Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1972, Síða 13

Æskan - 01.01.1972, Síða 13
Stjörnudalirnir Barnasaga frá Bæheimi að var einu sinni fátaek stúlka, sem hét Marenka. Hún var vinnukona á bóndabæ. Hús- bændur hennar voru svo nízkir, að þeir tímdu ekki að borða sig metta né að seðja þá, er hjá þeim unnu. Auðvitað var matur Marenku af skorn- um skammti, og kaup það, sem hún átti að fá, greiddu hjónin ekki. Það var þó ekki hátt, eins og nærri má geta. Viðkvæði konunnar gagnvart kaup- inu var ætíð hið sama: ,,Það liggur ekk- ert á að borga kaupið. Það er gott fyrir Marenku að eiga það inni. ,,Hún eyðir þvi ekki á meðan." i svefnherbergi hjónanna stóð kista mikil er í voru silfur- og gullpeningar. Það var bezta skemmtun þeirra að sitja framan við kistuna, telja pening- ana og raða þeim í háa turna, og velta þeim að því búnu ofan í kistuna. Konan mælti: „Við bíðum með að greiða Marenku kaupið. Sjáðu hve dal- irnir eru skínandi fagrir eins og stjörn- ur. Hún þarf enga peninga að sinni. Hún getur beðið." Marenka kvartaði yfir því, að kjóllinn hennar var orðinn gamall og slitinn. Hún kvað sig vanta nýjan kjól. „Það er argasta bull,“ sagði hús- móðirin. „Kjóllinn þinn er mátulega finn til þess að nota hann hversdags- lega. Þér verður ekki of heitt í honum, og er það mikill kostur. Þú ert fátæk stúlka og því eðlilegt, að þú sækir ekki skemmtanir. Þú þarft þess vegna ekki sparikjól." Marenku dauðlangaði til þess að eiga fallegan kjól til að fara í á sunnudögum. Hún þráði að komast á dansleiki. En um þvilíkt var ekki að ræða, þar sem hún átti engan góðan kjól. Kvöld nokkurt var dansleikur, eins og oftar, i grennd við heimili Marenku. Unga stúlkan var angurvær. Hana langaði til þess að taka þátt í skemmt- uninni, en gat það ekki vegna klæð- leysis. Hún gekk út í skóg og settist við rætur trés nokkurs. Himinninn var heið- ur og stjörnurnar blikuðu. Marenku virtust stjörnurnar likjast gljáandi silfurdölum. Hún sagði við sjálfa sig: „Það vildi ég, að silfurdalir féllu nið- ur i kjöltu mína, þá gæti ég keypt kjól." Og er hún hafði þetta mælt, datt eitt- hvað. Marenka leit forviða upp. Skin- andi fagrir silfurdalir lágu i kjöltu hennar. Hún varð mjög glöð, spratt á fætur og dansaði af ánægju. Svo hélt hún heimleiðis með dalina í lófanum. Marenka sagði engum, hvar eða hvernig hún hefði fengið peningana. En hún bað um leyfi til þess að fara í kaupstað daginn eftir. Hjónin gáfu hið umbeðna leyfi. Að nokkrum dögum liðnum var skemmtun i þorpinu. Marenka fór á skemmtunina. Stúlkurnar ráku upp stór augu, er þær sáu hana. Hún hafði keypt nýjan kjól, nýja skó og silkiskýluklút. „Hefurðu fengið kaupið þitt, Mar- enka?" spurðu þær. Marenka svaraði: „Ég fékk peninga ofan frá stjörnunum." Húsbændur Marenku brutu heilann um það, hvaðan hún hefði fengið kjól- inn, skóna og slæðuna, eða réttara sagt peninga til þess að kaupa þetta. Hún sagði hjónunum, að hún hefði eignazt stjörnudali. En þau álitu, að Marenka hefði stolið þeim úr stóru kistunni þeirra. Urðu þau mjög heiftúðug, fóru til fógetans og ákærðu stúlkuna fyrir þjófnað. Fógetinn var vitur maður. Hann lét sækja Marenku og sagði henni frá ákærunni. Marenka mælti: „Ég hef unnið hjá hjónum þessum heilt ár án þess að fá kaupið mitt. Er ég hef minnzt á greiðslu á því, hafa hjónin ætíð sagt, að ég gæti beðið lengur eftir laununum. Mér var farið að leiðast þetta þóf." Svo sagði Marenka fógetanum frá því, hvernig henni áskotnuðust dalirn- ir, er hún sat undir trénu. Þegar fógetinn hafði heyrt frásögn hennar, kallaði hann á son sinn, er var röskur piltur. Feðgarnir fóru út í skóg og gengu að trénu, sem Marenka hafði setið undir, er dalirnir féllu í skaut hennar. Pilturinn kleif upp í tréð. i því fann hann hreiður, er skjór átti. i hreiðrinu voru margir skínandi hlut- ir. Þar var lítill bikar, er presturinn hafði misst um vorið, skeið sem bóndi nokkur hafði tapað, silfurhnappar, er Katucha vissi ekki hvað orðið hafði af. Hafði henni dottið í hug, að litli dreng- urinn hennar hefði fleygt þeim í brunn- inn. f hreiðrinu fannst miklu fleira en það, sem hér hefur verið nefnt. Peningarnir, sem féllu í kjöltu Mar- enku, höfðu komið úr hreiðrinu. Það var bersýnilegt. Skjórinn hafði stolið stjörnudölunum. En hvar? Það vissi enginn. Og pening- arnir höfðu að likindum legið lengi i hreiðrinu. Húsbændur Marenku voru neydd til þess að greiða henni kaupið. Og réði unga stúlkan sig svo hjá fógetanum og konu hans. Kona fógetans vildi fá Marenku, þvi að henni var kunnugt um, hve vel hún var verki farin, iðin, prúð og glaðlynd. Og er tímar liðu gekk sonur fógetans að eiga Marenku. Var hjónaband þeirra mjög farsælt, enda unnust þau hug- ástum.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.