Æskan - 01.01.1972, Qupperneq 41
i erlendum ritum eru við og við birtar upplýsingar um
skaðleg áhrif sjónvarps á menn og dýr. Það, sem hér fer
á eftir, er að mestu úr sænska tímaritinu Hálsa.
Fjörutiu börn í ameriskri flugstöð fóru nokkurn veginn
samtimis að kvarta um stöðuga þreytu, höfuðverk, maga-
verk, svefnleysi, og þau urðu taugaveikluð og fengu upp-
köst. Við athugun kom í Ijós, að börnin sátu þrjár til sex
klukkustundir daglega við sjónvarp. og allt að tiu klukku-
stundum á laugardögum og sunnudögum. Læknar þeirra
mæltu svo fyrir, að þeim yrði bannað að horfa á sjónvarp.
Þessu banni var framfylgt hjá tólf börnum, og eftir tvær
til þrjár vikur höfðu þau náð sér að fullu. Hin átján börnin
fengu að horfa á sjónvarp tvo klukkutima á dag. og hjá
þeim tók batinn fimm til sex vikur.
Stöfuðu hin skaðlegu áhrif sjónvarpsins af þvi, að börnin
þreyttust af löngum setum, ofreyndu augun, af efni mynd-
anna eða af skaðlegum geislunaráhrifum? Vafalaust kemur
allt þetta til greina. Með geislunarverkanir frá sjónvarpi
hafa verið gerðar tilraunir á dýrum. Rottur voru settar i
búr fyrir framan sjónvarpstæki, sem haft var i gangi, en
skrúfað niður í þvi, þannig að enginn hávaði heyrðist frá
því, og fyrir skerminn var sett svört hlif. Eftir tiu til tólf
daga voru allar rotturnar dauðar. Tilraunin var endurtekin.
en sjónvarpið ekki haft i gangi nema nokkrar klukkustund-
ir á sólarhring. Eftir mánuð voru þessar rottur orðnar sljóar.
og þegar þær voru drepnar og krufnar, fundust hjá þeim
miklar heilaskemmdir. — Enn ein tilraun var gerð með lit-
sjónvarp, sem var sett i fjögurra metra fjarlægð frá búri
með rottum af báðum kynjum á timgunarskeiði. Hjá þess-
um rottum fækkaði ungum niður í einn til tvo i stað tiu,
sem eðlilegt er.
Útgeislun frá sjónvarpstækjum er mjög mismikil, mest
frá litsjónvarpstækjum og biluðum eða gölluðum tækjum.
Öllum er kunn hættan af röntgengeislum, hvort sem þeir
eru notaðir til lækninga eða rannsókna við gegnlýsingar
og myndatökur. — Og þá eru ekki síður á allra vitorði
skaðleg áhrif geislunar, sem berst um víða veröld frá
hinum tíðu kjarnorkusprengingum og hvers konar meðferð
og nýtingu kjarnorkunnar.
Engir eru eins viðkvæmir fyrir áhrifum þessara hættu-
legu geisla og ungvrðið. Við ráðum ekki við það. sem
gerist úti í hinum víða heimi. En innan þröngra veggja
heimilisins getum við dregið úr hættunni af okkar eigin
heimilistækjum. — Við ættum að sitja sem lengst frá sjón-
varpstækinu, ekki hafa það í gangi i tima og ótima og
draga eftir mætti úr setum barna við sjónvarpið.
(Úr Heilsuvernd).
Morgunleikfimi í útvarpinu!
35