Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1972, Qupperneq 48

Æskan - 01.01.1972, Qupperneq 48
Eftir þægilega flugferð til Oslóar og sólarhrings dvöl þar komum við til Kóngs- bergs seint að kvöldi 3. september. Þar sem keppnin átti að hefjast næsta dag, fóru börnin strax að hátta á hinu glæsi- lega Grand Hotel i borginni. Fæturnir voru orðnir nokkuð lúnir eftir skoðunarferð um Osló, þar sem svo margt skemmtilegt var að sjá, svo sem konungs- höllina, Holmenkollen-stökkpallinn, vikinga- skipin, Kon-Tiki flekann og margt fleira. Leikarnir hófust eftir hádegi daginn eft- ir, 4. september. Leikvangurinn var allur skreyttur með myndum af ýmsum persón- um úr sögum Disneys. Allir þátttakendurnir, 500 að tölu, gengu inn á völlinn með skólalúðrasveit i broddi fylkingar. Siðan var mótið sett, og var það mjög hátiðleg athöfn. Þegar þátttakendur höfðu aftur gengið út af vellinum, hófst keppnin. Trausti Sveinsson var meðal 65 keppenda í lang- stökki, sem var fyrsta keppnisgreinin. Hann hafði stokkið lengst 4,28 m fyrir mótið. Hann stökk 4,20 m i fyrstu tilraun og bætti siðan árangur sinn i 4,40 m i ann- arri tilraun. i síðustu tilraun gerði hann mjög gott stökk ógilt. Enda þótt hann bætti árangur sinn um 12 cm, nægði það honum ekki til að komast i úrslit. Til þess hefði hann þurft að stökkva 4,62 m. Sigurvegarinn stökk 4,93 m. en Trausti varð 19. i röðinni af 65 keppendum með 4,40 m. Guðjón Guðmundsson keppti í 60 m hlaupi og varð 4. í sinum riðli á 9.6 sek. Ekki nægði það honum til að komast áfram, enda var hér aðeins um „upphitun" að ræða fyrir hans aðalgrein, viðavangs- hlaupið. Ásu Halldórsdóttur gekk mjög vel í langstökkinu. Hún hafði stokkið lengst 4,30 m fyrir mótið. Hinum 60 keppendum var skipt í 3 flokka, og sigraði Ása i sinum flokki, stökk 4,62 m og komst þar með í úrslit. Var ekki laust við, að okkur hlýn- aði um hjartaræturnar, þegar þessi glæsi- legi árangur hennar var tilkynntur. Varla var hægt að búast við því, að hún bætti þennan árangur í úrslitakeppn- inni, en þó munaði litlu, þar sem hún stökk rúmlega 4,70 m, en það stökk var dæmt ógilt. Hún varð þó 4. í röðinni, sem við vorum öll mjög ánægð með. Úrslit urðu annars þessi: 1. Mette Gjerdrum. Noregi, 4,81 m 2. Bodil Alund, Noregi, 4,75 — 3. Sissel Tjelta, Noregi, 4,73 — 4. .Ása Halldórsdóttir, islandi, 4,62 — 5. Jorunn Bentsen, Noregi, 4,61 — 6. Nina Fredriksen, Noregi, 4,56 — Varla höfðu þessi úrslit verið tilkynnt, þegar 7. riðill i víðavangshlaupi 12 ára 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.