Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1972, Qupperneq 16

Æskan - 01.01.1972, Qupperneq 16
BARBARA EDEN, CLAUS WILCKE, OMAR SHARIF, FRITZ WEPPER, f. 23. apríl 1935 i Banda- f. 12 ágúst 1939 í Bremen, f. 10. apríl 1932 í Kairó, f. 17. ágúst 1941 í MDnchen, ríkjunum. Þýzkalandi. Egyptalandi. Þýzkalandi. voru þrir krossar gerðir með rauðu bleki, tveir á norður- hluta eyjarinnar en einn á henni sunnanverðri. Við kross- ana var skrifað með fíngerðri rithendi, einnig með rauðu bleki: ,,Hér liggur ógrynni gulls." Aftan á kortið var rituð þessi vísbending: ,,Hátt tré, Sjónarhóls-öxl í stefnuna NNA. — Beinagrindarey í ASA. — Tíu fet. — Ómótaði málmurinn i nyrðra jarðhúsinu tíu faðma sunn- an við svarta klettinn. J. Flint." Þannig hljóðaði skýringin á uppdraettinum, og þótt hún vasri mér næstum óskiljanleg, virtust dómarinn og læknirinn hafa hinn mesta áhuga á þessu máli. „Þekkir þú nokkuð til þessa Flints skipstjóra, dómari?" spurði læknirinn. ,,Já, hann var alræmdur sjóræningi fyrir tæpum 40 árum, en líklega er hann dauður nú,“ svaraði Trelawney. „Jæja, læknir, nú skulum við láta hendur standa fram úr ermum og útvega okkur skip; þú verður skipslæknir og Jim káetu- þjónn. Það verður ekki erfiðleikum bundið að finna þessa eyju, þegar við höfum svo gott kort í höndunum." Næsta dag fóru þeir dómarinn og læknirinn til Bristol til þess að leigja skip í leiðangurinn. II. Langi Jón Nokkur timi leið þangað til ég frétti af þeim félögum. Livesey læknir þurfti að útvega annan lækni til að gegna störfum hans meðan á ferðinni stæði, og varð hann að fara alla leið til Lundúna til þess. Að lokum kom þó bréf frá Trelawney dómara: Á gamla veitingahúsinu „Akkerinu", Bristol 1. marz 1750. Kæri vinur! Nú hef ég keypt skip og búið það til fararinnar að öllu leyti. Ég er viss um, að þú hefur aldrei séð fallegra skip á floti. Það er skonnorta, tvö hundruð tonn, einstaklega gangleg og auðveld í stýri. sem smábátur. Hún heitir Hispaniola. Vinur minn, Brandly, útvegaði mér hana, og reyndist hann mér hinn bezti hjálparmaður, einkum eftir að hann vissi, að mikils fjár var að vænta með þessari sjóferð. (Þegar hér var komið lestri bréfsins, datt mér í hug, að við þrir höfðum orðið sammála um, að rétt væri að þegja um tilgang fararinnar, en af bréfinu mátti ráða, að þessu hafði dómarinn gleymt). Þá var næst að ráða skipshöfnina. Ég hafði hugsað mér, að við yrðum nálægt 20 menn á skipinu, og fljótlega datt ég ofan á mann, sem leysti vel og greiðlega úr þessu fyrir mig. Hann er gamall sjómaður — almennt kallaður Langi Jón, eða þá Jón silfri. Hann hefur misst annan fótinn, missti hann i orustu fyrir föðurlandið fyrir löngu. Jæja, Jón silfri gerði mér þann greiða að ráða alla hásetana á nokkrum dögum. Að visu eru þeir sumir ekki með nein jómfrúar-andlit, en vanir sjómenn munu þeir allir vera. — Jæja, þið tveir komið svo hingað til Bristol eins fljótt og þið getið, svo að förin geti hafizt sem fyrst. Framhald. 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.