Æskan - 01.01.1972, Side 49
drengja hófst. Þar var Trausti Sveinsson
meðal 9 keppenda. Hann hljóp mjög vel
og var i öðru sæti þar til á endasprettinum.
að einn keppandinn þaut fram úr honum.
Kom hann þvi 3. i mark á 2:01,9 mín. og
reyndust 22 keppendur hafa náð betri
tima af samtals 58. sem þátt tóku. Þar með
var keppninni lokið fyrri daginn, og vorum
við mjög ánægð með árangurinn.
Um kvöldið var skemmtisamkoma fyrir
öll börnin, og þar voru afhent verðlaun.
Þegar Ása var kölluð upp á verðlaunapall-
inn við mikil fagnaðarlæti, heyrði ég sagt
á islenzku við hliðina á mér: ,,Á morgun
skal ég komast á verðlaunapallinn." Það
var Guðjón. sem mælti þessi orð, og hann
átti eftir að standa við þau.'
Síðari daginn hófst keppnin kl. 10 fyrir
hádegi.
Ása keppti i 60 m hlaupi og varð önnur
i sinum riðli á 8,6 sek., sem var betri timi
en hún hafði áður náð. Hún komst þvi
áfram í milliriðil, en þar skeði óhappið.
Hún virtist vera mjög taugaóstyrk. var
siðust i viðbragðinu og náði sér svo aldrei
á strik. Hún kom samt 4. i mark á 8,9 sek.,
en það nægði henni ekki til að komast
áfram. Þrátt fyrir þetta óhapp var árangur
hennar mjög góður, þvi aðeins 9 stúlkur
af 72 hlupu á betri tima en hún.
Lánið lék ekki heldur við Súsönnu Torfa-
dóttur i langstökkinu. Hún hafði náð bezt-
um árangri hér heima 3,91 m, og hefði
sá árangur nægt henni til að komast í úr-
slit. En atrennan vildi ekki passa að þessu
sinni, og varð hún að láta sér nægja að
stökkva aðeins 3,54 m.
Nú var aðeins ein grein eftir. viðavangs-
hlaup 11 ára drengja.
Meðal hinna 56 keppenda var Guðjón
Guðmundsson. Skömmu áður en hlaupið
hófst bað hann mig að ganga með sér
brautina og segja sér, hvernig hann ætti
að hlaupa. Við komum okkur saman um,
að hann skyldi fylgja fremsta drengnum
fast eftir og taka siðan endasprett, þegar
siðasta brekkan væri að baki. Hann þakk-
aði fyrir góðar ráðleggingar og tók í hönd
mina uþþ á það, að hann myndi a. m. k,
sigra i sínum riðli.
Drengjunum var skipað niður i 7 riðla
og voru 8 í hverjum riðli. Guðjón hljóp í
5. riðli og hafði þá norskur drengur, Roar
Holten, náð beztum tima, 1:54,7 mín. Skot-
ið reið af og drengirnir 8 geystust af stað.
Ég sá ekki betur en að Guðjón væri sið-
astur, þegar þeir hurfu inn í skóginn. En
þegar þeir birtust aftur, var hann kominn
i annað sæti, eins og gert hafði verið ráð
fyrir. Nú hurfu þeir aftur inn i skóginn, og
nnér leið miklu betur.
Guðjón Guðmundsson stóð sig bezt af islenzku börnunum. Hér er hann að taka við
verðlaunum fyrir víðavangshlaupið.
Skömmu siðar komu þeir út úr skógin-
um, og norski þulurinn tilkynnti, að islend-
ingurinn Guðjón Guðmundsson hefði tek-
ið forystuna. Það var ekki laust við, að
okkur vöknaði um augu, þvi þarna kom
Guðjón langfyrstur og hinir strákarnir i
langri halarófu á eftir. Hvilíkir yfirburðir!
En nú var erfiðasti kaflinn eftir, nokkuð
löng brekka, sem hafði reynzt mörgum
erfið viðureignar. En Guðjón lét engan bil-
bug á sér finna. Hann komst klakklaust
upp, og nú var aðeins endaspretturinn
eftir, sem hann hljóp léttilega við dynjandi
fagnaðarlæti hinna norsku áhorfenda, sem
kölluðu í kór: „Heia Island!" Við markið
tókum við á móti sigurvegaranum, sem
virtist alls ekki hafa tekið þetta nærri sér.
Við biðum með mikilli eftirvæntingu eft-
ir tímanum. 1:56,7, tilkynnti þulurinn, næst
bezti árangurinn til þessa og tveir riðlar
eftir. í 6. riðli var meðal keppenda finnsk-
ur drengur, Áyráváinen að nafni. Hann
hafði æft mjög vel fyrir mótið og hlaupið
daglega i marga mánuði, 10 km á dag!
Hann hljóp líka mjög vel og kom fyrstur
í mark á 1:55.0 mín. Þar með var Guðjón
kominn i þriðja sæti og því hélt hann, því
að sigurvegarinn i 7. riðli hljóp á 2:00,9
min.
Guðjón komst þvi á verðlaunapallinn,
eins og hann hafði heitið að gera, og var
þar hylltur vel og innilega fyrir frækilega
frammistöðu.
Blöðin gátu sérstaklega um þetta hlaup
daginn eftir og spáðu drengjunum þremur
glæsilegum íþróttaferli.
Þar með lauk keppninni og héldum við
heimleiðis strax um kvöldið, dálítið þreytt
en mjög ánægð með árangurinn og ferð-
i'na í heild. En efst í huga okkar var þakk-
læti til frænda okkar, Norðmanna, sem
buðu okkur i þessa ferð og gerðu hana í
alla staði ógleymanlega með óvenjulegri
gestrisni.
43