Æskan - 01.01.1972, Qupperneq 25
Barnabrautin við Lvov. Ljuba Tsar er umsjónarmaður. oq hann dreymir um
að verða einhvern tima alvöru stöðvarstjóri.
Við löbbum inn í skemmtilega byggt stöðvarhús. Við miðasöluopið er stúlka
i einkennisbúningi járnbrautarstarfsmanna og selur miða. Þeir eru ódýrir, 10
kópekar báðar leiðir. Þarna fer stöðvarstjórinn, 12 ára gamall. . . Hér er
næstum ekkert af fullorðnu fólki, nema þá helzt þeir foreldrar, sem eru í öku-
ferð með smákrakka. Drengirnir sjá um og stjórna sjálfir öllu: stöðinni, lest-
inni og brautinni. Þeir eru vaktmenn á stöðinni, umferðarstjórar, brautargæzlu-
menn, sporbreytar, vélamenn, umsjónarmenn og viðgerðarmenn. Hins vegar
vinna krakkarnir undir stjórn reyndra sérfræðinga. Meðan skólinn stendur, æfa
þeir sig í skólanum, í klúbbum, námshringum o. s. frv., en í sumarleyfinu
(venjulega frá mai til september) vinna þeir við einhverja barnabraut.
Fyrsta braut af þvi tagi var lögð árið 1935 í höfuðborg Georgíu, Tíblisi.
Nú hefur samgönguráðuneytið umsjón með 34 barnabrautum á ýmsum stöðum
i landinu: á Sakhalíneyju, í nágrenni Irkútsk i Siberiu, í Jerevan, höfuðborg
Armeníu, Kíev, höfuðborg Úkraínu, og mörgum öðrum sovézkum borgum.
Samanlagt eru barnabrautirnar i Sovétríkjunum meira en 100 kilómetrar
að lengd; hver þeirra er um 2 til 4 km. Sú lengsta er í borginni Svobodny i
Austur-Siberíu. Hún heitir Litla Bajkalbrautin og er 10,5 km á lengd. Eftir
henni ganga ekki aðeins farþegalestir, heldur einnig flutningalestir.
Að allri gerð eru barnabrautirnar í engu frábrugðnar raunverulegum járn-
brautum. Við þær standa 80 stöðvar með yfirbyggða brautarpalla, vagnskýli,
brautamót, viðgerðastöðvar og annað rekstrarhúsnæði. Meðal annars hafa þær
talstöðvar.
Árið 1970 fluttu barnabrautirnar yfir tvær milljónir farþega og sumar þeirra,
t. d. Litla Bajkalbrautin, mörg þúsund tonn af vörum að auki.
Aðaltilgangurinn með barnabrautunum er að venja börnin við nytsamleg
störf, vekja áhuga þeirra á tækni og vélmennt. i Sovétríkjunum eru um þrjú
þúsund klúbbar fyrir unga áhugamenn um járnbrautir. í þeim eru um 45
þúsund börn. Fyrir þessa klúbba hefur samgönguráðuneytið látið gera sérstaka
námsskrá, þar sem reiknað er með þriggja ára námi.
Járnbrautarstarfsmennirnir ungu eru valdir úr hópi sjálfboðaliða úr fimmta
og sjötta bekk. Til þess að hafa yfirumsjón með þeim eru fastráðnir sérfræð-
ingar í helztu starfsgreinum, hver í sinni grein. Á veturna, þegar námið gefur
tóm til, fara krakkarnir í heimsóknir í samgöngufyrirtæki, smíða vélalikön og
önnur módel í sambandi við járnbrautir. Á sumrin fá þeir svo beina verklega
þjálfun við barnabrautirnar. Eftir því sem árin líða og þekking þeirra á sam-
göngutækni vex hækka þeir í tign.
I fyrstunni vinna krakkarnir t. d. sem sporbreytar, brautargæzlumenn og
umsjónarmenn í vögnum. Næsta ár geta þeir orðið stöðvarvaktmenn og flokks-
(------------------------------------------------\
hvvrnitt vciðiþjól'urinn væri útlils. Rjnrni
kviió svo vern. I>á semli konunt'urinn úl
inenn til |>ess :ió (írennslasl eftir veiði-
|)jólinum i>i{ sagði Hjarna að fara incð
|>eim. Skiimmii siðar komu |>eir mefí inann-
inn.
Konungurinn |>ekkti strax, liver hér var
á lerð, )>vi þetta var einn af þjónum
lians. Lét konungiirinn setja manninn i
giezluvariMiald, en spurði síðnn lijarna,
livers liann vihli óska sér. Hann sagði, að
liann letti systur í skóginum o({ aó J>au
væru oft mataijmrfi. Sendi konungurinn
þá menn til þess að fvlla poka af mat,
sem átti svo aó senda þeim. Iijarni varð
alls Imgar feginn og lafiði af stað heim
meö pokann auk nokkurra skildinga, sem
konungurinn liafði gefið lioiuim.
I.ifðu þau lijarni og Elísa i allsnægtum
til æviloka, því að konungurinn sendi þeim
inat og prninga i hverri viku. I>au þurftu
þvi ekki að fá mat li.já dýrunum, en jieim
þótti jafn vænt um |>au og áður og heiin-
sóttu þau oft. Sólrún liragadóUir.
¥
PÉTUR LITLI OG SOKKARNIR
Pétur litli var ákaflega hreykinn af því,
að nú var hann farinn að geta klætt sig
sjálfur, hjálparlaust. Einn morguninn hitt-
ir hann kennslukonuna rétt fyrir utan skól-
ann og henni varð litið á fæturna á Pétri
og sá, að hann var í ósamstæðum sokkum.
Hún spurði hann: „Hvað er að sjá á þér
fæturna, Pétur, sokkarnir þínir eru sinn
af hvoru tagi?“ En Pétur svaraði hróðugur:
„Þetta eru nýju sokkarnir mínir. Ég á ann-
að par til af sömu tegund heima."
23