Æskan - 01.01.1972, Qupperneq 48
Eftir þægilega flugferð til Oslóar og
sólarhrings dvöl þar komum við til Kóngs-
bergs seint að kvöldi 3. september. Þar
sem keppnin átti að hefjast næsta dag,
fóru börnin strax að hátta á hinu glæsi-
lega Grand Hotel i borginni.
Fæturnir voru orðnir nokkuð lúnir eftir
skoðunarferð um Osló, þar sem svo margt
skemmtilegt var að sjá, svo sem konungs-
höllina, Holmenkollen-stökkpallinn, vikinga-
skipin, Kon-Tiki flekann og margt fleira.
Leikarnir hófust eftir hádegi daginn eft-
ir, 4. september. Leikvangurinn var allur
skreyttur með myndum af ýmsum persón-
um úr sögum Disneys.
Allir þátttakendurnir, 500 að tölu, gengu
inn á völlinn með skólalúðrasveit i broddi
fylkingar. Siðan var mótið sett, og var það
mjög hátiðleg athöfn.
Þegar þátttakendur höfðu aftur gengið
út af vellinum, hófst keppnin. Trausti
Sveinsson var meðal 65 keppenda í lang-
stökki, sem var fyrsta keppnisgreinin. Hann
hafði stokkið lengst 4,28 m fyrir mótið.
Hann stökk 4,20 m i fyrstu tilraun og
bætti siðan árangur sinn i 4,40 m i ann-
arri tilraun. i síðustu tilraun gerði hann
mjög gott stökk ógilt. Enda þótt hann
bætti árangur sinn um 12 cm, nægði það
honum ekki til að komast i úrslit. Til þess
hefði hann þurft að stökkva 4,62 m.
Sigurvegarinn stökk 4,93 m. en Trausti
varð 19. i röðinni af 65 keppendum með
4,40 m.
Guðjón Guðmundsson keppti í 60 m
hlaupi og varð 4. í sinum riðli á 9.6 sek.
Ekki nægði það honum til að komast áfram,
enda var hér aðeins um „upphitun" að
ræða fyrir hans aðalgrein, viðavangs-
hlaupið.
Ásu Halldórsdóttur gekk mjög vel í
langstökkinu. Hún hafði stokkið lengst 4,30
m fyrir mótið. Hinum 60 keppendum var
skipt í 3 flokka, og sigraði Ása i sinum
flokki, stökk 4,62 m og komst þar með
í úrslit. Var ekki laust við, að okkur hlýn-
aði um hjartaræturnar, þegar þessi glæsi-
legi árangur hennar var tilkynntur.
Varla var hægt að búast við því, að
hún bætti þennan árangur í úrslitakeppn-
inni, en þó munaði litlu, þar sem hún stökk
rúmlega 4,70 m, en það stökk var dæmt
ógilt. Hún varð þó 4. í röðinni, sem við
vorum öll mjög ánægð með.
Úrslit urðu annars þessi:
1. Mette Gjerdrum. Noregi, 4,81 m
2. Bodil Alund, Noregi, 4,75 —
3. Sissel Tjelta, Noregi, 4,73 —
4. .Ása Halldórsdóttir, islandi, 4,62 —
5. Jorunn Bentsen, Noregi, 4,61 —
6. Nina Fredriksen, Noregi, 4,56 —
Varla höfðu þessi úrslit verið tilkynnt,
þegar 7. riðill i víðavangshlaupi 12 ára
42