofu Flugfélags Islands fóru
þeir út í Tivolí. Þangað hafði Geir að sjálfsögðu aldrei komið
áður. Þeir stönzuðu við styttuna af Jakob Gade. Á litlu senunni
lék hljómsveit og söngkona söng. Það var sólskin og þó nokkur
gola og alveg mátulega heitt. Geir skoðaði vandlega styttuna
af Jakob Gade, þeim fræga tónlistarmanni og tónskáldi. En
Tívolí er fyrst og fremst skemmtistaður, þar sem fólk hreyfir sig,
gengur um og fer í alls kyns tæki, sum alls ekki árennileg. Geir
stanzaði og horfði á fólk, sem sat í einhvers konar þeytihjóli.
Hjólið snerist með ofsahraða og hallaðist ískyggilega mikið. Þetta
væri ekki fyrir þá, sem væru höfuðveikir eða sjóveikir, hugsaði
8