1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Qupperneq 30
1. MAÍ
26
að gera. Hann fær 17V2 mark á viku
frá framfærzlunefndinni. 8 mörk og
90 fara í húsaleiguna, þá eru eftir 8
mörk og 60 pf. á viku. Rúmlega mark
á dag handa tveimur fullorðnum. Það
verður að nægja til matar og fata,
og fyrir gas og kol að vetrinum, fyrir
sápu og þvotti, skósólum og vindling-
um. 60 pf. handa hverju á dag til
að lifa af“.
,,Þetta þekkjum við allt saman,
góða frú. Við sitjum öll við sama
borðið. Bráðum verður þetta allt öðru-
vísi”. Konan fór að hlæja.
,,Þið við sama borðið og við! Þið!
Bílaskattinn hefir Hitler afnumið, en
smjörlíkið, sem kostaði 64 pf., þegar
Hitler kom til valda, kostar nú 71.
Það er dálaglegur sósíalismi. En þið
spígsporið í brúnum apablússum, bara
til þess að bílaeigendurnir sleppi við
að borga skatt.“
Foringinn gaf merki. Nazistarnir
tveir hættu að hlæja og tóku í axlir
henni.
,,Jæja, loksins“, kallaði hún. „Þarna
hafið þið loksins náð í mig. Haldið þið
mér nú almennilega, annars slít eg
mig lausa og legg á flótta, og svo
skjótið þið mig á flóttanum, eins og
þið gerðuð við manninn minn . . . . “
,,Áfram!“ skipaði foringinn, en kon-
an orgaði hástöfum: „Þið skjótið mig,
af því að eg hefi aðra skoðun en
þið.“ — Annar maðurinn, sem hélt
henni, leit aftur. Foringinn kankaði
kolli til hans, og nú gerðist atvik,
sem Schirmer skipstjóra varð flökurt
af að sjá, og hafði hann þó hundrað
sinnum lent í fárviðri og tíu sinnum
í skipreika. Nazistinn sló konuna í
höfuðið með gúmmíkylfunni. Það varð
steinshljóð á stéttinni.
Einu sinni.
Tvisvar.
Konan varð máttlaus í hnjáliðun-
um, og það fór að korra í henni. •—
Spölkorn frá staðnæmdist önnur lest.
Eins og í þoku sá Schirmer verka-
mennina. Lestin fór að hreyfast, og
Schirmer sá mennina bak við rúðurn-
ar. Þeir voru fölir og harðir drættir
um munninn.
„Nafn mitt er Schirmer skipstjóri“.
Hann beindi orðum sínum til foringj-
ans; feitur líkami hans skalf af við-
bjóði. Hann setti fram ístruna og
æpti svo hátt, að heyrðist inn í hvert
horn í stöðvarhúsinu:
„Og þetta látið þér viðgangast? Að
kvenmaður sé lamin?“
Nazistinn horfði á hann. „Hvað
kemur það yður við, herra minn? Má
eg sjá vegabréfið yðar?“
„Mitt?“ fnæsti Schirmer, en Naz-
istinn grenjaði allt í einu:
„Þegið þér! Vegabréfið!“
í annað sinn kom Kucki til bjargar.
„Þetta er Schirmer, skipstjórinn
okkar á „Kulm“,“ sagði hann í ásök-
unarróm. „Það er ekki nema klukku-
tími síðan við vörpuðum akkerum. Við
höfum verið að heiman í þrjá mán-
uði“.
„Þú þarna litli orðhákur“, sagði
Nazistinn hlæjandi. „Langar þig ekki
til að ganga inn í Hitlersæskuna? Þú
ættir að koma og láta skrásetja þig
kl. 10 í fyrramálið . . . .“
„Nei, það geri eg ekki“, greip Kucki
fram í fyrir honum. „Hitler er ekki
maður fyrir mig. Systir mín, sem heit-
ir Pála, segir alltaf . . . .“
„Jæja þá“, sagði Nazistinn hvat-
skeytslega, „eruð þið búnir að vera
að heiman í þrjá mánuði? Þið eigið