Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1972, Qupperneq 60

Æskan - 01.01.1972, Qupperneq 60
Regnhlífin óðir Hirgis rétti honuni körf- una og sagði honum að flýta sér nú til kaupmannsins ... „En taktu með l>ér regnhlif- ina,“ bætti hún við, „því það er ausandi rigning." Og svo fékk hún honum stóru, svörtu regnhlifina, sem stóð frammi í for- stofu. Birgir leit á hana. „Já, en, mamma, -— ég kann alls ekki við að ganga með regnlilif.“ „Hvers vegna ekki það?“ „IJað gera allir grín að mér. Þeir kalla mig „stelpustrák". Strákur getur ckki geng- ið með regnhlif, mamma!“ Móðir Hirgis brosti. -— „I>ú mátt til með að venja þig af þcssari feimni. I>ú verður rennblautur annars. Flýttu ]>ér nú!“ Þótt Birgi væri það þvert um geð, hljóp hann með uppspennta regnhlíf eftir gang- stéttinni, sem vatnið buldi stöðugt á. Þetta var nú meiri rigningin. En samt leit Hirgir vel i kringum sig i allar áttir, dauðhrædd- ur. Hann vildi ógjarnan mæta einhverjum af skólabræðrum sinum. En ólánið elti hann. Arthúr kom allt í einu eftir hliðar- götunni hjá húsi kaupmannsins, — ætli hann hafi séð mig? hugsaði Birgir og flýtti sér að setja regnhlifina frá sér við glugga verzlunarinnar. Þegar hann væri búinn að gera innkaupin, hlyti Arthúr að vera far- inn fram hjá. En þegar Birgir kom aftur út úr búðinm með fulla körfuna á arminum, stóð Arthúr í vari upp við húsið, þar sem þakskeggið myndaði afdrep fyrir rigningunni. „Halló, Birgir!" sagði hann. „Sæll vertu!“ Birgir gekk til hans eins og hann ætlaði lika að biða af sér rigning- una. Þeir stóðu nú þarna góða stund og töluðu saman. Birgir vonaði, að Arthúr vildi fara, svo að liann gæti tekið ]>essa regnhlíf og farið síðan heim. En Arthúr virtist una sér hið bezta. „Hefur ]>ú séð þessa fuglahræðu, sem stendur þarna?“ spurði Arthúr og benti á regnhlifina. „Ja ! Hvílikt skrapatól!“ sagði hann. Birgir lét eins og hann kæmi nú fyrst auga á regnhlifina. Arthúr glotti háðslega: „Veiztu nú bara? ■— Ég, sem hélt, að þú hefðir verið með hana.“ Birgir hló. — „Ég! Heldur þú, að ég sé svo mikil kveif, að ég þurfi rcgnhlíf... Nei, takk fyrir." Arthúr leit inn um búðargluggann, en inn um hann var hægt að sjá alla búðina. „Það var þó einkennilegt... Það eru eng- ir í búðinni núna.“ „Hvers vegna er ]>að einkennilegt?" spurði Birgir. „Af þvi að þá hiýtur regnhlífin að hafa gleymzt hér.“ „Gleymzt ... Hvað áttu við?“ „Þú átt regnhlífina ekki, ég á hana ekki heldur, og það er enginn inni lijá kaup- manninum, sem getur hafa sett hana frá sér,“ sagði Arthúr. „Einhver hlýtur því að hafa gleymt henni.“ „Já ... ja-á, það hlýtur að vera,“ sagði Birgir hálfdræmt. Hann rétti hönd fram eins og til þess að finna, hvort það rigndi enn. — „Jæja, nú er vist að stytta upp. Eigum við ekki að koma?“ „Jú, við eigum samleið heim,“ samsinnti Arthúr, „ ... en það er nú hálfgcrð skömm að þvi að skilja regnhlifina eftir hérna.“ Hann gekk lieim að henni og tók hana. — „Úh, þvílik þyngsli. Ég er hissa á því, að nokkur skuli ncnna að flækjast með slikan t?rip.“ Birgir var alveg ringlaður, en hann sagði ekkert. Og skömmu seinna sagði Arthúr honum, að hann ætlaði að fara með regnhlifina á lögregluvarðstofuna, þvi að )>á fengi hann ef til vill fundarlaun, þegar eigandinn sækti hana. \ S PLÖTUSPILARI T Odýrir og fallegir BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.