Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1972, Qupperneq 10

Æskan - 01.01.1972, Qupperneq 10
Þeir flugu með Caravelleþotu frá SAS frá Dússeldorf til Kaup- mannahafnar. Farþegar voru frekar fáir, en það fór vel um þá í þotunni, sem var mjög hreinleg að innan. Geir hafði mun meira álit á SAS flugfélaginu eftir þessa flugferð en áður. Sannast að segja hafði honum verið lítið um SAS gefið eftir skrif einhverra blaða heima á íslandi, en við nánari kynni breyttist álitið félaginu mjög í hag. Þeir lentu í Kaupmannahöfn kl. 13:15 í glampandi sól. Hér var stormur og alls ekki eins heitt og suður frá, eitthvað um 20 gráður. Þeir héldu sem leið lá frá flugstöðinni í Kastrup niður í bæinn og síðan ( verzlanir. Það vildi svo vel til, að Geir gat fengið jakka, sem hann vantaði, og þeir áttu að koma og sækja hann svolítið síðar um daginn, en á meðan skoðuðu þeir lífið á Strauinu. Mestu athyglina vakti stór, rauðhærður íslend- ingur, eða að minnsta kosti var hann sagður íslendingur, og höfuðfatið var eins og nýútsprungið blóm. Sjálfur var maðurinn allur hinn vörpulegasti, eins og gamall vikingur til að sjá með rautt skegg, og seldi hann alls kyns prentaðan litteratúr úr barnavagni. Það var mikil þröng í kringum hann, og Grímur sagði, að hann væri búinn að græða mikla peninga á þessari vitleysu. Geir ætlaði að kaupa sér jakka í ferðinni, og hér mátar hann jakkann með aðstoð hr. Möllers, sem er mörgum íslendingum að góðu kunnur fyrir lipurð og hjálpsemi. Dómkirkjan í Köln. Geir virðir þetta tignarlega guðshús fyrir sér, og hann undraðist stærð þess og mikilleika. Á göngu sinni datt Geir ( hug það, sem hann hafði lesið um Kaupmannahöfn gamalla daga í Nonnabókunum. Þegar Nonni kom fyrst til Kaupmannahafnar á seglskipi og sá allan mann- fjöldann, allt götulifið. Það kom honum mjög á óvart, drengnum sem kom úr fásinninu á íslandi. Konurnar tvær, sem þeir höfðu hitt í járnbrautarlestinni á leiðinni frá Köln til Dússeldorf, sögð- ust einnig vita heilmikið um Island vegna þess, hvað þær höfðu lesið í Nonnabókunum. Enginn vafi lék á því, að sú landkynning var íslandi verðmæt, því fátt var þar skrifað, »em ekki var landinu til sóma. Eftir heimsókn á skrifstofu Flugfélags Islands fóru þeir út í Tivolí. Þangað hafði Geir að sjálfsögðu aldrei komið áður. Þeir stönzuðu við styttuna af Jakob Gade. Á litlu senunni lék hljómsveit og söngkona söng. Það var sólskin og þó nokkur gola og alveg mátulega heitt. Geir skoðaði vandlega styttuna af Jakob Gade, þeim fræga tónlistarmanni og tónskáldi. En Tívolí er fyrst og fremst skemmtistaður, þar sem fólk hreyfir sig, gengur um og fer í alls kyns tæki, sum alls ekki árennileg. Geir stanzaði og horfði á fólk, sem sat í einhvers konar þeytihjóli. Hjólið snerist með ofsahraða og hallaðist ískyggilega mikið. Þetta væri ekki fyrir þá, sem væru höfuðveikir eða sjóveikir, hugsaði 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.